Fönkí Sömmer - Bruggað fyrir Menningarnótt 2016

Hér skal eingöngu skrá uppskriftir sem hafa verið prófaðar og gefið góða raun að mati bruggara, vina og/eða vandamanna. Nafn bjórstíls skal taka fram í titli þráðar. Dæmi: "Hvítur sloppur – Belgískur Hveitibjór"
Post Reply
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Fönkí Sömmer - Bruggað fyrir Menningarnótt 2016

Post by æpíei »

Nú eru tæpir 2 mánuðir til Menningarnætur og kútapartýs Fágunar svo ekki seinna vænna en að fara að henda í einn bjór til að bjóða þar. Í þetta sinn ætla ég að gera létt fönkí/sýrðan wit sem ég kalla Fönkí Sömmer. Þau sem mættu á fund Fágunar í júní fengu að smakka hann þar. Ég breyti einhverju nú eins og gengur, en þetta ætti þó að vera næstum eins bjór.

24 lítrar (69% nýtni), OG 1,051, IBU 19, 5,2% - 90 mín suða

3,0 kg wheat malt
2,5 kg pilsner malt
0,5 kg carapils
20g Cascade 75 mín
20g Cascade 15 mín
20g þurrkað lemmongrass eða 10g kramin kórender fræ 5 mín
20g þurrkaður appelsínubörkur 5 mín
10g kórender fræ við átöppun (valkvætt, passið bara þau fari ekki með í flöskuna!)

1 pk WLP648 Brettanomyces Bruxellensis Trois Vrai eða W5112 Brettanomyces bruxellensis
1 pk Belle Saison (Lallemand/Danstar) eða W3711 French saison

Setja skal báða pakkana af geri útí á sama tíma. Það má líka byrja á að setja brettið í og svo saison gerið ca 2-3 sólarhringum síðar til að gefa því smá forskot. Þá væri æskilegt (en svo sem ekki nauðsynlegt) að blása smá CO2 ofan á virtinn áður en fötunni er lokað því brettið mun fara mjög hægt af stað. Gerjið ca 2,5 viku og setjið á flöskur eða kút. Fönkið ætti að koma fram strax í þessum en hann mun þó breytast verulega yfir líftímann. Passið bara að hann hafi náð góðu FG til að minnka líkur á að flöskurnar springi með langri geymslu.

Ég hlakka til Menningarnætur, það verður fjör eins og endra nær.
ALExanderH
Kraftagerill
Posts: 61
Joined: 11. Mar 2015 10:32

Re: Fönkí Sömmer - Bruggað fyrir Menningarnótt 2016

Post by ALExanderH »

Hlakka til að smakka, ég skal snappa ;) #sjálfskipaðursnapparifágunar
arnthor
Villigerill
Posts: 10
Joined: 21. Aug 2015 12:42

Re: Fönkí Sömmer - Bruggað fyrir Menningarnótt 2016

Post by arnthor »

Smá forvitnisspurning.
Þú setur brett gerið á sama tíma eða á undan sacch enn purge-ar samt með co2, líklega til að minnka súrefnis magn í bjórnum og þannig edik sýru myndin frá bett-inu?
Sleppir þú þá að oxygenate-a bjórinn?
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Fönkí Sömmer - Bruggað fyrir Menningarnótt 2016

Post by æpíei »

Það er alltaf smá hætta á óæskilegri sýkingu ef gerjun er sein í gang. Ef þú setur nóg ger í virtinn og gerjun hefst innan sólarhrings er hættan óveruleg. Svona brett pakki inniheldur mjög lítið ger svo gerjun myndi varla fara af stað að einhverju ráði fyrr en eftir viku eða meira. Á meðan hangir andrúmsloft ofan á virtinum sem gæti innleitt óæskilegt sýkingu. Við góða gerjun þá er þetta loft einmitt fyrst til að fara út úr gerjunarfötunni þegar CO2 myndast því það er þyngra en andrúmsloft. Þess vegna er æskilegt að setja CO2 ofan á virtinn ef þú gerir ekki ráð fyrir að mynda nægilega mikið af því fyrstu dagana. En það er svo sem ekki 100 í hættunni ef það er ekki gert. Þetta er frískur bjór og mun drekkast hratt. Það er ólíklegt að slæm áhrif komi fram nema hann yrði geymdur því lengur.
arnthor
Villigerill
Posts: 10
Joined: 21. Aug 2015 12:42

Re: Fönkí Sömmer - Bruggað fyrir Menningarnótt 2016

Post by arnthor »

Alltaf lærir maður eithvað nýtt og þetta er áhugaverð nálgun.
Hef yfirleitt séð ráðleggingar um stóra starter-a(1-1.5 million/ml) fyrir primary eða 100% brett gerjanir til að koma í veg fyrir hvað brett vex hægt.
Held ég haldi mig samt við að nota brett í secondary, minna vesen, minni hætta á sýkingu og meiri phenol-ar hraðar.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Fönkí Sömmer - Bruggað fyrir Menningarnótt 2016

Post by hrafnkell »

arnthor wrote:Alltaf lærir maður eithvað nýtt og þetta er áhugaverð nálgun.
Hef yfirleitt séð ráðleggingar um stóra starter-a(1-1.5 million/ml) fyrir primary eða 100% brett gerjanir til að koma í veg fyrir hvað brett vex hægt.
Held ég haldi mig samt við að nota brett í secondary, minna vesen, minni hætta á sýkingu og meiri phenol-ar hraðar.
Fer bara eftir því hvað maður vill gera. Brett sem er pitchað í réttu magni og með súrefni sem primary gerill getur gefið mikinn ávaxtakeim og skemmtilegheit, mjög ólíkt horse blanket barnyard fílíngnum sem margir tengja við brett.
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Fönkí Sömmer - Bruggað fyrir Menningarnótt 2016

Post by æpíei »

Það má líka bara fara eftir leiðbeingunum og setja allt gerið á sama tíma. :)
Post Reply