Page 1 of 1

Paneer

Posted: 9. May 2009 12:22
by Korinna
Þetta er ferskur ostur, svipað og tofu eða jafnvel mossarela sem hægt er að nota í allskonar réttir. Hann er próteínríkur, nánast fítulaus og bragðlítill. Hann bráðnar ekki við notkun.


Hitið 2 lítra mjólk nánast þangað til hún fer að sjóða.
Bætið 4 msk sítrónusafa við.
Takið pottinn af hellunni, mjólkin fer að ýsta.
Hellið allt saman gegnum fíngert sígti eða klút og kreystið vökvann úr.

Því míður fær maður frekar lítið stykki úr þessu en mysan má nota í brauðgert sem ég mæli eindregið með.
Paneer geymist í nokkra daga í ísskápnum en gott er að setja hann í ílát og láta hann liggja í saltvatni.

Re: Paneer

Posted: 9. May 2009 12:35
by Stulli
Hef sálfur gert paneer nokkuð oft. Mér finnst gott að sía mysuna vel frá, skera það í bita og steikja í allskonar rétti. Gott að nota paneer í staðinn fyrir kjúkling.

Re: Paneer

Posted: 9. May 2009 14:44
by arnilong
Ég geri þetta oft og nota einmitt í stað kjúklings. Frábært í indverkan curry.

Ég þarf nú að fara að fá mér avatar....

Re: Paneer

Posted: 9. May 2009 22:50
by Andri
Ætla að testa þetta fyrst þetta er svona einfalt.
Hvað meinarðu annars með því að þetta fari að ýsta? þarf maður að hafa þetta svo í einhvern tíma í pottinum eða sigtar maður þetta strax?

Re: Paneer

Posted: 9. May 2009 23:25
by Korinna
Það ýstir strax en það er gott að hræra varlega í þessu og láta kolna í um 10 mínútur áður en maður sigtir. Takk fyrir ábendinguna :massi: