Page 1 of 1

Byrjandi - hvar fæ ég hráefni og glervörur á góðu verði ?

Posted: 1. Oct 2009 19:06
by Chewie
Sæl(ir)

Ég er lyfjafræðingur og hef verið að búa til töflur, krem og stíla en mig hefur ávallt langað til að brugga bjór og nú ætla ég að láta slag standa. Ég hef verið að lesa mig til á netinu, "How to Brew" eftir John Palmer.
Mig langar að vita hvar ég get fengið hráefnin (ger,malt,humla) og glervörur (mæla, seinni gerjunar glerflösku) á góðu verði ?

Ég vil fá hráefnin fersk, ekki í pakka eins og í Ámunni.

Með fyrirfram þökk fyrir hjálpina
Chewie

Re: Byrjandi - hvar fæ ég hráefni og glervörur á góðu verði ?

Posted: 1. Oct 2009 19:25
by Idle
Ger, malt og humla má panta frá Ölvisholti, en þá þarftu að koma þér upp aðstöðu til að meskja kornið (ef þú hefur verið að lesa Palmer, ættirðu að hafa rekist á all grain hlutann). Valgeir og Jón í Ölvisholti eru hinir mestu öðlingar, og hafa sett inn verðlista. Ferskara hráefni fáum við ekki.

Ég mæli með að versla við Vínkjallarann í Garðabæ; það getur munað frá 15% og upp í 60% á verðinu, miðað við Ámuna. Rak mig óþyrmilega á það í dag, en hafði svo sem reiknað það út áður. Ég held þó, því miður, að Vínkjallarinn sé ekki með "carboy" úr gleri, heldur einungis plastföturnar. Persónulega finnast mér þær nógu góðar, og hafa náttúrlega sína kosti og galla líkt og glerið. En þú veist líklega allt um það úr þínu starfi. :)

Ef þú ert til í að halda áfram úr töflum, kremi, stílum og bjór, þá hefði ég áhuga á ilmvötnum úr humlum og malti. :D

Re: Byrjandi - hvar fæ ég hráefni og glervörur á góðu verði ?

Posted: 1. Oct 2009 19:33
by Eyvindur
Fyrir mitt leyti vil ég benda á að secondary (sem er ekki gerjun, því hún er vanalega búin þegar maður flytur yfir) er stórlega ofmetið fyrirbæri. Það eykur sýkingarhættu, en bætir bjórinn að sáralitlu leyti. Ég er alveg hættur að nota carboy, nema þegar ég þarf að láta bjór þroskast í lengri tíma (en þá er hætta á að hann skemmist ef hann liggur á stórri gerköku) eða ef ég er hreinlega uppiskroppa með fötur. Það hefur líka komið í ljós að bjórinn þroskast hraðar ef hann fær að vera á gerkökunni í 4-5 vikur en ef maður flytur hann yfir í carboy strax að lokinni gerjun. Ég hef ekki fundið "grænt" bragð af bjór síðan ég hætti að skipta ferlinu í tvennt, og mér finnst eins og hann kolsýrist hraðar svona. Ég hef reyndar ekki rannsakað þetta, en könnun sem var gerð á vegum Brew Your Own tímaritsins og Basic Brewing hlaðvarpsins sýndu fram á svipaðar niðurstöður.

Re: Byrjandi - hvar fæ ég hráefni og glervörur á góðu verði ?

Posted: 2. Oct 2009 01:04
by kristfin
Chewie wrote: til töflur, krem og stíla en mig hefur ávallt langað til að brugga bjór og nú
amarillo stílar. það er málið

Re: Byrjandi - hvar fæ ég hráefni og glervörur á góðu verði ?

Posted: 2. Oct 2009 09:49
by Eyvindur
Eh... Þar sem humlar hafa staðdeyfandi áhrif langar mig mikið að vita hvað þú vilt gera við humlastíla.

Eða nei, annars. Mig langar alls ekki að vita það.

Re: Byrjandi - hvar fæ ég hráefni og glervörur á góðu verði ?

Posted: 2. Oct 2009 10:07
by Oli
Varðandi seinni gerjun þá er hún að sjálfsögðu frekar nauðsynleg þegar maður er að búa til lagerbjór og aðrar tegundir sem þurfa að þroskast, þar sem bjórinn getur ekki setið á gerkökunni í nokkra mánuði eins Eyvindur bendir á. Svo má líka benda á að bjórinn verður tærari ef hann fær að sitja í seinni íláti í nokkrar vikur (amk er það mín skoðun).
Tökum hveitibjór sem dæmi, þar finnst sumum best að smella beint á flöskur/kúta úr primary eftir 7 daga gerjun og fá þá svolítið mikið af geri í bjórinn, aðrir vilja kannski ekki jafnmikið af geri í hveitibjórinn og smella honum því í secondary í 1-2 vikur.
Eftir primary er áfengismagnið orðið það hátt að það er kannski ekki svakalega mikil hætta á sýkingu nema að menn séu óvarkárir.
En þetta er eins og svo margt annað í bruggheimum, það hafa allir sína skoðun á því hvernig á að gera hlutina og hver hefur sína aðferð til þess.

Re: Byrjandi - hvar fæ ég hráefni og glervörur á góðu verði ?

Posted: 2. Oct 2009 12:22
by Eyvindur
Þetta með að bjórinn verði tærari er goðsögn. Ég er eins og áður sagði hættur að nota secondary, en bjórinn minn er eftir sem áður kristaltær, og botnfallið er ekki meira en áður. Aukaefnin falla alveg jafn vel úr bjórnum þótt hann sé í sama ílátinu allan tímann.

Ég tek það fram að ég er ekki að halda fram að þetta sé eina rétta aðferðin. Hins vegar hafa tveir meðlimir hér lent í sýkingum í secondary, og eftir að ég frétti af því fór ég að endurhugsa þetta allt og hætti fljótlega alveg að nota þetta (auðvitað með undantekningum þar sem við á, eins og áður sagði). Bjórinn er tær, þroskast hratt og vel og ég hef ekki lent í neinu neikvæðu í tengslum við þetta. Það þýðir ekki að secondary sé endilega slæm hugmynd. Ég vildi bara undirstrika að ofuráhersla sú sem er víða lögð á þetta (sérstaklega á amerískum spjallborðum og í sumum bókum) er að mörgu leyti ýkt. Það er hverjum í sjálfsvald sett hvernig hann/hún hegðar þessum málum, en mér finnst líka vert að hafa í huga hverjar áhætturnar eru. Þegar gerjunin er búin er mikil sýkingarhætta, og hver yfirfærsla eykur hana umtalsvert.

FWIW

Re: Byrjandi - hvar fæ ég hráefni og glervörur á góðu verði ?

Posted: 2. Oct 2009 14:27
by Oli
Ég hef notað secondary og sett svo í corny kútana, hef ekki fengið mikið af setlagi í botninn á þeim. Maður þyrfti eiginlega að prófa þetta almennilega sjálfur og athuga hvort það sé eitthver munur. Skipta næsta bruggi í tvo skammta og setja svo annan í secondary og leyfa hinum að vera jafnlengi í primary. Smella í kúta, force carb og athuga svo hvernig þetta kemur út.
Held að þetta skipti frekar máli í kútum (force carb) en í flöskum þar sem þú færð botnfall hvort sem er ef þú ætlar að fá CO2 úr gerinu.

Re: Byrjandi - hvar fæ ég hráefni og glervörur á góðu verði ?

Posted: 6. Oct 2009 19:15
by Robert
Idle wrote:Ger, malt og humla má panta frá Ölvisholti, en þá þarftu að koma þér upp aðstöðu til að meskja kornið (ef þú hefur verið að lesa Palmer, ættirðu að hafa rekist á all grain hlutann). Valgeir og Jón í Ölvisholti eru hinir mestu öðlingar, og hafa sett inn verðlista. Ferskara hráefni fáum við ekki.

Ég mæli með að versla við Vínkjallarann í Garðabæ; það getur munað frá 15% og upp í 60% á verðinu, miðað við Ámuna. Rak mig óþyrmilega á það í dag, en hafði svo sem reiknað það út áður. Ég held þó, því miður, að Vínkjallarinn sé ekki með "carboy" úr gleri, heldur einungis plastföturnar. Persónulega finnast mér þær nógu góðar, og hafa náttúrlega sína kosti og galla líkt og glerið. En þú veist líklega allt um það úr þínu starfi. :)

Ef þú ert til í að halda áfram úr töflum, kremi, stílum og bjór, þá hefði ég áhuga á ilmvötnum úr humlum og malti. :D

vinkjallarinn er með 23L gler carboy á lægra verði en áman. Ég keypti minn hjá vinkjallaranum og er hæstánægður með gripinn.