Góðann daginn, ég er semsagt nýbyrjandi og hef alltaf verið með humlana í pokum en var ekki með poka í síðustu lögn, svo ég setti þá beint útí. Nema hvað að ég hellti svo yfir í gerjunarfötuna og gerið er farið af stað, og humlarnir með. Hvað geri ég nú ?
Ok. Hefur þetta ekki rosaleg áhrif á bragðið? sérstaklega þar sem þetta kólnaði yfir nótt, myndi maður ekki sigta þá úr þegar maður færir í gerjunarfötuna venjulega?
Sjálfur hef ég aldrei svosem pælt í því hvort þetta hafi mikil áhrif á bragð, ég hef aldrei síað humla frá og ég bara skutla þessu öllu saman út í gerjunarfötuna. Fleyti svo bara ofan af þegar ég set á secondary og passa að taka ekki of mikið trub með.
Þetta verður pottþétt eitthvað gott hjá þér, passaðu bara ef að þú ert að fleyta beint í átöppunarfötu að taka sem minnst með á milli og leyfa bjórnum að standa smá áður en þú setur í flöskurnar til að minnka humlagruggið. Ég er með kút heima sem ég er að hugsa um að farga vegna þess að ég nennti ekki að bíða og fæ ekkert nema humlasúpu þegar ég skenki mér í glas, þ.e. ef að rörið er ekki stíflað.
Herra Kristinn wrote: Ég er með kút heima sem ég er að hugsa um að farga vegna þess að ég nennti ekki að bíða og fæ ekkert nema humlasúpu þegar ég skenki mér í glas, þ.e. ef að rörið er ekki stíflað.
Er það ekki heldur drastískt? Það á að vera hægt að taka tengið og rörið af og hreinsa nokkuð auðveldlega.
Herra Kristinn wrote:Sjálfur hef ég aldrei svosem pælt í því hvort þetta hafi mikil áhrif á bragð, ég hef aldrei síað humla frá og ég bara skutla þessu öllu saman út í gerjunarfötuna. Fleyti svo bara ofan af þegar ég set á secondary og passa að taka ekki of mikið trub með.
Þetta verður pottþétt eitthvað gott hjá þér, passaðu bara ef að þú ert að fleyta beint í átöppunarfötu að taka sem minnst með á milli og leyfa bjórnum að standa smá áður en þú setur í flöskurnar til að minnka humlagruggið. Ég er með kút heima sem ég er að hugsa um að farga vegna þess að ég nennti ekki að bíða og fæ ekkert nema humlasúpu þegar ég skenki mér í glas, þ.e. ef að rörið er ekki stíflað.
það væri kannski best að hafa slönguna yfir sigti þegar ég fleyti yfir, eða hvað - myndast of mikið loft í bjórnum þá ?