Page 1 of 1

Mánaðarfundur þriðjudaginn 12. apríl á Mikkeller

Posted: 5. Apr 2016 08:44
by MargretAsgerdur
Þá er komið að því! Glöggir notendur hafa kannski tekið eftir því að viðburður var kominn í Fágunardagatalið en tilkynninguna vantaði. Flestir vita hvar Mikkeller & Friends er til húsa, en ef ekki þá er það á Hverfisgötu 12, en meðlimir Fágunar fá þar 15% af drykkjum. Allir að muna eftir skírteinunum! Verðum einnig með skírteini á staðnum fyrir þá sem eiga eftir að fá sín. Ef einhverjir eiga eftir að skrá sig þá er frábært að gera það fyrir fundinn.

En á dagskrá er margt skemmtilegt og skrítið. Hann Steini, nýr rekstrarstjóri Mikkeller, ætlar að spjalla smá við okkur um staðinn og sögu Mikkeller. Einnig verður talað um komandi Bruggkeppni. Öllum spurningum svarað og almenn kynning fyrir þá sem ekki hafa komið áður á keppnina. Ég ætla síðan að gera mína frumraun að því að halda fræðsluerindi en fyrir valinu varð kæling á virt. Helstu áherslur eru afhverju kæla virtinn, hvernig á að kæla virtinn og hvaða efni eru í virtinum við kælingu.

Hörku stuð og ég hlakka til að sjá sem flesta!