Marzen - Bjórstíll Mánaðarins 04-2016

Í þessari umræðu birtast greinar sem byggðar eru á fræðsluerindum á mánaðarfundum Fágunar. Ekki er ætlast til að hér séu settar inn spurningar eða beiðni um aðstoð. En öllum er frjálst að kommenta á greinarnar og koma með frekari fróðleik og ábendingar.
Post Reply
MargretAsgerdur
Villigerill
Posts: 41
Joined: 5. May 2015 12:15

Marzen - Bjórstíll Mánaðarins 04-2016

Post by MargretAsgerdur »

Í tilefni þess að mars skuli vera nýliðinn þá er Märzen stíll mánaðarins. Märzen er mjög sögulegur stíll og á að sjálfsögðu rætur sínar að rekja til Þýskalands. Nafnið er vitnun í sterkari mars bjór en bjórinn var síðan lageraður í köldum hellum yfir sumarið. Nútíma útgáfur af Märzen má rekja aftur til ársins 1841, þrátt fyrir að nafnið sé mun eldra. Þýska útgáfan af bjórnum var fyrst á boðstólnum á Oktoberfest árið 1872. Þar var hann til ársins 1990 þegar gyllti Festbier stíllinn tók við af honum, samt sem áður er sá stíll byggður á Märzen. Í þeim skilningi er Festbier eitt af litbrigðum Märzen, en orðið hefur líka verið notað til að tala um styrkleika bjórsins.

Í heildina er bjórinn fágaður og maltríkur þýskur amber lager, með hreinu, bragðmiklu, ristuðu og maltbrauðs tóna. Lág beiskja og þurrt eftirbragð sem ýtir undir annan drykk. Maltkeimurinn á að vera mjúkur en á sama tíma flókinn með miklu eftirbragði, án þess að það sé þungt eða yfirþyrmandi. Fyrir mér hljómar þetta mjög skemmtilegur og bragðmikill bjór án þess að vera mikið beiskur.

Helstu innihaldsefni eru mismunandi en hefðbundnar útgáfur setja áherslur á Munich maltið, eða um 50%, og auðvitað hágæða hráefni, þá sérstaklega grunnmaltið, sem er Pilsner eða Pale Malt, en ekki hvað. Decoction mesking var svo upprunalega notuð til þess að fá ríkan maltkeim í bjórinn. En þá er þykksti parturinn í meskingunni tekinn og soðinn/hitaður og síðan bætt út í aftur til að hækka hitan á meskingunni. Svo eins konar skrefa mesking með smá auka karamelliseringu á maltinu með þessari aðferð.

Helstu einkenni:
OG: 1.054 – 1.060
IBUs: 18 – 24
FG: 1.010 – 1.014
SRM: 8 – 17 (EBC 16-34)
ABV: 5.8 – 6.3%

Ég er ekki mikill uppskrifta smiður en ætla þó að henda smá uppskrift fyrir 23L. Ég kemst þó ekki strax í að setja þessa í gang en vonandi samt fljótlega svo hann komist í "kaldan helli" yfir sumarið!

2 kg Pilsner
1.5 kg Munich I
0.5 kg Caraamber
0.5 kg Munich II
10g Saaz (alpha 3.75%) & 20g Tettnang (alpha 4.5%) @ 60min, 15g Hallertau Mittelfruh @15min.
WLP820 (White Labs Oktoberfest/Marzen Lager)

Litur: 17.9 EBC (ca. 9 SRM)
Beiskja: 18.7 IBU
Est. OG: 1.054

Ég vil bara hafa hlutina einfalda og því er þessi uppskrift voðalega einföld. Ég skoðaði nokkrar uppskriftir og þar var verið að blanda Tettnang og Saaz saman svo ég ákvað að herma eftir því combó. Svo er Mittelfruh svo þýskt að það bara verður að passa, einfaldleikinn fyrir öllu! Hengi smá grein frá BYO við
Fyrrverandi forynja Fágunar
Post Reply