Að stofna brugghús

Á þessum þræði geta meðlimir spjallborðsins sett fram allt sem tengist gerjun. Ennig spurt spurninga og fengið aðstoð frá öðrum meðlimum.
Post Reply
Funkalizer
Kraftagerill
Posts: 90
Joined: 18. Jun 2013 23:02

Að stofna brugghús

Post by Funkalizer »

Jæja krakkar!

Ég þykist þess fullviss um að einhverjir notendur spjallsins hafi a.m.k leitt hugann að þvi hvað þarf að gera til að stofna sitt eigið brugghús en því hefur aldrei verið fyllilega svarað hérna hvað það er.
Einhverjir notendur hafa meira að segja gert meira en bara leitt hugann að því og tekið pælinguna alla leið.
Það getur verið að ég fari með fleipur en mér skilst að fólkið á bak við The Brothers Brewery, Hún/Hann Brugghús og Segull 67 falli inn í þennan hóp ;).

Kærir þetta fólk sig eitthvað um að ljóstra þessum leyndardómum upp?
Hvað leyfi þarf, hvað kostar o.s.frv?

Þið hin sem ekki hafa tekið þetta alla leið en vitið þó eitthvað um ferlið eruð að sjálfsögðu velkomin að tjá ykkur líka :)
einaroskarsson
Villigerill
Posts: 48
Joined: 16. Mar 2015 18:19

Re: Að stofna brugghús

Post by einaroskarsson »

Nú er ég bara leikmaður eins og þú, en hér eru nokkrar pælingar:

Hér er mjög nýtt innslag í Fréttablaðinu. Áhugaverðir punktar frá Stefáni Pálssyni sem skýtur á töluna 70.000 L/ári sem lágmark en í erlendum miðlum hef ég lesið að 3000 tunnur (nær 350.000 L) sé einhvers konar viðmið um sjálfbærni. Sem dæmi er Kaldi er með framleiðslugetu upp á 500.000 L skv. heimasíðunni þeirra.

Annar mjög góður punktur hjá Stefáni er staðsetning, en fyrir utan Hún/Hann brugghús (sem ég bíð enn spenntur eftir að sjá meira frá), þá eru öll microbrugghúsin úti á landi - Ölvisholt, Skagafjörður, Árskógssandi, Siglufjörður, Vestmannaeyjar og Borgarnes. Þannig nærðu strax ákveðinni sérstöðu og hugsanlega fastan kúnnahóp (heimamenn), auk þess sem túristar vilja alltaf smakka eitthvað local. Auk þess ætti fermetraverðið að vera nokkuð hagstæðara úti á landi.

Ég hef ekki lagst í mikla rannsóknarvinnu á markaðnum hér heima, en það er ekkert leyndarmál að Ölgerðin og Vífilfell halda veitingabransanum í ákveðnni gíslingu. Bjóða þeim afnot af ísskápum, dælum o.fl. dýrum græjum gegn því að selja einungis þeirra eigin vörur. Til að koma vörum sínum á framfæri í bænum þurftu bæði Kaldi og Gæðingur að opna sína eigin bari. Tengingin hjá BB við Einsa kalda er því algjör snilld og ég myndi segja ákveðin forsenda þess að dæmið gangi upp.

Regluverkið hjá ÁTVR um sölu á nýjum bjórum er erfið, bjórinn fer í tilraunasölu í ákveðnum verslunum í ákveðinn tíma og þarf að standast fyrirfram gefin viðmið um sölutölur til að hann sé tekinn í almenna sölu. Þetta ýtir undir vægi sölunnar á börum/veitingahúsum að mínu mati.

Hvað varðar regluverkið þá er ég ekki rétti maðurinn til að tjá sig en í viðtali við BB í Eyjum sögðu þeir að þetta hefði verið langt og erfitt ferli.

Það er nokkuð ljóst að brjálæður áhugi á góðum bjór er forsenda þess að opna gott brugghús en áhuginn einn og sér mun aðeins skila manni svo og svo langt. Viðskiptaáætlunin/bókhaldið verður að vera "solid" líka svo að þetta komi út réttum megin við núllið en ég hugsa að flest brugghús skili ekki hagnaði fyrstu árin. Maður hefur heyrt því fleygt fram að vel rekið veitingahús byrji að skila arði eftir 7 ár.

En ég vil ekki draga úr þér eða neinum öðrum, þetta hefur verið gert áður og er að gerast í rauntíma!
Funkalizer
Kraftagerill
Posts: 90
Joined: 18. Jun 2013 23:02

Re: Að stofna brugghús

Post by Funkalizer »

Takk fyrir innleggið Einar.

Ég var bæði búinn að sjá bæði Fréttablaðið og Eyjafréttir og það voru þessar fréttir sem triggeruðu þessa fyrirspurn.
Forvitninnar vegna langar mig að vita þetta án einhverra stórkostlegra pælinga um að gerast "pro".
Það er bara svo erfitt að finna eitthvað efni yfir þetta.
Ég hef fundið vísbendingar um að eitthvað eigi að finnast á vef Ríkislögreglustjóra um hvað þarf til en hingað til hef ég ekki orðið mikils uppvísari.

Og það sem mig langar að vita er, eins og áður sagði, hvað kostar leyfisferlið?, hvaða leyfi þarf að sækja um og hjá hverjum?
Eitthvað annað?
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Að stofna brugghús

Post by æpíei »

Hef heyrt að þú þarft að hafa fyrirtæki (ehf) með VSK númeri til að byrja með. Það eitt og sér kostar ekki mikið. Hlutaféð getur komið í öðru formi en innborgun í krónum. En þú vilt líklega hafa nokkrar milljónir í upphafi því tækin, uppsetning, húsaleiga og annað er ekki gefins.

Þegar það er komið þarftu leyfi frá Ríkislögreglustjóra, sbr. http://www.reglugerd.is/reglugerdir/allar/nr/828-2005 Finnst líklegt að það sé eitthvað smáræðis gjald fyrir umsókn en þeir eru held ég ekki svo mikið að spá í öðrum hlutum en hvort þú sért með löglegt fyrirtæki, athuga sakaskrá og slíkt. Væntanlega þarftu svo líka að votta að þú gerir þér grein fyrir skyldum um skil á áfengisgjaldi. Skilst að það þurfi að skila því hálfsmánaðarlega á það áfengi sem þú framleiddir sl. 2 vikur, óháð því hvort búið er að selja það. Þannig að þú þarft að reikna með að leggja slatta út fyrir því í upphafi starfssemi.

Svo finnst mér líklegt að það þurfi heimsókn frá fulltrúa Matvælastofnunar að taka út aðstöðuna. http://www.mast.is/matvaeli/starfsleyfi ... amleidsla/ Fer eftir því hvar á landinu þú ert hvað felst í því. Í Reykjavík er það Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur sem gefur út starfsleyfi fyrir fyrirtæki í matvælaiðnaði, og þar með líklega líka brugghús http://eldri.reykjavik.is/desktopdefaul ... view-2807/

Hér er t.d. gjaldskrá frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands http://www.stjornartidindi.is/Advert.as ... 536be5c52d Þar kemur fram að starfsleyfisumsókn eru 2 tímagjöld og húsnæðisskoðun er 4 tímagjöld. Tíminn er á 10.700 kr. Það má ætla að önnur eftirlit séu með svipaða gjaldskrá. Svo er bara spurning hversu margar heimsóknir og umsóknir þarf til að uppfylla öll skilyrði.

Ef þú svo ætlar að vera með brewpub þá geri ég ráð fyrir að ofan á allt saman þurfir þú að gangast undir reglugerðir um veitingahús í því sveitarfélagi sem þú starfar. En það er kannski annað mál.

Í stuttu máli, ég held að þetta sé ekki dýrt ferli, en það getur kostað nokkrar umsóknir, tíma og slíkt. Þá er ótalinn óbeinn kostnaður sem opinberir aðilar leggja á með ýmsum kröfum, svo sem um fjölda vaska, niðurfalla og annan frágang í sal, hreinlæti og annað.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Að stofna brugghús

Post by hrafnkell »

Iðnaðarleyfið hjá sýslumanni kostar ~200k, heilbrigðiseftirlit <100k. Svo þarf að láta skattinn vita af átöppunardögum með ákveðnum fyrirvara svo þeir geti ákveðið og kíkja við ef þeir vilja.

Veit ekki hvort það sé líka heimsókn frá skattinum til að samþykkja mælitækin sem eru notuð við sköttun á áfenginu.

Flest annað sýnist mér vera coverað ágætlega hérna.
Herra Kristinn
Kraftagerill
Posts: 55
Joined: 21. Apr 2015 10:08
Location: Hafnarfjörður

Re: Að stofna brugghús

Post by Herra Kristinn »

Það sem hefur vafist mest fyrir mér í þessu öllu saman er hvað maður þarf að hafa varðandi aðstöðu til að uppfylla skilyrðin. Það gagnast manni lítið að fá heilbrigðiseftirlitið í heimsókn ef maður er að sýna þeim eldhúsið heima hjá sér, það þarf væntanlega að uppfylla einhver skilyrði.

Annað sem vafðist fyrir mér þegar ég var að skoða þetta er hvernig áfengisgjaldið er reiknað út. Ég las einhvern ægilegan texta sem útskýrði þetta allt saman en hann var bara á útlensku (lögfræðimáli) og því skildi ég þetta ekki, enda ekki mjög fær á þessu sviði. Er einhver sem getur útskýrt hvernig þetta er reiknað og gefið dæmi um kostnað?

Þetta með iðnaðarleyfið, það var að mig minnir 100k til að fá það útgefið og það gildir í ár, þegar það er endurnýjað kostar það aðrar 100k og þá er það gefið út ótímabundið, ef ég man rétt.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Að stofna brugghús

Post by hrafnkell »

Herra Kristinn wrote:Það sem hefur vafist mest fyrir mér í þessu öllu saman er hvað maður þarf að hafa varðandi aðstöðu til að uppfylla skilyrðin. Það gagnast manni lítið að fá heilbrigðiseftirlitið í heimsókn ef maður er að sýna þeim eldhúsið heima hjá sér, það þarf væntanlega að uppfylla einhver skilyrði.
Best að ræða við heilbrigðiseftirlitið um hvað þarf að gera til að fá samþykkt. Ég fékk tvær heimsóknir þegar ég fékk leyfi fyrir brew.is - Fyrsta var bara til að fara yfir hvað ég þyrfti að gera til að fá leyfi, og næsta var úttektin. Það kostaði eitthvað um 70.000kr. Svipað þyrfti með brugghús, nema einhverjar aðrar áherslur sennilega. Ef það eru athugasemdir í úttektinni, þá gæti þurft að taka aftur út, sem kostar augljóslega aukalega. Heilbrigðiseftirlitið var mjög hjálplegt og engin leiðindi eða vesen þar. Bara ákveðnar reglur sem þarf að uppfylla. Það er ekki til neinn checklisti eða neitt svoleiðis, eða var amk ekki þegar ég stóð í þessu.
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Að stofna brugghús

Post by helgibelgi »

Herra Kristinn wrote:Það sem hefur vafist mest fyrir mér í þessu öllu saman er hvað maður þarf að hafa varðandi aðstöðu til að uppfylla skilyrðin. Það gagnast manni lítið að fá heilbrigðiseftirlitið í heimsókn ef maður er að sýna þeim eldhúsið heima hjá sér, það þarf væntanlega að uppfylla einhver skilyrði.

Annað sem vafðist fyrir mér þegar ég var að skoða þetta er hvernig áfengisgjaldið er reiknað út. Ég las einhvern ægilegan texta sem útskýrði þetta allt saman en hann var bara á útlensku (lögfræðimáli) og því skildi ég þetta ekki, enda ekki mjög fær á þessu sviði. Er einhver sem getur útskýrt hvernig þetta er reiknað og gefið dæmi um kostnað?

Þetta með iðnaðarleyfið, það var að mig minnir 100k til að fá það útgefið og það gildir í ár, þegar það er endurnýjað kostar það aðrar 100k og þá er það gefið út ótímabundið, ef ég man rétt.
Hér fann ég hvað áfengisgjaldið er http://skattalagasafn.is/?log=96.1995.1&tab=2

Sem sagt 112 kr (eins og er) á hvern sentilítra af áfengi yfir 2,25%. Fyrir einn lítra af 5% bjór ertu þá með 2,75 sentilítra sem þarf að borga fyrir eða 308 kr. Það samsvarar 154 kr á 500ml og 102,6 kr fyrir 330ml ca. Þannig skil ég þetta að minnsta kosti.
hilmar
Villigerill
Posts: 2
Joined: 25. Jan 2013 16:31
Location: Selfoss

Re: Að stofna brugghús

Post by hilmar »

Er ekki gerð krafa um einhverja ákveðna menntun til þess að fá leyfi? T.d Mjólkurfræðingur eða bruggmeistari eða eithvað svoleiðis?
Funkalizer
Kraftagerill
Posts: 90
Joined: 18. Jun 2013 23:02

Re: Að stofna brugghús

Post by Funkalizer »

hilmar wrote:Er ekki gerð krafa um einhverja ákveðna menntun til þess að fá leyfi? T.d Mjólkurfræðingur eða bruggmeistari eða eithvað svoleiðis?
Mér skilst að Bruggmeistari sé ekki lögverndað starfheiti á Íslandi...


... ennþá
Kornráð
Villigerill
Posts: 40
Joined: 5. Aug 2014 21:32

Re: Að stofna brugghús

Post by Kornráð »

Stofna Ehf. 500.000, mínus stofnkostnað
Iðnaðarleyfi ca 200.000
Framleiðslu leyfi(skilirði að hafa iðnaðarleyfi fyrir útgáfu framl.leyfis) ca 150.000-200.000
Úttekt hjá matvælastofnun. minnir að þeir taki ekkert fyrir úttekt, gæti skjátlast.

Matvælaviðurkennt iðnaðarhúsnæði (má ekki vera í íbúðarbyggð skm lögum)
- Sér aðstæða vinnslufólks (skipti rími, wc, sturta)
- Sér aðstæða skrifstofufólks (má ekki vera það sama og fyrir vinnslu)
- Ræsti aðstæða, lokaður skápur fyrir hreinsiefni, vaskur, ofl.
- meindýra varnir, f/mís og rottur, flugur.

Svo þarf að kíkja á tæki
- 600L conical gerjunar tankur frá kína 304SS stk á ca 800.000
- Meskipottur... já
- Þvottavél fyrir flöskur
- átöppunar vél
- tappa vél
- álímingar vél 300.000 (semi auto) ca 2.000.000 fyrir sjálfivrkar
- færiband, fer eftir uppsettningu - 500.000-2.000.000

2-3 starfsmenn með 5-7.000.000 í laun hver (plús tryggingargjald ofl.) á ári.

eflaust hægt að gera sæmilega aðstöðu fyrir 30-50.000.000 - til að byrja með. OG það er ekki byrjað að leggja í fyrstu lögn einusinni!


Byrja að safna? ;)
Post Reply