Um heimasíðu Fágunar

Á þessum þræði geta meðlimir spjallborðsins sett fram allt sem tengist gerjun. Ennig spurt spurninga og fengið aðstoð frá öðrum meðlimum.
Post Reply
User avatar
Ernir
Villigerill
Posts: 5
Joined: 9. Apr 2014 11:43

Um heimasíðu Fágunar

Post by Ernir »

Sælt veri fólkið!

Ég er meðal þeirra sem hefur verið að brasa við að smíða nýja heimasíðu fyrir félagið.

Eins og fram kom á aðalfundinum föstudaginn 5. febrúar, þá er tilraunasíða komin í loftið, tilbúin til skoðunar. Sem stendur er hún aðgengileg á http://fagun.herokuapp.com/.

Nokkur vinna er framundan áður en síðan verður virkjuð opinberlega, sem væri mjög gott að fá annað félagsfólk til að taka þátt í. Hugmyndir eru vel þegnar á þessum tímapunkti, sem og öll hjálp við hönnun og forritun (Python/Django kóðann má sjá á https://github.com/Ernir/fagun.is). Endilega segið hvað ykkur finnst!

PS: Til að fyrirbyggja allan misskilning: ekki stendur til að loka spjallborðinu, þessi síða yrði til viðbótar. ;)

PS2: Póstlistaskráningin er ekki virk á tilraunasíðunni, takkinn er enn "for show".
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Um heimasíðu Fágunar

Post by helgibelgi »

Mér líst vel á þetta!

Þetta er svipað og hugmynd sem ég kom með þegar ég sat síðast í stjórn, en ekkert varð svo úr. Ánægður að sjá þetta verða að veruleika.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Um heimasíðu Fágunar

Post by hrafnkell »

Þetta er góð byrjun. Væri gaman að sjá nýja spjallþræði á forsíðunni til dæmis, og hafa spjallið aðein greinilegra.

Sé til hvort ég geri pull request, langt síðan ég notaði django og leiddist það gríðarlega þegar ég gerði það síðast :)
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Um heimasíðu Fágunar

Post by æpíei »

Akkúrat Hrafnkell. Það virðist vera vandamál með phpBB að geta sýnt nýja spajllþræði þarna á forsíðunni. Einnig þyrfti spjallið að falla betur að síðunni þannig að hausinn fylgi, svo það sé ekki eins og þú sért kominn á nýja síðu. Það sem mun gerast er að fólk bókmerkir "Show new posts" á spjallinu og fer framhjá forsíðunni.

Það má alveg skoða að flytja spjallið í annað kerfi. Við eigum leyfi fyrir vBulletin, en kannski eru önnur kerfi til sem henta jafn vel.

Þá minntist Gummi kalli á að til væru uppskriftar kerfi sem mætti fella inn. Það mætti td athuga með þetta hér?
http://fagun.is/viewtopic.php?f=14&t=3572
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Um heimasíðu Fágunar

Post by hrafnkell »

æpíei wrote:Akkúrat Hrafnkell. Það virðist vera vandamál með phpBB að geta sýnt nýja spajllþræði þarna á forsíðunni. Einnig þyrfti spjallið að falla betur að síðunni þannig að hausinn fylgi, svo það sé ekki eins og þú sért kominn á nýja síðu. Það sem mun gerast er að fólk bókmerkir "Show new posts" á spjallinu og fer framhjá forsíðunni.

Það má alveg skoða að flytja spjallið í annað kerfi. Við eigum leyfi fyrir vBulletin, en kannski eru önnur kerfi til sem henta jafn vel.
Það er amk ekkert meira mál að sækja pósta í phpbb en vb. Amk algjör óþarfi að flytja milli kerfa bara út af því.

Það var forsíða hérna fyrir einhverjum árum, en hún var lítið uppfærð og ekkert notuð. Spurning hvort það ætti ekki að hafa spjallið í algjörum forgrunni á forsíðunni (new posts), en kannski einhver aukagögn líka sem taka minna pláss. Það er auðveldara að treysta á reglulegar uppfærslur á spjallinu en bloggpóstum, uppskriftum og wiki greinum :)
User avatar
Ernir
Villigerill
Posts: 5
Joined: 9. Apr 2014 11:43

Re: Um heimasíðu Fágunar

Post by Ernir »

Það er ekki ómögulegt að sýna nöfn á nýlegum þráðum, bara smá vinna sem ég (eða einhver) þyrfti að finna mér kvöld í.

En það er klárlega eftirspurn eftir þessu. Ég er búinn að setja það á todo-listann ( sjá https://github.com/Ernir/fagun.is/issues/1 ) ásamt hugmynd um hvernig mætti mögulega útfæra þetta. Það má líka prófa eitthvað af phpBB wiki-síðunni ( sjá https://wiki.phpbb.com/Practical.Displa ... rnal_pages).
Hrafnkell wrote:Sé til hvort ég geri pull request
Ég bíð bara spenntur. ;)
æpíei wrote:Það má alveg skoða að flytja spjallið í annað kerfi. Við eigum leyfi fyrir vBulletin, en kannski eru önnur kerfi til sem henta jafn vel.
vBulletin og phpBB eru tiltölulega keimlík kerfi.

Svo það sé uppi á borðinu - við Hrefna athuguðum með sjálfvirkar yfirfærslur yfir í vBulletin, vegna þess akkúrat að það er algjör synd að nýta ekki leyfið sem fyrir liggur. En svona í stuttu máli, þá gekk það illa. Stuðningurinn við þessa gerð millifærslu virðist vera tiltölulega takmarkaður, sér í lagi þá er vBulletin hætt að styðja sérstaklega við þetta.

Heitu nöfnin í forum-heimum þessa dagana eru Discourse og NodeBB, eftir því sem ég kemst næst. Það eru næstu valkostir sem ég myndi skoða.
Hrafnkell wrote:Það var forsíða hérna fyrir einhverjum árum, en hún var lítið uppfærð og ekkert notuð. Spurning hvort það ætti ekki að hafa spjallið í algjörum forgrunni á forsíðunni (new posts), en kannski einhver aukagögn líka sem taka minna pláss.
æpíei wrote:Einnig þyrfti spjallið að falla betur að síðunni þannig að hausinn fylgi, svo það sé ekki eins og þú sért kominn á nýja síðu. Það sem mun gerast er að fólk bókmerkir "Show new posts" á spjallinu og fer framhjá forsíðunni.
Hmm.

Ég verð að segja, að ég held að það sé algjörlega borin von að reyna að beina notendum sem vilja bara nota spjallborðið inn á einhvers konar aðalsíðu. Það er hægt að bookmarka "new posts", svo fastir notendur sem vilja sjá nýja pósta munu bara gera það, sama hversu næs aðalsíðan verður.

Ég myndi frekar leggja til vefstefnu sem væri á þá leið að aðalsíðan væri nothæf til þess að kynna félagið út á við og geyma efni sem á ekki skilið að týnast. Hlutverk "new posts widget" á forsíðunni væri þá helst að benda nýjum meðlimum á hvar spjallborðið væri að finna, og (út frá dagsetningum) sýna gestum að starfsemi félagsins liggur ekki niðri.

Hvað varðar það að breyta útliti spjallborðsins svo að það líti meira út eins og partur af síðunni - hér verð ég að viðurkenna að ég veit ekki hvernig ég ætti að svo mikið sem byrja á því! Það er greinilega hægt (einhverjar heimasmíðaðar breytingar höfðu verið gerðar á gömlu síðunni), en ég virkilega veit ekki hvernig ég ætti að fara að því.
æpíei wrote:Þá minntist Gummi kalli á að til væru uppskriftar kerfi sem mætti fella inn. Það mætti td athuga með þetta hér?
viewtopic.php?f=14&t=3572
Það er bara gott mál. Örstutt gúgl bendir til þess að þetta sé hægt í Javascript, sem er nokkuð sama um undirliggjandi kerfi. Herra Kristinn, ert þú hér?
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Um heimasíðu Fágunar

Post by æpíei »

Ég sé fyrir mér að síðan verði meiri heldur en bara spjallborðið. Hún á að þjóna sem vettvangur fyrir þekkingu og fræðslu, bæði um félagið en einnig fróðleiks til meðlima. Þannig að ég er ekki sammála að forsíðan eigi bara að vera fyrsta stopp fyrir nýja meðlimi og meðlimir svo eftir það fari eingöngu á spjallborðið. Þess vegna er mikilvægt að forsíðan verði svona nokkurs konar mælaborð (dashboard). Þú sérð þar á einu bretti:

- nýjir póstar á spjallþræði, sem þú hefur ekki séð áður. Það má gera ráð fyrir að það séu 2-5 nýjir þræðir eða svör við eldri þræði á degi hverjum m.v. núverandi notkun
- nýjar fréttir frá félagin. Það má kannski ætla að þær verði ein á viku
- nýjar fræðslugreinar frá félagsmönnum eða öðrum. Má miða við eina á mánuði
- nýjar uppskriftir. Með uppskrifavef þar sem notendur geta sjálfir sent inn uppskriftir, spjallað um þær og rætt, þá opnast hér mjög skemmtilegur vettvangur. Kerfi eins og HerraKrsitinn gerði væri upplagt til þessa.

Eins og Hrafnkell benti á þá var þetta reynt en reynslan var sú að þar sem allt aktivitet var á spjallinu þá fór fólk framhjá forsíðunni og beint á "Nýtt síðan síðast" á sjallinu. Forsíðan var þar með sjálfdauð. Því má það ekki gerast aftur. Það þarf allt að vera það aðgengilegt og þú átt alltaf að geta komist þangað aftur úr spjallinu.
User avatar
gosi
Gáfnagerill
Posts: 254
Joined: 9. Oct 2009 20:32

Re: Um heimasíðu Fágunar

Post by gosi »

Svo er líka til FlaskBB fyrir þá sem fíla Flask meira en Django

Búnaðurinn: 33L stálpottur, 3500W, kælispírall, humlakönguló, BIAB poki, Stýribox og 12v dæla.

Bruggað áður: 2xBeeCave, 2xBrúðkaupsöl, 2xCentennial Blonde, Hvítur Sloppur, DrSmurto's Golden Ale, 2xVienna Simcoe SMASH, 20L StarterKölsch,Neals Kölsch
Í gerjun:
Á flöskum:
Á kút:
User avatar
gosi
Gáfnagerill
Posts: 254
Joined: 9. Oct 2009 20:32

Re: Um heimasíðu Fágunar

Post by gosi »

Á facebook eru menn að tala um #alltaðgerjast hastagið. Væri ekki hægt að birta kannski myndir frá instagram eða facebook, kannski 10 nýjustu eða eitthvað.

Búnaðurinn: 33L stálpottur, 3500W, kælispírall, humlakönguló, BIAB poki, Stýribox og 12v dæla.

Bruggað áður: 2xBeeCave, 2xBrúðkaupsöl, 2xCentennial Blonde, Hvítur Sloppur, DrSmurto's Golden Ale, 2xVienna Simcoe SMASH, 20L StarterKölsch,Neals Kölsch
Í gerjun:
Á flöskum:
Á kút:
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Um heimasíðu Fágunar

Post by Eyvindur »

æpíei wrote:Ég sé fyrir mér að síðan verði meiri heldur en bara spjallborðið. Hún á að þjóna sem vettvangur fyrir þekkingu og fræðslu, bæði um félagið en einnig fróðleiks til meðlima. Þannig að ég er ekki sammála að forsíðan eigi bara að vera fyrsta stopp fyrir nýja meðlimi og meðlimir svo eftir það fari eingöngu á spjallborðið. Þess vegna er mikilvægt að forsíðan verði svona nokkurs konar mælaborð (dashboard). Þú sérð þar á einu bretti:

- nýjir póstar á spjallþræði, sem þú hefur ekki séð áður. Það má gera ráð fyrir að það séu 2-5 nýjir þræðir eða svör við eldri þræði á degi hverjum m.v. núverandi notkun
- nýjar fréttir frá félagin. Það má kannski ætla að þær verði ein á viku
- nýjar fræðslugreinar frá félagsmönnum eða öðrum. Má miða við eina á mánuði
- nýjar uppskriftir. Með uppskrifavef þar sem notendur geta sjálfir sent inn uppskriftir, spjallað um þær og rætt, þá opnast hér mjög skemmtilegur vettvangur. Kerfi eins og HerraKrsitinn gerði væri upplagt til þessa.

Eins og Hrafnkell benti á þá var þetta reynt en reynslan var sú að þar sem allt aktivitet var á spjallinu þá fór fólk framhjá forsíðunni og beint á "Nýtt síðan síðast" á sjallinu. Forsíðan var þar með sjálfdauð. Því má það ekki gerast aftur. Það þarf allt að vera það aðgengilegt og þú átt alltaf að geta komist þangað aftur úr spjallinu.
Þetta finnst mér hljóma mjög skynsamlega. Ef ég sæi óséða pósta á forsíðu myndi ég frekar fara þangað en beint inn á spjallborðið, og þá myndi ég sjá allt hitt.

Ég hef svo reyndar lengi talað fyrir því að það ætti að koma upp hliðardálki á spjallið, þar sem hægt væri að auglýsa viðburði, birta fréttir, nýjustu fræðigreinar, o.s.frv., fyrir þá sem munu áfram fara beint inn á spjallborðið.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Ernir
Villigerill
Posts: 5
Joined: 9. Apr 2014 11:43

Re: Um heimasíðu Fágunar

Post by Ernir »

Það má allavega stefna að því að það sé hægt að nálgast sem mest af virkninni á forsíðunni, með það fyrir augum að hægt sé að nota hana í daglegt basl.

Pointið er alls ekki að ég hafi ekki áhuga á að hafa síðuna nothæfa fyrir alla - bara að við þurfum að gera þetta helvíti vel ef okkur á að takast að lokka gamla hunda yfir.
gosi wrote:Svo er líka til FlaskBB fyrir þá sem fíla Flask meira en Django
Jájá, nóg af möguleikum (og FlaskBB lítur nú bara krúttlega út).

Eina spurningin er hvort það sé mögulegt að færa gögnin á milli kerfanna svo vel sé.
gosi wrote:Á facebook eru menn að tala um #alltaðgerjast hastagið. Væri ekki hægt að birta kannski myndir frá instagram eða facebook, kannski 10 nýjustu eða eitthvað.
Næs hugmynd!

Það er hægt að birta svona feed, í það minnsta af Instagram og Twitter. Facebook er lokaðra, virðist ekki vera hægt að embedda feed þaðan (skv. örstuttu gúgli).

Síðan er bara spurning hvar á síðunni feedin ættu að vera, pláss á forsíðunni er af frekar skornum skammti. En það er klárlega hægt að vinna með þessa hugmynd.
æpíei wrote:nýjir póstar á spjallþræði, sem þú hefur ekki séð áður.
Eyvindur wrote:Ef ég sæi óséða pósta á forsíðu myndi ég frekar fara þangað en beint inn á spjallborðið, og þá myndi ég sjá allt hitt.
Ég verð að stoppa og benda á eitt leiðinlegt. Þegar ég segi að það sé hægt að búa til yfirlit yfir "nýja pósta" (eða "nýja þræði"), þá meina ég þá þræði sem eru nýir á spjallborðinu sem heild, ekki óséða pósta per notanda.

Málið er að spjalllborðið, líkt og önnur svona tilbúin kerfi, er gætt ákveðnu sjálfstæði. Það að tengja notendakerfið á annarri vefsíðu við login-kerfið á spjallborðinu er stærra mál heldur en það kann að hljóma (sem sagt, ég sé ekki í hendi mér snuðrulausa leið til að láta vefsíðuna vita hver þú ert). Svo að minnsta kosti til að byrja með myndi ég stefna á hitt.

Ef einhver forritari hérna kann trix til að deila session-um eða á annan hátt samkeyra login-kerfin, endilega látið í ykkur heyra. Mín besta hugmynd enn sem komið er að bera saman email-addressur í gagnagrunnunum. =/
Eyvindur wrote:Ég hef svo reyndar lengi talað fyrir því að það ætti að koma upp hliðardálki á spjallið, þar sem hægt væri að auglýsa viðburði, birta fréttir, nýjustu fræðigreinar, o.s.frv., fyrir þá sem munu áfram fara beint inn á spjallborðið.
Hljómar sniðugt og gerlegt - en eins og ég nefndi, þá veit ég persónulega ekki hvernig maður fer að því að hræra í lúkkinu á spjallborðinu. En ef einhver þorir að fikta, þá styð ég það fullkomlega.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Um heimasíðu Fágunar

Post by Eyvindur »

Ernir wrote:
Eyvindur wrote:Ég hef svo reyndar lengi talað fyrir því að það ætti að koma upp hliðardálki á spjallið, þar sem hægt væri að auglýsa viðburði, birta fréttir, nýjustu fræðigreinar, o.s.frv., fyrir þá sem munu áfram fara beint inn á spjallborðið.
Hljómar sniðugt og gerlegt - en eins og ég nefndi, þá veit ég persónulega ekki hvernig maður fer að því að hræra í lúkkinu á spjallborðinu. En ef einhver þorir að fikta, þá styð ég það fullkomlega.
Það eru til tilbúin template fyrir phpBB sem styðja svona. Líklega einfaldasta leiðin. Staðir eins og Rockettheme og fleiri eru með allskonar lausnir sem geta eflaust virkað vel.

Ef það er ekki hægt að hafa forsíðuna með óséðum póstum myndi ég segja að þetta væri eini vitið, til að nýta síðuna betur fyrir þá sem koma beint inn á spjallið. Semsagt að koma megninu af því sem fer á forsíðuna í dálk á spjallborðinu líka, þannig að tilkynningar, fréttir, greinar, hashtögg og fleira gott stöff sé ekki einskorðað við forsíðu sem ekki allir sjá, heldur sé líka fyrir augunum á manni á spjallinu. Ég held reyndar að þetta sé forsenda þess að forsíðan sé ekki bara fyrir nýja gesti, ef það er ekki hægt að hafa forsíðuna sem einhverskonar dashboard.

Annars hef ég séð Wordpress membership síður með spjallborðum þar sem maður þarf bara að logga sig inn einu sinni til að komast í alla virkni - bæði spjallborð og aðrar, læstar síður. Það er væntanlega einhvers konar membership site plugin sem er svo samkeyrt við eitthvað Wordpress BB. En ég þekki það ekki nógu vel.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Um heimasíðu Fágunar

Post by æpíei »

Eyvindur wrote: Annars hef ég séð Wordpress membership síður með spjallborðum þar sem maður þarf bara að logga sig inn einu sinni til að komast í alla virkni - bæði spjallborð og aðrar, læstar síður. Það er væntanlega einhvers konar membership site plugin sem er svo samkeyrt við eitthvað Wordpress BB. En ég þekki það ekki nógu vel.
Gæti verið þetta hér https://wordpress.org/plugins/website-toolbox-forums/

Segir ekkert um hvort hægt sé að flytja phpBB forum yfir í þetta. Svo virðist það líka ekki vera ókeypis.
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Um heimasíðu Fágunar

Post by æpíei »

Við eigum leyfi á vBulletin kerfið. Það er m.a. notað af homebrewtalk, sbr. http://builtwith.com/homebrewtalk.com

Ef ég skil það rétt er vBulletin bæði wiki og spjallkerfi saman í einu kerfi. Þannig er auðvelt að tengja þetta tvennt saman. Á forsíðu eru nýjustu greinar í lista vinstra megin og svo er rammi á hægri hlið með nýjustu spjallþráðum. Þannig að vBulletin væri ágætis lausn ef það finnst leið til að flytja spjallið á milli, sem hefur verið vandamál hingað til.

Svo er hitt hversu auðvelt er að stilla af vBulletin til að gera ýmsa flóknari hluti. Eitt sem mér líkar mjög vel við í tillögu Ernis og Hrefnu er að þessi lausn skalast til eftir stærð á skjá. Þannig nýtir hún skjáinn best hvort heldur á síma, spjaldtölvu og stærri skjám. phpBB spjallkerfið okkar skalast ekki svona og Homebrewtalk á vBulletin ekki heldur.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Um heimasíðu Fágunar

Post by hrafnkell »

Á móti kemur að vbulletin kostar, og kostar reglulega til að fá uppfærslur. Ég er ekki viss um að það sé eitthvað í vbulletin sem er ekki hægt að fá í ókeypis kerfum...
Herra Kristinn
Kraftagerill
Posts: 55
Joined: 21. Apr 2015 10:08
Location: Hafnarfjörður

Re: Um heimasíðu Fágunar

Post by Herra Kristinn »

SMF og Mediawiki virka vel saman ef menn eru að leita að spjallborði og Wiki með SSO.

Það má böndla það með t.d. tinyportal http://www.tinyportal.net/ eða álíka dóti sem að gengur með wordpress,

http://www.simplemachines.org/community ... c=143534.0

Svo má ekki gleyma að uppskriftakerfið er bara wordpress plugin og ef það er hægt að SSO'a þetta allt saman þá er einfalt að stýra því.
Post Reply