Undirbúningur fyrir Bjórgerðarkeppni 2016 er hafinn

Upplýsingar um viðburði og tilkynningar frá stjórn Fágunar
Post Reply
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Undirbúningur fyrir Bjórgerðarkeppni 2016 er hafinn

Post by æpíei »

Undirbúningur fyrir Bjórgerðarkeppni 2016 er hafinn. Stefnt er að því að halda keppnina kringum mánaðarmótin apríl/maí eins og í fyrra.

Eins og komið hefur fram er sérflokkurinn þetta ár allir villigerjaðir bjórar, súrir, brettaðir o.s.frv. Til athugunar er að hafa annan sérflokk einnig, auk minni og stærri (>1,060) eins og áður.

Enn er laust pláss í keppnisnefnd. Vinsamlegast látið vita sem fyrst ef þið viljið vera með í því. Fyrsti fundur keppnisnefndar verður haldinn í næstu viku.

Endilega setjið líka inn athugasemdir og ábendingar til keppnisnefndar hér að neðan, eða sendið okkur póst á fagun {hjá] fagun.is
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Undirbúningur fyrir Bjórgerðarkeppni 2016 er hafinn

Post by æpíei »

Þrír aðilar hafa nú gengið í keppnisnefnd, þeir Guðjón, Helgi og Björn. Auk þeirra er Sigurður formaður Fágunar 2015 nefndinni til aðstoðar. Formaður dómnefndar verður sem fyrr Valgeir frá Borg.

Fyrsti fundur þessa hóps var í gær. Nokkur atriði voru rædd og ákveðin.

Innsendum bjór verður skipt upp í 3 flokka:

- Fyrsti flokkur eru villigerjaðir bjórar, þ.e. allir bjórar sem nota örverur aðrar en hefðbundnar sem fást úr geri. Allir súrir bjórar, brettaðir, súrmeskjaðir eða hvað annað sem telst ekki hefðbundið í þessum skilningi, falla undir þennan flokk.

- Annar flokkur eru IPA bjórar, hvort heldur hefðbundnir vesturstrandar IPA, rúg, hvítir, svartir eða belgískir o.s.frv.

- Þriðji flokkur eru allir aðrir bjórar.

Dómnefnd áskilur sér rétt til að hliðra þessum flokkum til eftir fjölda og tegundum innsendinga, eða bæta við fjórða flokki ef ástæða er til.

Stefnt er að því að félagsmenn Fágunar fái tvær innsendingar ókeypis, svo framarlega sem þær eru í ólíkum flokki. Engin takmörk verða á fjölda innsendinga sé greitt fyrir auka innsendingar.

Ákveðið var að einfalda dómarablaðið. Í ár verður dæmt eftir þremur þáttum: útliti/lykt (20%), bragði/áferð (40%) og heildarmati (40%). Er þetta gert til að einfalda dómaraprósessinn sem væntanlega leiðir til skilvirkari niðurstöðu og betri "feedbacki" til keppenda.

Keppendur skulu tilgreina tegund bjórsins. Það má vísa í BJCP stílana eða nota greinargóða skýringu, t.d. "þýskur hveitibjór", "imperial stout", "svartur IPA" o.s.frv. Ef bjór er byggður á stíl en útfærður frekar skal það tekið fram, t.d. "þurrhumlaður pilsner". Það ber að tilgreina öll hráefni sem hafa áhrif á dómþættina þrjá, t.d. ber, krydd og slíkt. Dæmt verður ekki svo mikið eftir hvort bjórinn sé í stílnum, en það mun koma til frádráttar ef bjórinn er talsvert frá þeim stíl sem hann er sagður vera (sagður "pale ale" en er þunghumlaður eins og IPA), eða ef bragð er (er ekki) af bjórnum sem á ekki (á) að vera skv. lýsingu ("þurrhumlaður pilsner" þá er þess vænst að hann hafi góðan humlailm).

Hver flokkur verður dæmdur á einu borði. Stigagjöf verður alltaf huglæg og því er óhjákvæmilegt að borð muni dæma mismunandi. En innan hvers borðs verður dómgæsla "consistent", þ.e. borðið sem dæmir IPA mun finna þann sem þeir telja besta IPA bjórinn o.s.frv.

Ekki verður haldin sérstök Best of show (BOS) umferð með nokkrum efstu bjórum hvers flokks. Þess í stað verður BOS bjórinn valinn úr þeim þremur (mögulega fjórum) bjórum sem voru valdir besti bjór á hverju borði/hverjum flokki. Því er vel mögulegt að BOS bjórinn verði ekki stigahæsti bjórinn í keppninni (ef hann kemur af mjög kröfuhörðu borði í samanburði við hin), en dómnefnd í heild mun vera sammála um að bjórinn sem fær BOS er besti bjórinn.

Þetta er í megindráttum lýsing á fyrirkomulaginu þetta árið. Endilega látið heyra í ykkur ef þið hafið ábendingar, athugasemdir eða spurningar. Keppnin verður haldin síðla apríl/byrjun maí eins og undanfarin ár. Vonum að sem flestir taki þátt og gangi ykkur vel.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Undirbúningur fyrir Bjórgerðarkeppni 2016 er hafinn

Post by hrafnkell »

Þetta lofar góðu.
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Undirbúningur fyrir Bjórgerðarkeppni 2016 er hafinn

Post by æpíei »

Það er búið að ákveða 7. maí sem keppniskvöld. Flokkar og fleira verður eins og kemur fram hér að ofan.

Þá er stefnt að námskeiði með tveimur erlendum dómurum á föstudagskvöldinu daginn áður, þar sem þau fara yfir grunnatriði í BJCP stílum og dómum á bjórum, off-flavor og fleira. Þetta námskeið er klárlega eitthvað sem áhugasamir heimabruggarar láta alls ekki fram hjá sér fara.

Verið viss um að fylgjast með okkur hér á fagun.is, á póstlistanum og á Facebook. Ef þið eruð ekki nú þegar á póstlistanum sendið þá póst á fagun hjá fagun.is og óskið eftir að verða bætt á hann.
einaroskarsson
Villigerill
Posts: 48
Joined: 16. Mar 2015 18:19

Re: Undirbúningur fyrir Bjórgerðarkeppni 2016 er hafinn

Post by einaroskarsson »

Spennandi með BJCP námskeiðið :)

Hvað þarf annars að skila inn mörgum flöskum og hvenær er deadline? Þarf að skrá sig fyrirfram?
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Undirbúningur fyrir Bjórgerðarkeppni 2016 er hafinn

Post by æpíei »

Við erum að ganga frá keppnisreglunum og birtum bráðlega. Það má gera ráð fyrir að þetta verði með svipuðu sniði og í fyrra http://fagun.is/viewtopic.php?f=25&t=3485
Post Reply