Ég hef verið að skoða "thermowell" á aliexpress og eBay en mér sýnist þeir flestir vera mjög stuttir. Finnst eðliegast að setja hann í lokið á gerjunarfötunni svo hann þarf þá að vera um 20 cm langur til að ná niður í miðja tunnu. Kannski helst þessi sem kemur til greina
Eru einhverjir að nota svona? Ef svo, hvernig therowell eruð þið með og hvar fenguð þið þá?
Er ekki auðveldara að láta hitanema eins og þá frá brewpi dingla niður í snúrunni ef þú ætlar að fygljast með hitanum í gerjun. Skv lýsingu eru þeir foodsafe
æpíei wrote:Ég hef verið að skoða "thermowell" á aliexpress og eBay en mér sýnist þeir flestir vera mjög stuttir. Finnst eðliegast að setja hann í lokið á gerjunarfötunni svo hann þarf þá að vera um 20 cm langur til að ná niður í miðja tunnu. Kannski helst þessi sem kemur til greina
Eru einhverjir að nota svona? Ef svo, hvernig therowell eruð þið með og hvar fenguð þið þá?
Ég pantaði mína tvo frá Ali í fyrra. Þessa hér fékk ég á $16,64 fyrir tvo með sendingu til íslands. Sýnist þeir vera kannski örlítið dýrari núna eða $11,23 stykkið, með sendingarkostnaði.
helgibelgi wrote:Ég pantaði mína tvo frá Ali í fyrra. Þessa hér fékk ég á $16,64 fyrir tvo með sendingu til íslands. Sýnist þeir vera kannski örlítið dýrari núna eða $11,23 stykkið, með sendingarkostnaði.
Þeir eru rúmlega 39cm btw
Helvíti ljótt finish á endanum á þessum.. Veit ekki hvort það komi að sök en þeir lúkka amk ekki alveg eins og ég myndi vilja hafa þá
helgibelgi wrote:Ég pantaði mína tvo frá Ali í fyrra. Þessa hér fékk ég á $16,64 fyrir tvo með sendingu til íslands. Sýnist þeir vera kannski örlítið dýrari núna eða $11,23 stykkið, með sendingarkostnaði.
Þeir eru rúmlega 39cm btw
Helvíti ljótt finish á endanum á þessum.. Veit ekki hvort það komi að sök en þeir lúkka amk ekki alveg eins og ég myndi vilja hafa þá
Hmm já kannski svolítið ljótur þessi á sýningarmyndinni. En þessir sem ég fékk eru fínir, eða amk nógu fínir fyrir mig. Maður er að borga fyrir það sem maður fær kannski. Læt myndir fylgja:
Aðal málið er hvort þeir eru vatnsþéttir og hvort það ryðgi nokkuð. Mér sýnist ekkert ryð vera en get ekki fullyrt um vatnsheldnina. Annars lítur þetta ágætlega út.
Það er engin skölun í sendikostnaði að ráði. Var búið að breyta reglum þannig að vörur undir 2000 koma inn án VSK og afgreiðslugjalda? (Sjá bls. 10 í þessum hlekk hér) Þá myndi borga sig að panta bara eitt og eitt stykki í einu. Annars ættu 3 stykki að vera á um $30 plús VSK og 550 kr afgreiðslugjald, sem er ca helmingur af þessu bandaríska.
æpíei wrote:Aðal málið er hvort þeir eru vatnsþéttir og hvort það ryðgi nokkuð. Mér sýnist ekkert ryð vera en get ekki fullyrt um vatnsheldnina. Annars lítur þetta ágætlega út.
Það er engin skölun í sendikostnaði að ráði. Var búið að breyta reglum þannig að vörur undir 2000 koma inn án VSK og afgreiðslugjalda? (Sjá bls. 10 í þessum hlekk hér) Þá myndi borga sig að panta bara eitt og eitt stykki í einu. Annars ættu 3 stykki að vera á um $30 plús VSK og 550 kr afgreiðslugjald, sem er ca helmingur af þessu bandaríska.
þetta er vatnshelt. hitaneminn minn (DS18B20) passar líka akkúrat inni hann.
Þetta er til í Danfoss minnir mig, eflaust hjá fleirum.
Odyrast væri eflaust að kaupa sér riðfrítt rör, loka öðrum endanum, bora gat í lokið á gerjunar fötunni fyrir eins þéttihring og er fyrir loftlásinn, splæsa í þéttihring í gatið, stinga svo rörinu niður í gegn, hitanemann svo þar niður. .. Bara pæling
æpíei wrote:Já, þetta eru ekki geymvísindi og því á þetta ekki að vera svona dýrt. Hvernig er best að loka öðrum endanum þannig að það sé 100% vatnsþétt?
Best væri að sjóða hann, en væri líka hægt að fletja endann út eða/og bretta uppá hann. ef þú kemst ekki í suðuvél/verkfæri til að gera þetta, geturðu líka gert þetta með plaströr og brætt endann saman (plastið leiðir samt ekki jafn vel, en þar sem það eru ekki hraðar hitabreitingar í þessu, ætti það ekki að skipta máli?)
æpíei wrote:Já, þetta eru ekki geymvísindi og því á þetta ekki að vera svona dýrt. Hvernig er best að loka öðrum endanum þannig að það sé 100% vatnsþétt?
Best væri að sjóða hann, en væri líka hægt að fletja endann út eða/og bretta uppá hann. ef þú kemst ekki í suðuvél/verkfæri til að gera þetta, geturðu líka gert þetta með plaströr og brætt endann saman (plastið leiðir samt ekki jafn vel, en þar sem það eru ekki hraðar hitabreitingar í þessu, ætti það ekki að skipta máli?)
Eitt annað, eflaust ódýrt og gott líka, fara í Landvélar!
Fá riðfrítt glussarör í réttri lengd, þeir geta pottþétt flatt og brett uppá endann fyrir þig, kostar þig ábyggilega .... 1.000kr plús kaffibolla (sem er frír inní verslun)