Page 1 of 1
Var að bruggga, setti inn myndir
Posted: 26. Sep 2009 18:51
by ulfar
Tók eitt rólegheitabrugg heima í stofunni. Venjulega er ég niðri í kjallara en stofan er notalegri fyrir mig þrátt fyrir að virtinum þyki meira gaman í kjallaranum.
Re: Er heima að brugga í kvöld ef einhvern langar að kíkja
Posted: 26. Sep 2009 19:15
by valurkris
flott. hvað er svo verið að brugga
Kornið malað og tilbúið til meskingar
Posted: 26. Sep 2009 22:35
by ulfar
Hismið er nokkuð heilt. Mikið er af brúnu malti, það útskýrir dökkan litinn.
Vatnið komið í meskikerið
Posted: 26. Sep 2009 22:37
by ulfar
Vatm 2.4 ltr/kg korni við 74 gráður, stefni á 67 gráðu meskingu.
Korni helt út í.
Posted: 26. Sep 2009 22:39
by ulfar
1 ltr af korni helt út í einu og hrært milli.
Mesking tilbúin
Posted: 26. Sep 2009 22:43
by ulfar
Meskingingin komin af stað, hitin nokkuð réttur samkv. kjötmælinum. Hefði kanski notað betri mæli ef Eyvindur hefði verið búin að skila hitamælinum mínum.
Meskingu lokið
Posted: 26. Sep 2009 23:26
by ulfar
Þegar meskingunni var lokið bætti ég við 17 ltr af vatni. 5 ltr voru hitaðir upp í 100 og settir út í meskikerið, hrær og beðið í 15 mín (var ekki í stuði til þess að bíða lengi). Lét 3 lítra renna undan og sá þá að virturinn var nokkuð tær. Setti gruggð sem kom fyrst aftur út í meskikerið og lét virtin nú renna í pottinn. Bæti 12 ltr af vatni út í meskikerið á eftirfarandi máta: Hélt ausu rétt fyrir neðan vatnsborðið. Helti 80 gráðu heitu vatni varlega ofaní ausuna. Þetta er ekki bach sparge né heldur fly sparge. Þetta er eitthvað mitt á milli sem er mjög auðvelt að gera og skilar góðum árangri. Þegar öllu vatninu hefur verið helt varlega útí er þéttur virtur neðst í kerinu en mjög þunnur efst.
Virtur komin í pott og suða komin upp
Posted: 26. Sep 2009 23:28
by ulfar
Humlum bætt útí.
Að lokum
Posted: 26. Sep 2009 23:36
by ulfar
Eftir suðuna kældi ég virtinn með koparvafningi, helti öllu gumsinu í fötu, sett í ger útí og hristi vel.
Niðurstaðan var þessi:
23 ltr @ 1.054
88% nýtni
Uppskriftin var þessi:
Ingredients:
3,5 kg Pale Ale Malt
0,45 kg Crystal Malt 60°L
0,7 kg Brown Malt
0,35 kg Carafa Special® TYPE II
50,0 g Willamette (4,4%) - added during boil, boiled 60 min
20 g Willamette (5,0%) - added during boil, boiled 15 min
Re: Var að bruggga, setti inn myndir
Posted: 27. Sep 2009 11:23
by Andri
Skemtilega einfalt, ég verð að skella mér í all grain eins fljótt og hægt er
Re: Var að bruggga, setti inn myndir
Posted: 27. Sep 2009 19:44
by Andri
Það voru semsagt 12 lítrar í kæliboxinu áður en þú bættir korninu út í, svo bætirðu 17 lítrum og 5 af þeim hitaðirðu í 100°C?
29 lítrar, hversu langann tíma tekur það að sjóða þessa 6 lítra í burtu, sýðurðu á hellu eða á gasbrennara?
Helltirðu þessum 5 lítrum af 100°C beint í meskikerið, hver var tilgangurinn með því?
-andri nýgræðingur :]
Re: Var að bruggga, setti inn myndir
Posted: 28. Sep 2009 09:48
by ulfar
- Kornið tók til sín 4 ltr og 2 ltr gufuðu upp.
- 5 ltr af 100 degC voru til þess að hækka hitan í meskikerinu í lokin til að tryggja að öll sterja breyttist í sykur.
- Er með gashellur í eldhúsinu og sauð á stærstu hellunni.
Re: Var að bruggga, setti inn myndir
Posted: 28. Sep 2009 09:53
by arnilong
Skemmtilegar myndir, hefði verið gaman að geta litið á þig.
Re: Var að bruggga, setti inn myndir
Posted: 28. Sep 2009 09:56
by Oli
Er þessi skolunaraðferð eitthvað í líkingu við þessa aðferðs semsagt? :
http://www.homebrewtalk.com/f36/hybrid- ... que-75454/" onclick="window.open(this.href);return false;
Re: Var að bruggga, setti inn myndir
Posted: 28. Sep 2009 13:17
by ulfar
Já þetta er sama aðferðin. Venjulega stilli ég lokann þannig að rennslið sé ca 1 ltr/min.