Page 1 of 1

Bláberjamjöður

Posted: 3. Dec 2015 17:58
by humlarinn
Skellti í bláberjamjöð um daginn og uppskriftin var eftirfarandi:

2.5 kg bláber
2.5kg hunang
100gr blóðberg soðið í 0.5l af vatni
Samtals 6 lítrar af vatni
Mjaðarger eitt bréf og hálfteskeið gernæring

Og gildið 1.115

Hann er núna búinn að gerjast frá 10.nóvember og ég er búinn að bæta í hann þrisvar sinnum gernæringu og síðast gerði ég það um síðustu helgi. Er ekki best að leyfa honum gerjast í fötunni alveg í 5-6 vikur í viðbót áður ég set þetta á flöskur?

Re: Bláberjamjöður

Posted: 6. Dec 2015 19:28
by Sevedrir
Úúúh mig langar til :D Það er alltaf góð hugmynd að leyfa miði að sitja í a.m.k 30 daga, en það eins og svo margt annað er háð mati hvers og eins (það er allavega minn skilningur). Ég mæli með því bara að bíða og sjá, treysta flotvoginni. :)

Re: Bláberjamjöður

Posted: 7. Feb 2016 20:26
by bjarturv
Hvernig reyndist þessi? :roll: