Page 1 of 1
Titlar spjalborðs
Posted: 9. May 2009 12:20
by Hjalti
Mig vantar hugmyndir fyrir það hvað fólk á að vera kallað eftir því hvað það er búið að pósta mikið.
Núna er þetta
- Bjórdrykkjumaður 0 póstar
- Sírópsbruggari 10 póstar
- Hlut kornabruggari 40 póstar
- Kornabruggari 100 póstar
Re: Titlar spjalborðs
Posted: 9. May 2009 15:16
by Andri
Hvað um að breyta þessu í eitthvað sem tengist ekki bjór þar sem þetta er félag áhugamanna um gerjun :p
Áhugamaður um gerjun
Atvinnumaður....
baara pæling :p
Re: Titlar spjalborðs
Posted: 10. May 2009 00:20
by Eyvindur
Slengi hér fram einhverri hugmynd:
1. Villuráfandi gerill
2. Gáfnagerill
3. Æðstigerill
4. Gerilgúrú
Re: Titlar spjalborðs
Posted: 10. May 2009 03:00
by Hjalti
Haha, þessir titlar eru fullorðins.... gerilsþemað FTW

Re: Titlar spjalborðs
Posted: 10. May 2009 10:09
by Eyvindur
Betra en villuráfandi gerill væri kannski Villigerill.
Re: Titlar spjalborðs
Posted: 10. May 2009 10:14
by Eyvindur
Svo væri auðvitað fyndið að hafa enn meira strump í þessu.
1. Villigerill
2. Kraftagerill
3. Gáfnagerill
4. Æðstigerill
...
Re: Titlar spjalborðs
Posted: 10. May 2009 12:20
by halldor
Hjalti wrote:Mig vantar hugmyndir fyrir það hvað fólk á að vera kallað eftir því hvað það er búið að pósta mikið.
Núna er þetta
- Bjórdrykkjumaður 0 póstar
- Sírópsbruggari 10 póstar
- Hlut kornabruggari 40 póstar
- Kornabruggari 100 póstar
Ég held að við ættum að margfalda þennan póstafjölda með 5 (eða 10). Annars verða allir í efsta flokknum eftir mánuð.
Re: Titlar spjalborðs
Posted: 10. May 2009 13:04
by Eyvindur
Já, tek reyndar undir það. Allavega efstu flokkana. Finnst allt í lagi að maður sé snöggur upp úr neðsta stiginu, þannig að hægt sé að aðskilja þá sem eru meðalvirkir frá þeim sem eru rétt að kíkja...
Re: Titlar spjalborðs
Posted: 10. May 2009 13:28
by halldor
Eyvindur wrote:Svo væri auðvitað fyndið að hafa enn meira strump í þessu.
1. Villigerill
2. Kraftagerill
3. Gáfnagerill
4. Æðstigerill
...
Ég gleymdi reyndar að taka fram að mér líst rosalega vel á þessa tiltla

Re: Titlar spjalborðs
Posted: 10. May 2009 13:44
by Stulli
Já, snilldar titlar hjá Eyvindi
Re: Titlar spjalborðs
Posted: 10. May 2009 13:56
by Hjalti
- Yfirgerill Admin
- Villigerill 0
- Kraftagerill 20
- Gáfnagerill 150
- Æðstigerill 400
- Ofurgerill 800
Re: Titlar spjalborðs
Posted: 10. May 2009 13:59
by Eyvindur
Lítur vel út.
Re: Titlar spjalborðs
Posted: 10. May 2009 14:06
by Eyvindur
Það gæti tekið góða stund að vinna sig upp í þessu kerfi. Ég er búinn að vera á Midwest spjallborðinu síðan í febrúar 2008, og hef verið sæmilega aktívur (fyrir utan reyndar nokkra mánuði), og ég er bara með 550 pósta þar... Og er þar með í efsta flokki. Þetta verður meira tjallensj... Mjög gott...
Re: Titlar spjalborðs
Posted: 10. May 2009 18:02
by Andri
Snilld snilld, ég hef bara einhverja aumingjalega 20 pósta á homebrewtalk, hef samt lesið allt þarna inni á því spjalli
Re: Titlar spjalborðs
Posted: 10. May 2009 19:52
by halldor
Þetta ætti allavega að hjálpa til við að halda mönnum við efnið

Re: Titlar spjalborðs
Posted: 10. May 2009 21:51
by Hjalti
Ég er með 5500 pósta á
www.ljosmyndakeppni.is og það er síðan 2005 þannig að þetta eru langtíma titlar

Re: Titlar spjalborðs
Posted: 10. May 2009 21:58
by Eyvindur
Þannig á þetta líka að vera!
Re: Titlar spjalborðs
Posted: 10. May 2009 22:08
by arnilong
Menn verða enga stund að ná í 800 pósta, það eru nú þegar nokkrir farnir að slaga í 100-ið. Ekki að það skipti miklu máli að hafa titlana en ef það hvetur menn til dáða er það bara flott. Ég er rosalega ánægður með það hversu duglegir menn eru hér.
Re: Titlar spjalborðs
Posted: 10. May 2009 22:23
by Eyvindur
Titlarnir skipta ÖLLU! ÖLLU SEGI ÉG!
En svona burtséð frá því er þetta spjallborð hið yndislegasta, og æðislegt hvað það er mikið líf hérna. Megi það haldast svona um aldur og ævi.
Re: Titlar spjalborðs
Posted: 10. May 2009 23:23
by Andri
Skemtilegir titlar, veit ekki hvort þetta fær fólk til að pósta meira af tilgangslausu efni en þetta er skemtilegt og maður verður örugglega stoltur að komast upp í efsta flokk
Re: Titlar spjalborðs
Posted: 11. May 2009 07:20
by arnilong
Ég kommenta hér og er þá líklega orðinn Kraftagerill

Re: Titlar spjalborðs
Posted: 11. May 2009 08:07
by Hjalti
Til hamingju með áfangan

Re: Titlar spjalborðs
Posted: 11. May 2009 09:11
by Oli
Já nú er eins gott að kommenta á allt

Þetta er bara sniðugt. Ánægður með hvað það er mikil umræða hérna svona fljótt eftir að síðan komst á laggirnar.
Re: Titlar spjalborðs
Posted: 13. Feb 2014 01:07
by bergrisi
Fór allt í einu að velta fyrir mér titlum á fólki hérna og rakst á þennan þráð. Gaman að sjá hvað hefur verið að gerjast í hugum brautryðjenda hérna á síðunni.