Page 1 of 1

Sjálfvirkni fyrir föndurheftan

Posted: 1. Dec 2015 09:16
by Eyvindur
Mig langar að leita álits hjá tæknifróðari mönnum en mér.

Mig er farið að langa til að stíga næsta skref í sjálfvirkni. Sem stendur er ég með hálfsjálfvirkar BIAB græjur, eins og ótal margir. Sumsé, dælu (solartýpuna) og PID stýringu. Nú er mig farið að kitla svolítið og langar að uppfæra og setja upp einhvers konar kerfi sem getur keyrt breytingar á meskihitanum með ákveðnu millibili og gæti jafnvel boðið upp á fleiri möguleika (hífa meskikörfu upp úr pottinum, bæta við humlum, etc.).

Vandamálið er að ég hef ekki kunnáttu til að smíða svona sjálfur. Ég þurfti meiriháttar hjálp við PID stýringuna, þannig að augljóslega geri ég ekkert flóknara sjálfur.

Spurningin er því: Vita menn um einhverja lausn á svona sem væri sniðug fyrir föndurheftan mann (sem getur þó fengið aðstoð ef það þarf eitthvað að setja saman, eða svoleiðis)?

Re: Sjálfvirkni fyrir föndurheftan

Posted: 1. Dec 2015 10:46
by hrafnkell
Dettur eiginlega helst í hug braumeister eða eitthvað slíkt. Öll svona "kit" sem gera þetta krefjast þess að menn föndri svolítið sjálfir - með rafmagn og jafnvel einhverja smíði. brewpi er t.d. komið með mashing prógram (ansi barebones) en þú þyrftir að víra allt saman og svona.

Re: Sjálfvirkni fyrir föndurheftan

Posted: 1. Dec 2015 11:26
by Funkalizer

Re: Sjálfvirkni fyrir föndurheftan

Posted: 1. Dec 2015 20:54
by Eyvindur
Já, sko... Ég er alveg til í eitthvað smá föndur, bara ef ég get komist í gegnum það án þess að þurfa að fara á Arduino námskeið eða eitthvað. Ef það er eitthvað sem ég gæti komið mér í gegnum með góðum leiðbeiningum og hjálp frá vini væri það fínt.

Braumeister er mjög heillandi, en mig langar pínu að smíða sjálfur, ef ég mögulega get.

Re: Sjálfvirkni fyrir föndurheftan

Posted: 2. Dec 2015 10:18
by Eyvindur
Er Brewpi Spark ekki nokkuð plug and play? Er að skoða síðuna hjá þeim.
Plug an play

The Arduino Shield came with a bag of parts, a separate display, Arduino and lots of panels to build the case. Assembling your brewing controller took a lot of steps, which where not all easy. With the new BrewPi Spark, we decided to not leave assembly to the end user. It will come inside an very pretty enclosure, ready to use. Just plug in your sensors and play!
Hljómar svolítið eins og það sem ég er að leita að. Eins og ég segi, ég get alveg fundið út úr samsetningu ef hún er ekki of flókin (á vini sem kunna á svona - kann bara ekki við að biðja þá um að smíða svona með mér/fyrir mig frá grunni).

Er þetta eitthvað sem þú myndir mögulega taka inn, Hrafnkell?

Re: Sjálfvirkni fyrir föndurheftan

Posted: 2. Dec 2015 10:54
by hrafnkell
Eyvindur wrote:Er Brewpi Spark ekki nokkuð plug and play? Er að skoða síðuna hjá þeim.
Plug an play

The Arduino Shield came with a bag of parts, a separate display, Arduino and lots of panels to build the case. Assembling your brewing controller took a lot of steps, which where not all easy. With the new BrewPi Spark, we decided to not leave assembly to the end user. It will come inside an very pretty enclosure, ready to use. Just plug in your sensors and play!
Hljómar svolítið eins og það sem ég er að leita að. Eins og ég segi, ég get alveg fundið út úr samsetningu ef hún er ekki of flókin (á vini sem kunna á svona - kann bara ekki við að biðja þá um að smíða svona með mér/fyrir mig frá grunni).

Er þetta eitthvað sem þú myndir mögulega taka inn, Hrafnkell?
Fæ brewpi seinna í dag :)

Re: Sjálfvirkni fyrir föndurheftan

Posted: 2. Dec 2015 15:08
by hrafnkell
Komið í hús, kostar 23.000kr