Page 1 of 1

Ratatoskur - hnetusmjörs-rúgöl Jóladagatal 2015 #17

Posted: 28. Nov 2015 21:38
by Ásgeir
Ratatoskur er númer 17 í dagatalinu. Hann er sannkölluð tilraunastarfsemi sem byrjaði þannig að ég fann hnetumjöl í Nettó. Hnetumjöl er í grófum dráttum fitusneytt hnetusmjör og því tilvalið til bjórgerðar.

Ég hef aldrei bruggað eða smakkað bjór með svona mjöli áður þannig að ég renndi blint í sjóinn með þetta. Eftir miklar vangaveltur ákvað ég að reyna að búa til bjór sem myndi bragðast eins og ristað brauð með hnetusmjöri... Ég ætlaði að nota enskt ger, S-04 eða Nottingham en hvorugt var til þegar ég var að kaupa inn þannig að ég endaði með US-05.

4,3 kg Pale malt
1,5 kg Rúg malt
0,2 kg Special W
0,15 kg Melanoidin
20 g Magnum í 60 mínútur - 27 IBU
500 g hnetusmjörsmjöl við flameout.

Gerjað með US-05 við 18°C

OG: 1,060
FG: 1,014
ABV: 6,1%

Umræður á Facebook

Re: Ratatoskur - hnetusmjörs-rúgöl Jóladagatal 2015 #17

Posted: 29. Nov 2015 00:08
by æpíei
Þetta getur ekki orðið annað en awesome. :)

Re: Ratatoskur - hnetusmjörs-rúgöl Jóladagatal 2015 #17

Posted: 29. Nov 2015 00:23
by Eyvindur
Næs!
Hvar fær maður svona mjöl?

Re: Ratatoskur - hnetusmjörs-rúgöl Jóladagatal 2015 #17

Posted: 29. Nov 2015 11:40
by hrafnkell
Eyvindur wrote:Næs!
Hvar fær maður svona mjöl?
Ásgeir wrote:... ég fann hnetumjöl í Nettó....
:)

Verður gaman að smakka þennan.

Re: Ratatoskur - hnetusmjörs-rúgöl Jóladagatal 2015 #17

Posted: 30. Nov 2015 00:02
by Eyvindur
Reading is for nerds.