Stjörnu anís stout

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
einaroskarsson
Villigerill
Posts: 48
Joined: 16. Mar 2015 18:19

Stjörnu anís stout

Post by einaroskarsson »

Einn umtalaðasti bjór gærkvöldins var stjörnu anís stout sem ég kom með. Fylgdi þessari hér verðlaunauppskrift sem gerir ráð fyrir 28 gr af stjörnu anís í 5 gallona secondary gerjun. Það fæst einmitt 28 gr pakkning af stjörnu anís í brew.is þannig að ég lét vaða og fylgdi uppskriftinni í blindni. Endaði með allt of lágt OG en gerið kláraði það vel að hann endaði samt í 8,2% :o Nú er rúmur mánuður síðan hann fór á flöskur og fólk fékk smakk í gær.

Niðurstaðan: maður er kýldur í andlitið með lakkrís lykt sem minnir helst á Hot&sweet. Bjórinn var samt ekki of þungur m.v. styrk. Sumir sögðu að hann væri korter í snafs sem var samt ekki illa meint (held ég)... sumir voru mjög hrifnir en aðrir voru akkúrat á hinum enda skalans! Ég hugsa að hann fái að þroskast á flösku í nokkra mánuði í viðbót áður en ég geri upp hug minn sjálfur :) Er með aðra tunnu af sama stout í primary en hafði hugsað mér að nota ca 1/4 - 1/3 af anís pakkanum næst... Mér skilst að ef fólk vilji sjóða þá sé málið að nota bara 1-2 staka bita. Þetta er allaveganna ekki nógu slæm lífsreynsla til að afskrifa stjörnu anís, maður fer bara aðeins varlegar næst!

Ef hann verður ennþá svona frakkur þá kannski verður hann bara jólabjórinn 2016 ;) Á ekki mynd en ég bjó til miða í tilefni hátíðanna:
12250023_10156280699480013_1799374205698317570_n.jpg
12250023_10156280699480013_1799374205698317570_n.jpg (49.73 KiB) Viewed 12324 times
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Stjörnu anís stout

Post by æpíei »

Mér fannst hann flottur. En týpískur einnar flösku bjór, jafnvel bara deila einni flösku með vin :)
eddi849
Kraftagerill
Posts: 50
Joined: 19. Mar 2014 11:46

Re: Stjörnu anís stout

Post by eddi849 »

Þessi kom skemtilega á óvart , hann reyndi vel á bragðlaukana gaman að fá smakk takk fyrir bragðbombuna ;)
Formaður Fágunar

Never trust a skinny brewer
Post Reply