Page 1 of 1

Kolsýring og sykurmagn ?

Posted: 15. Nov 2015 19:24
by gunni
Sælir.

Ég bruggaði Bee Cave í sumar og notaði 6.6 gr af sykri pr. líter.(eins og brew.is mælir með í byrjendaleiðbeiningunum) og fannst vera full lítil kolsýra í honum.

Núna er ég með þrjár uppskriftir frá brew.is sem fara fljótlega á flöskur og vantar ráðleggingar frá ykkur reynsluboltunum hversu mikinn sykur ég ætti að nota til að kolsýra.
Mér var bent á þessa síðu til að reikna út hæfilegt magn. Eins og ég sagði áðan, fannst mér kolsýran í Bee Cave vera alveg í það minnsta og myndi vilja hafa aðeins meira gos og froðu án þess þó að eiga á hættu að tapparnir skjótist af.

Belgískur Blonde (Belgian Ales 1.9 - 2.4 volumes) Ef ég miða við 2.4 þá gefur það mér ca 6.2 gr per líter. Sem mér finnst full lítið miðað við kolsýruna í Bee Cave.
Hafraporter (Porter, Stout 1.7 - 2.3 volumes) 2.3 gefur 5.75 gr. per líter.
Hveitibjór, hvítur sloppur. (German Wheat Beer 3.3 - 4.5 volumes) 9,75 - 14.5 gr per líter.

Nú er ég að spá hvort ég geti treyst þessum tölum til að fá hæfilega kolsýrt öl, hvort mér sé óhætt að setja aðeins meira í Blond-inn og Porterinn og hvort að mér sé virkilega óhætt að setja svona mikið í hveitibjórinn án þess að allir tappar skjótist af og allt fari í rugl.

Eru ekki einhverjir hér sem hafa reynslu af þessum (eða alíka) uppskriftum sem geta miðlað af sinni reynslu ?

Re: Kolsýring og sykurmagn ?

Posted: 15. Nov 2015 22:36
by rdavidsson
Sæll,

Ég myndi fara varlega í að auka sykurmagnið of mikið. Þegar ég setti alla bjóra á flöskur á sýnum tíma þá notaði oftast um 6.6gr/l með góður árangri. En það gætu verið nokkrar ástæður fyrir því afhverju þú færð litla kolsýru:

- Seturu bjórinn í secondary? Minna ger sem kemst á flöskurnar þar sem maður skilur ger eftir í gerjunartunnu + secondary: Tekur lengri tíma að fá kolsýru
- Cold crash-ar þú bjórinn? Ef svo, þá fellur mikið af geri niður á botn í gerjunartunnu og því minna geri í flöskunum: tekur lengri tíma að búa til kolsýru í flöskunum.
- Við hvaða hitastig eru flöskurnar eftir að sykurinn er kominn útí? Lár hiti tefur fyrir kolsýrumyndun
- Er tappagræjan ekki örugglega í lagi? Ég lenti í því að vera með tappagræju sem lokaði ekki nógu vel og því lak megnið af kolsýrunni út og bjórinn var hálf flatur...
gunni wrote:Sælir.

Ég bruggaði Bee Cave í sumar og notaði 6.6 gr af sykri pr. líter.(eins og brew.is mælir með í byrjendaleiðbeiningunum) og fannst vera full lítil kolsýra í honum.

Núna er ég með þrjár uppskriftir frá brew.is sem fara fljótlega á flöskur og vantar ráðleggingar frá ykkur reynsluboltunum hversu mikinn sykur ég ætti að nota til að kolsýra.
Mér var bent á þessa síðu til að reikna út hæfilegt magn. Eins og ég sagði áðan, fannst mér kolsýran í Bee Cave vera alveg í það minnsta og myndi vilja hafa aðeins meira gos og froðu án þess þó að eiga á hættu að tapparnir skjótist af.

Belgískur Blonde (Belgian Ales 1.9 - 2.4 volumes) Ef ég miða við 2.4 þá gefur það mér ca 6.2 gr per líter. Sem mér finnst full lítið miðað við kolsýruna í Bee Cave.
Hafraporter (Porter, Stout 1.7 - 2.3 volumes) 2.3 gefur 5.75 gr. per líter.
Hveitibjór, hvítur sloppur. (German Wheat Beer 3.3 - 4.5 volumes) 9,75 - 14.5 gr per líter.

Nú er ég að spá hvort ég geti treyst þessum tölum til að fá hæfilega kolsýrt öl, hvort mér sé óhætt að setja aðeins meira í Blond-inn og Porterinn og hvort að mér sé virkilega óhætt að setja svona mikið í hveitibjórinn án þess að allir tappar skjótist af og allt fari í rugl.

Eru ekki einhverjir hér sem hafa reynslu af þessum (eða alíka) uppskriftum sem geta miðlað af sinni reynslu ?

Re: Kolsýring og sykurmagn ?

Posted: 15. Nov 2015 23:20
by gunni
- Seturu bjórinn í secondary? Nei, bara með eina gerjunartunnu, leyfi sulluinu að gerjast í tvær vikur.
- Cold crash-ar þú bjórinn? Nei, ekkert svoleiðis
- Við hvaða hitastig eru flöskurnar eftir að sykurinn er kominn útí? Bara herbergishita, ca 20-23 gráður.
- Er tappagræjan ekki örugglega í lagi? Ég veit ekki betur en að hún virki eins og hún á að gera, var að klára seinustu flöskurnar um daginn (frá því í lok ágúst) og sá ekki neinn mun (kannski aðeins meira gos núna... ekki viss) á kolsýrunni núna eftir rúmlega 2 og hálfan mánuð í flöskunni miðað við þær svo voru drukknar eftir ca 2 vikur á flöskum, þannig að ég held að það sé ekkert engin kolsýra að sleppa úr flöskunum.

Re: Kolsýring og sykurmagn ?

Posted: 16. Nov 2015 00:35
by eddi849
Finnst þér flöskunar vera mis kolsýrðar ? Ef svo er þá væri ráðlagt að hræra rólega áður en þú setur á flöskur.
Ef ég geri pale ale eða ipa þá nota ég alltaf 7g á L það gefur mjög fína kolsíru.

Ef ég væri að gera þessa bjóra myndi ég ger þetta svona ;
Blond 7 g L
Porter 6.6 g á L en mögulega bara 6 g fer eftir hvernig porter það er
Hveiti 7,5 g á L, Ef þú myndir setja 14 g á L þá myndi ég ekki vilja koma nálagt þessum flöskum :?
Vonandi fer kolsýran að verða eins og þú vilt hafa hana ;) um að gera að prófa sig áfram smekkurinn er misjafn en það þarf samt að passa sig að setja ekki of mikið því þá færðu bara gosbrunn.

Kveðja Eyþór

Re: Kolsýring og sykurmagn ?

Posted: 16. Nov 2015 15:33
by gunni
Takk fyrir þetta Eyþór,
Ég get ekki sagt að ég hafi séð neinn teljanlegan mun á kolsýrunni.

Ég tek mið af þessum tölum og sé hvernig fer. En eins og þú segir, svo prófar maður sig bara áfram :)