Page 1 of 1

Mánaðarfundur 2.nóvember MicroBar Vesturgötu 2 (kjallara)

Posted: 29. Oct 2015 12:19
by Plammi
Heil og sæl öllsömul!
Mánaðarfundur nóvembermánaðar verður haldinn 2.nóvember á MicroBar Vesturgötu 2 (kjallara) kl.20:00.
MicroBar eru að opna á nýjum stað og verður spennandi að sjá útkomuna.

Fundargerð:

15 manns mættu á nýja MicroBar. Töluverð stílbreyting frá fyrri stað og leyst fólki nokkuð vel á.
Staðurinn er með 14 krana og bjórarnir á þeim koma frá Gæðingi, Kalda, Ölvisholti, Borg og Steðja.
Fágun fær 200kr afslátt á bjór.
  • Mikil spenna virðist vera fyrir Bruggjunni Bruggbar. Einhverjir félagsmenn hafa farið þangað í hópferðir og hafa ekkert nema gott um staðinn að segja.
  • Steini hjá MicroBar tók okkur í skoðunarferð um staðinn. Mikið um gersemar í geymslunni hjá honum. Þegar staðurinn flutti þá komu upp nokkrir 'tíndir' bjórar þannig að það er vel þess virði að gera sér ferð á Micro og spurja um geymslubjórana.
    Einnig sýndi hann okkur inn í portið bakvið staðinn þar sem byggð var viðbygging sem geymir kútana.
    Steini er nýkominn frá Two Roads þar sem hann var lærlingur.
  • Borið hefur á verðsamkeppni á korni á markaðnum síðust misseri, heimabruggurum til góðs.
  • Skiladagur fyrir Jóladagatal Fágunar er miðvikudagurinn 25.nóvember.
    Hægt verður að skila bjórunum til Brew.is í Askalind 3.
    Stefnt er á að hafa Friðarhúsið opið frá 16:00 og getur fólk hist þar og náð í 'dagatölin'.
  • Stefnt er á að halda Gorhátíð 27.nóvember.
    Aðalþemað verður pörun á ostum við bjóra. Einnig verður áhersla á jólabjórasmakk.
    Það er verið að vinna úr smáatriðinum og verður þetta nánar auglýst síðar.
  • Heimabruggtúrinn gékk mjög vel. Um 10 gestir komu í gönguna, þar af 1 félagsmaður.
    10 manns var ágætis stærð á hóp, talað um að 15 manns væri ágætt viðmið sem hámarksfjöldi.
    Ákveðið var að greiða bruggurunum 8000kr á haus fyrir kostnaði og ómakið.
    Miklir möguleikar opnast við þetta, t.d. að halda samskonar ferð í öðru póstnúmeri eða bæjarfélagi (Hafnarfirði).
  • HrefnaKaritas er að vinna að breytingum á heimasíðunni. Nútímavæða á síðuna, bæta forsíðu, gera uppskriftargagnagrunn og fleira. Virtist það leggjast vel í hópinn.
  • æpíei var með fræðsluerindi um refractometer/ljósbrotsmæli
  • æpíei kom með reyktan lager og Biere de garde og Hrafnkell mætti með IPA til smakks

Re: Mánaðarfundur 2.nóvember MicroBar Vesturgötu 2 (kjallara

Posted: 29. Oct 2015 21:52
by gm-
Mæti, loksins!

Re: Mánaðarfundur 2.nóvember MicroBar Vesturgötu 2 (kjallara

Posted: 30. Oct 2015 09:12
by Sindri
Langar að mæta en SWMBO skráði sig á eh helv, andsk, dans námskeið á mánudögum :(

Re: Mánaðarfundur 2.nóvember MicroBar Vesturgötu 2 (kjallara

Posted: 30. Oct 2015 15:50
by æpíei
Það er spurning með fræðsluerindi. Einhvern tíma kom upp hugmynd um að tala um refractometer og hvernig þeir eru notaðir. Er einhver sem býðst til að kynna það?

Fundurinn er á nýja Mícró bar í kjallara gamla Kaffi Reykjavíkur. Við væntum þess að kynna afsláttarkjör fyrir félagsmenn á fundinum.

Re: Mánaðarfundur 2.nóvember MicroBar Vesturgötu 2 (kjallara

Posted: 2. Nov 2015 18:05
by æpíei
Munið fundinn á eftir kl 20:00. Dagskrá byrjar 20:30. Þar sem enginn bauð sig fram til að tala um efni fundarins ætla ég sjálfur að reyna það. Verð með sýnikennslu og allt. Verklegt próf í lokin.

Munið smakkið og afsláttur á barnum.

Re: Mánaðarfundur 2.nóvember MicroBar Vesturgötu 2 (kjallara

Posted: 8. Nov 2015 17:27
by Plammi
Fundargerð komin inn í upprunalega póstinn.