Page 1 of 1

Ílát undir humla

Posted: 24. Sep 2009 20:23
by Idle
Ég brá mér í Krónuna í dag, og bruggflugan var með í för, líkt og jafnan þegar ég fer í verslanir. Rakst á lítil og falleg box á mannsæmandi verði, eða rétt rúmar 700 kr. fyrir fjögur 0,3 l. box saman í pakka. Þau eru merkt Igloo, loftþétt, og þola frystingu jafnt sem örbylgjuofna. Tilvalin undir humla! Nema ég reikna ekki með að setja mína humla í örbylgjuna.

Re: Ílát undir humla

Posted: 24. Sep 2009 22:37
by kristfin
ég man eftir að hafa séð einvherntíman box sem var takki á til að lofttæma. það gæti verið mikið gott. annars nota ég ziplock poka og lítið rör til að loka þessu.

Re: Ílát undir humla

Posted: 24. Sep 2009 23:38
by arnilong
Og það er hægt að fá mjög ódýrt(ziplock)

Re: Ílát undir humla

Posted: 25. Sep 2009 08:54
by Idle
Uss strákar... Mér leið svo vel yfir þessu, ekki skemma það! ;)
Svo er mikið þægilegra að stafla boxunum en pokum! :P

Re: Ílát undir humla

Posted: 25. Sep 2009 18:07
by Andri
Kanski sniðugt ef þú fyllir boxin alveg af humlum og sem minnst loft í þeim

Re: Ílát undir humla

Posted: 14. Oct 2009 02:02
by Idle
Var að reka glyrnurnar í þetta. PMT selja lásapoka (zip lock) í ýmsum stærðum. http://www.pmt.is/?category=67