Page 1 of 1

Yeast starter í Beersmith 2

Posted: 26. Oct 2015 21:13
by jniels
Gott kvöld.

Hafa einhverjir hér verið að nota Yeast Starter reiknivélina í Beersmith 2?
Fæ frekar mismunandi niðurstöður eftir því hvaða reiknivél ég nota.

Er að gera Stout
OG: 1.052
Batch Size: 44lítrar
Wyeast ger frá 6.10.2015
Byrja með 2 pakka í starter.

Brewers friend segir að target pitch rate sé 283 milljarðar og að 1.2 lítra starter sé nóg
YeastCalculator segir að ég þurfi 424 milljarða og þá þarf ég að gera 1.3 lítra í tvö skipti (step up)
Beersmith segir að target pitch rate sé 425 milljarðar en að ég þurfi samt bara 1.15 lítra starter... :?

Hvað segja menn og konur? Hverju á maður að treysta í þessum málum.

Kveðja
Jói N

Re: Yeast starter í Beersmith 2

Posted: 26. Oct 2015 23:04
by æpíei
Getur verið að þessi 425 tala sé heildin en 283 sé viðbót við það sem er þegar í pakkanum? Síðurnar segja það sama en á mismunandi hátt? Ég hef tekið eftir að starter stærð í BS breytist eftir hvað þú segist vera með margar frumur og aldri gersins. En þá er spurning af hverju ein sýnir svona miklu stærri starter en hinar.

Re: Yeast starter í Beersmith 2

Posted: 27. Oct 2015 19:25
by Eyvindur
Ég veit ekki neitt, en ég ráðlegg eftirfarandi:

1. Veldu eina reiknivél.
2. RDWHAHB.