Page 1 of 14

brew.is - Verðskrá á korni, humlum og geri

Posted: 17. Sep 2010 17:28
by hrafnkell
Jæja eftir töluvert openoffice fikt sýnist mér ég vera kominn með verðskrá.

Verðskrá og lagerstöðu er hægt að sjá á brew.is!

Einnig er hægt að panta á brew.is

Allar ábendingar velkomnar.

Re: brew.is - Uppkast að verðskrá

Posted: 17. Sep 2010 19:18
by kristfin
er þetta ekki í hærri kantinum miðað við verðin, heim komið, frá breouwland?

miðað við ölvisholt er þetta ok. ég man ekki verðin þeirra á humlum, man bara að mér fannst þeir of dýrir og keypti þá að utan.

Re: brew.is - Uppkast að verðskrá

Posted: 17. Sep 2010 19:37
by hrafnkell
Hmm ég pældi reyndar ekki í því, ég var að miða við verðin sem ölvisholt voru með. Humlarnir eru til dæmis uþb 50% ódýrari ef ég man rétt, og kornsekkirnir töluvert ódýrari.

Hvað er þetta að kosta frá brouwland?

Re: brew.is - Uppkast að verðskrá

Posted: 17. Sep 2010 21:04
by kalli
Mér sýnist 25kg af Pale Ale leggja sig á ca. 4.900kr eða
verði í evrum * gengi dagsins * 1,3 (flutningskostnaður + gjöld + álagning) * [1,07 (vsk fyrir matvæli) eða 1,255 (vsk fyrir aðrar vörur)

þ.e. 22,40 * 156 * 1,3 * 1,07 = 4.900kr.

100g af Cascade eru 4,69 * 156 * 1,3 * 1,07 = 1.017kr.

Re: brew.is - Uppkast að verðskrá

Posted: 17. Sep 2010 21:59
by hrafnkell
Hmm ég get ekki snert þau verð, ég væri þá að borga með korninu. Sendingarkostnaðurinn á því er svo helvíti hár - kostar næstum 2x meira en kornið sjálft. Og það er með skipi.

Re: brew.is - Uppkast að verðskrá

Posted: 18. Sep 2010 08:30
by anton
Þetta eru fín verð og ég mun notfæra mér þetta þegar mig vantar vörur - þetta er í öllu falli mun ódýrara en að ætla að panta sér í lögun sjálfur beint að utan (þó brouwland pöntunin sé farin frá mér þá hef ég ekki fengið neina staðfestingu á endanlegu verði og veit ekki hvenær vörurnar koma í hendurnar).

Ég vona að þetta gangi vel og þú getir haldið þessu áfram til framtíðar því það er sannarlega skortur á svona verslunum hér heima.

Re: brew.is - Uppkast að verðskrá

Posted: 18. Sep 2010 12:44
by asgeir
Mér líst mjög vel á þetta hjá þér. Mun allveg pottþétt nýta mér þetta þegar þú verður búin að opna ... ;)

Re: brew.is - Uppkast að verðskrá

Posted: 18. Sep 2010 12:55
by hrafnkell
Svo er það auðvitað að ef þetta gengur vel þá get ég líklega farið að panta meira í hvert skipti og hugsanlega einhverja afslætti hjá flutningsaðilunum, sem myndi bjóða upp á betri verð.

Re: brew.is - Uppkast að verðskrá

Posted: 18. Sep 2010 12:58
by kalli
hrafnkell wrote:Hmm ég get ekki snert þau verð, ég væri þá að borga með korninu. Sendingarkostnaðurinn á því er svo helvíti hár - kostar næstum 2x meira en kornið sjálft. Og það er með skipi.
Það skekkir myndina að horfa of mikið á verðið á 25kg pakkningunni. Ef við berum saman 5kg á Pale Ale og 1kg á CaraPils, þá ert þú á sama verði og Brouwland eða ódýrari. Í humlum ert þú töluvert ódýrari. Í það heila er ég ánægður með verðskrána.

Burtséð frá þessum verðsamanburði, þá segi ég fyrir mitt leiti að ég er mjög þakklátur fyrir að einhver vilji taka að sér að bæta úr hráefnisskortinum. Ég á eftir að versla við þig. Skál fyrir Hrafnkeli :beer:

Re: brew.is - Uppkast að verðskrá

Posted: 18. Sep 2010 23:40
by Diazepam
Ég man að 100 g af humlum kostuðu 1500 kr þegar ÖB var að selja. Mér finnst bara frábært hvað þú hyggst leggja lítið á þetta. Ég mun örugglega skipta við þig. Sérstaklega ef þú ætlar að bjóða uppá mölun.

Re: brew.is - Uppkast að verðskrá

Posted: 23. Sep 2010 18:04
by hrafnkell
Ég smellti verðskránni inn á http://www.brew.is" onclick="window.open(this.href);return false; ... Svo er ég að leita mér að birgja sem getur selt mér ger.

Birginn sem ég keypti kornið og humlana af vill bara selja mér heilar pakkningar af geri, þannig að ef ég ætlaði að vera með 4-5 mismunandi gertegundir þá þyrfti ég að liggja með 6-700 pakkningar á lager. Ég er ekki alveg viss um að geta selt það mikið :beer:


Mér var að detta eitt í hug:
Í hvaða umbúðum get ég afhent kornið? Ég sé ekki fram á að eiga hrúgu af tómum sekkjum eins og ölvisholt, hvað annað dettur mönnum í hug?

Re: brew.is - Uppkast að verðskrá

Posted: 23. Sep 2010 18:34
by kalli
hrafnkell wrote: Mér var að detta eitt í hug:
Í hvaða umbúðum get ég afhent kornið? Ég sé ekki fram á að eiga hrúgu af tómum sekkjum eins og ölvisholt, hvað annað dettur mönnum í hug?
Er ekki best að menn eigi plastfötur sem þeir komi með eða kaupi af þér? Svo værir þú með límmiða þar sem hægt er að skrifa dagsetningu, eiganda, tegund og magn. Plastföturnar eru á góðu verði hjá þessu fyrirtæki í Mosfellsbæ.

Re: brew.is - Uppkast að verðskrá

Posted: 23. Sep 2010 19:28
by hrafnkell
kalli wrote:
hrafnkell wrote: Mér var að detta eitt í hug:
Í hvaða umbúðum get ég afhent kornið? Ég sé ekki fram á að eiga hrúgu af tómum sekkjum eins og ölvisholt, hvað annað dettur mönnum í hug?
Er ekki best að menn eigi plastfötur sem þeir komi með eða kaupi af þér? Svo værir þú með límmiða þar sem hægt er að skrifa dagsetningu, eiganda, tegund og magn. Plastföturnar eru á góðu verði hjá þessu fyrirtæki í Mosfellsbæ.
Hmm bara svona 10l málningarfötur eða eitthvað svoleiðis?

Re: brew.is - Uppkast að verðskrá

Posted: 23. Sep 2010 20:25
by kalli
hrafnkell wrote:
kalli wrote:
hrafnkell wrote: Mér var að detta eitt í hug:
Í hvaða umbúðum get ég afhent kornið? Ég sé ekki fram á að eiga hrúgu af tómum sekkjum eins og ölvisholt, hvað annað dettur mönnum í hug?
Er ekki best að menn eigi plastfötur sem þeir komi með eða kaupi af þér? Svo værir þú með límmiða þar sem hægt er að skrifa dagsetningu, eiganda, tegund og magn. Plastföturnar eru á góðu verði hjá þessu fyrirtæki í Mosfellsbæ.
Hmm bara svona 10l málningarfötur eða eitthvað svoleiðis?
Nokkrar stærðir. Minnsta fatan rúmar minnsta magn sem þú selur. Kannski 2L. Svo 5L, 10L (15L) og 25L (gerjunarfata). Þessar fötur eru "food-grade".

Re: brew.is - Uppkast að verðskrá

Posted: 23. Sep 2010 20:38
by Idle
Persónulega myndi ég fremur mæta með mín eigin ílát, fremur en að borga aukalega fyrir slíkt. Ég á fötur, sekki, og ef í harðbakkann slær, svarta ruslapoka. Annars finnst mér verðskráin sanngjörn, og kann vissulega að meta þarft og gott framtak.

Re: brew.is - Uppkast að verðskrá

Posted: 24. Sep 2010 10:14
by anton
Það eru til glærir plastpokar í RV, sem eru svona eins og "hálfur" svartur poki. Kosta ekki mikið en eru mjög sanngjarnir í styrkleika.

Það er spurning hvort að það sé ekki nægjilegt að henda korninu í þesskonar plastpoka?? Er það slæmt? Kannski ekki best til að geyma kornið í áraraðir...

Re: brew.is - Uppkast að verðskrá

Posted: 24. Sep 2010 10:45
by kalli
Ég myndi allavega ekki nota svarta plastpoka því þeir eru ekki fyrir matvæli. Mér skilst að það séu óholl efni í þeim.

Re: brew.is - Uppkast að verðskrá

Posted: 24. Sep 2010 21:15
by raggi
Prófaðu að tala við fyrirtæki sem heitir Umbúðir og ráðgjöf og ath með poka hjá þeim. Eins með Plastprent. Þessi fyrirtæki bjóða upp á poka undir matvæli og pokarnir eru alls ekki dýrir. Veit samt ekki hvort þeir hafi poka sem tekur 25 kg en það er ekkert verra að vera með 5x5 kg poka. 10 kg poki undir t.d rækju kostaði fyrir 4 árum um 12-16 kr að mig minnir.

Re: brew.is - Uppkast að verðskrá

Posted: 25. Sep 2010 08:15
by Idle
kalli wrote:Ég myndi allavega ekki nota svarta plastpoka því þeir eru ekki fyrir matvæli. Mér skilst að það séu óholl efni í þeim.
Góður punktur. Það er líka alltaf vond lykt af þeim, notuðum eður ei. :)

Re: brew.is - Uppkast að verðskrá

Posted: 26. Sep 2010 14:24
by hrafnkell
Já ég skoða þetta, tala við plastprent og einhverjar þannig búllur. Aðal málið er að hafa þetta ódýrt svo ég þurfi ekki að hækka verðið útaf einhverjum plastpokum :)

Weyermann klúðruðu eitthvað afhendingunni á korninu þannig að það er ekki alveg víst að þetta hafi komist í skip á föstudaginn. Það myndi þýða að kornið kemur ekki fyrr en í þarnæstu viku :(

Re: brew.is - Uppkast að verðskrá

Posted: 27. Sep 2010 01:53
by Andri
Rosalega líst mér vel á þig :)
Takk fyrir þetta framtak.

Re: brew.is - Uppkast að verðskrá

Posted: 27. Sep 2010 19:06
by hrafnkell
Vúhú, þetta komst víst með skipinu á föstudaginn, þannig að ég fæ kornið og humlana í vikunni.

Svo er ég búinn að setja mig í samband við fólk sem getur selt mér ger, þannig að það ætti að bætast við vöruúrvalið á næstunni.

Re: brew.is - Uppkast að verðskrá

Posted: 27. Sep 2010 23:51
by Squinchy
Snilld! :skal:

Re: brew.is - Uppkast að verðskrá

Posted: 28. Sep 2010 20:08
by arnarb
Frábært framtak!

Re: brew.is - Uppkast að verðskrá

Posted: 30. Sep 2010 11:29
by hrafnkell
Ég smellti verðunum á gerinu inn á síðuna líka. Það eru reyndar um 2 vikur í að ég fái gerið, en þetta verða líklega verðin.

Kornið og humlana fæ ég vonandi í dag - Samskip eru ekki búnir að tæma gáminn, en það er allt tollafgreitt og reddí. Mér sýnist ég geta staðið við þessi verð sem ég setti inn upphaflega.