Page 1 of 1

Gerjunar prófíll á lager.

Posted: 20. Oct 2015 16:17
by eddi849
Sælir/Sælar

Nú hef ég ákveðið að byrja að gera lagera reglulega. Ég gerði Bohemian pilsner um daginn sem kom þokkalega vel út og var mjög svipaður og sá sem Hrafnkell setti á bloggið sitt ; http://brew.is/blog/2014/12/godur-lager-a-stuttum-tima/ . Gerjunar prófílinn var nákvæmlega eins en uppskriftin aðeins breytt. Eina vandmálið var að það varð örlítið off-flavor bragð af honum og ég er nokkuð viss um að það sé svokallaða ,,diacetyl'' sem á að minna á smjörkeim en bragðið er ekki eins og smjör. Enda erfitt að greina það nánar því það var svo lítið. Ég held að það gæti hafa komið vegna þessa að hitinn í diacetyl rest var kannski um nokkrar gráður lægri vegna þess að hitaneminn var ekki einangraður og greindi þess vegna umhverfishitan en ekki hitan í gerjunar ílátinu.

Nú hefur maður séð marga gerjunar prófíla á netinu um hvernig á að gera lager. Í næsta skipti ætla ég að leyfa lengri gerjun en ég var að velta því fyrir mér hvaða prófíla menn hafa verið að nota og hafa reynst þeim mjög vel?

Kveðja Eyþór

Re: Gerjunar prófíll á lager.

Posted: 20. Oct 2015 21:38
by hrafnkell
Ég hef bara prófað þennan prófíl. En eins og þú bendir sjálfur á þá er mikilvægt að mæla hitann á virtinum/bjórnum, ekki umhverfinu í kringum hann þegar maður er að keyra svona prófíla.

Re: Gerjunar prófíll á lager.

Posted: 21. Oct 2015 14:44
by eddi849
Já ég er með hitakvarða á tunnuni og ég fylgist vel með hitanum á tunnuni. Stillti þá stýrtinguna á aðeins lægri hita eftir þörfum og virkaði fínt en ég var ekki mikið að pæla í því í diacetyl restinu og mig minnir að ég hafi bara still sýringuna á 16°C. En þetta var skemmtilegur prófíl og væri gaman að reyna hann ef maður væri búinn ,,flash-a'' STC- 100 myndi gera þetta einfaldara.