Page 1 of 1

Brugghús án bruggmeistara?

Posted: 20. Oct 2015 08:49
by KatanaFrost
Sælir/Sælar

Við erum nokkrir að skoða það að opna nýtt brugghús hérlendis... ég veit, enn eitt :)
Erum reyndar komnir aðeins lengra en að skoða það, langt komnir með að umbreyta gömlu húsnæði til að hýsa okkur og erum að bæta við okkur meiri og meiri búnaði, hvort sem það er gamlir mjólkurtankar eða látum smíiða nýjar græjur.
En enginn okkar er official bruggmeistari þó að við erum búnir að vera í þessu í mörg ár og lesa allt sem við komumst í.
Svo er líka svo rosalega þægilegt að nálgast allar upplýsingar tengt þessu á Íslandi....
En mín spurning er þessi, verður brugghús á Íslandi að vera með löggiltan bruggmeistara eða
gætum við keyrt þetta áfram án þess?

Re: Brugghús án bruggmeistara?

Posted: 20. Oct 2015 12:53
by æpíei
Ég held það standi ekkert um það í Áfengislögum. Það væri þá helst Heilbrigðiseftirlitið sem myndi setja út á það, en efast um það.

Gangi ykkur annars vel!

Re: Brugghús án bruggmeistara?

Posted: 20. Oct 2015 14:45
by hrafnkell
Það á ekki að skipta máli hver bruggar bjórinn. En menntaður bruggmeistari er sennilega betur að sér í verkferlum og svona sem þarf fyrir heilbrigðiseftirlitið. Það er þó lítið mál að negla svoleiðis án þess að mennta sig upp á einhverjar milljónir :)

Re: Brugghús án bruggmeistara?

Posted: 22. Oct 2015 09:29
by KatanaFrost
Þakka fyrir svörin :) Þetta er svona það sem mig grunaði en ég byrjaði að efast og þá tók panic við :D