Page 1 of 1

CONAN ger til sölu ÓKEYPIS

Posted: 30. Sep 2015 04:09
by drekatemjari
Sæl öll sömul.
Ég komst yfir Conan gerilinn sem notaður er í Heady Topper frá The Alchemist eða nánar tiltekið Vermont ale frá The yeast bay.
http://www.theyeastbay.com/brewers-yeas ... ermont-ale

Mér datt í huga að vera góður gæi og henda í stóran starter og bjóða fólki að koma og sækja sér afleggjara til mín næstu helgi þar sem ég held að margir hafi áhuga á að prufa þetta ger.

Ef þið ætlið að kíkja og sækja nokkrar frumur (kannski svona 20-50 milljarða) endilega kommentið hérna svo ég viti hvað ég á að gera stóran starter.

Ég læt síðan email eða símanúmer fylgja seinna í vikunni en ég er staddur í 107 RVK.
Ég er ekki alveg nógu ríkur af krukkum svo ég myndi líklegast biðja ykkur að mæta með sótthreinsað ílát til að taka við herlegheitunum.
Góðar kveðjur.

Re: CONAN ger til sölu ÓKEYPIS

Posted: 30. Sep 2015 09:21
by æpíei
Vel boðið, ég myndi þyggja hjá þér.

Re: CONAN ger til sölu ÓKEYPIS

Posted: 5. Oct 2015 02:15
by drekatemjari
Ég er búinn að senda þér pm til baka en er bara alls ekkert að fatta í þessu message kerfi hérna á síðunni svo annað hvort ertu búinn að fá sautján skilaboð eða ekki neitt.

Re: CONAN ger til sölu ÓKEYPIS

Posted: 5. Oct 2015 15:21
by æpíei
Fékk engan póst, en reyni að hafa samband eftir öðrum leiðum.