Page 1 of 1

Þorláksmessa 2015

Posted: 17. Sep 2015 18:02
by E.Sig
Sæl verið þið

Nú er mig farið að vanta hugmyndir og eða uppskriftir að bragðmiklum bjór fyrir skötuna.
Væri helst til í að hafa hann dökkann frekar en ljósan.
Hvað voruð þið að fá ykkur með'enni, eitthvað sem virkaði vel ?


Hér er gamall þráður sem ég fann en ekkert þarna sem gefur mér niðurstöðu..
http://www.fagun.is/viewtopic.php?f=2&t ... ata#p10190

Kveðja
E.Sig

Re: Þorláksmessa 2015

Posted: 17. Sep 2015 18:21
by æpíei
Góð pæling, hafði ekki séð þennan eldri þráð. Ég valdi einmitt Þorláksmessu í jóladagatalinu því mig langaði að gera bjór sem myndi henta með skötu eða saltfisk. Ég ætla að gera Gose sbr http://fagun.is/viewtopic.php?f=8&t=3532&hilit=Gose

Líklega spæka ég hann aðeins upp. Er að spá í að nota reykt hveitimalt að hluta (ef það fæst enn hjá brew). Það verður því reykur, súr og saltur bjór þann 23. des. Nú ef þú borðar ekki skötu þá er það kannski nóg af ógeði fyrir þig ;)