Page 1 of 1

Of lágt OG

Posted: 9. Sep 2015 09:41
by loner73
Góðan dag.
mig vantar smá ráð/upplýsingar frá snillingunum hérna:

Mér var bent á uppskrift frá Plammi sem heitir Enska Sjentilmennið (http://fagun.is/viewtopic.php?f=8&t=262 ... oom#p21693) og réðst í þá framkvæmd í síðustu viku.
útkoman virtist heppnast vel þar til að ég tók OG mælingu og fékk 1.034 í stað 1.057...
Þar sem að ég er er nýr í þessum bransa þá setti ég gerið útí og vonaði það besta. Gerjun fór af stað en eftir 3-4 daga var alveg hætt að bubla í vatnslásnum.

Nú er ég búinn að vera að velta því fyrir mér hvort ég ætti að leysa upp smá sykur og hella út í tunnuna þar sem að mig grunar að ég fái, að óbreyttu, bara létt-bjór út úr þessu.
Getið þið sagt mér hvort það gangi og þá hvað mikið af sykri ég ætti að setja út í?

Re: Of lágt OG

Posted: 9. Sep 2015 10:20
by hrafnkell
Ég hef aðeins skrifað um þetta hérna:
http://brew.is/blog/2014/07/leleg-nytni ... ur-og-rad/

Ég myndi fara varlega í sykurinn til að hífa þetta upp - Hann minnkar líka boddí og fleira.

Re: Of lágt OG

Posted: 9. Sep 2015 11:16
by loner73
Takk fyrir þessa lesningu Hrafnkell. ég var ekki búinn að taka eftir blogginu þínu.

ég hef sennilega klúðrað einhverju á leiðinni þó ég muni ekki eftir neinu í fljótu bragði.
En þú segir að fara ætti varlega í að bæta við sykri. þýðir það að ég ætti að sleppa því?

Re: Of lágt OG

Posted: 9. Sep 2015 18:36
by Herra Kristinn
Þetta er krónískt vandamál hjá mér, var með Imperial Stout sem átti að vera 1.085 en var 1.066 sem er reyndar mesti munurinn sem ég hef lent í, yfirleitt er ég c.a. 0.010 undir eða svo. Það kemur reyndar yfirleitt til baka þegar ég tek FG, þ.e. meskihitastig mitt er einfaldlega of lágt og ég virðist vera að fá einfaldari sykrur en ef meskjað er við hærra hitastig sem þýðir lægra FG og þurrari bjór.

Ef þú endar í 1.000 FG þá færðu 4.46% bjór, þetta FG er alveg mögulegt; ég fékk það sjálfur einu sinni :-)

Re: Of lágt OG

Posted: 10. Sep 2015 07:41
by loner73
Takk fyrir svarið Herra Kristinn.

ég mældi sykurmagnið í gær og það er komið í 1.008 sem gefur um 3,94%. smakkaði gutlið og það lofar góðu svo að sennilega prófa ég að setja þetta á flöskur eftir ~10 daga og kalla fyrir "Enska Léttmennið".

Annars er ég búinn að fara yfir ferlið nokkrum sinnum í huganum og það eina sem mér dettur í hug er að ég hafi gleymt að keyra hitann upp í 78 gráður í 10 mín (allavega man ég ekki eftir að hafa gert það). ótrúlegt ef það veldur svona miklum mun :shock:

Þá er maður allavega búinn að læra það...

Re: Of lágt OG

Posted: 10. Sep 2015 17:23
by Eyvindur
Mashout ætti ekki að breyta svona miklu. Líkur hafa verið leiddar að því að það sé frekar aukatíminn sem fer í það heldur en hitinn sjálfur sem valdi aukinni nýtingu.

Það sem veldur slæmri nýtingu er oftast:

Léleg mölun.
Ekki nógu vel hrært og deigið í kekkjum.
Of stutt mesking.
Of lágur meskihiti.

Ef þú ert að enda í tæpum 4% er þetta fínasti Premium Bitter, og ég myndi ekki hafa neinar áhyggjur.

Í framtíðinni skaltu skoða mölunina og passa að hræra vel og reglulega. Ég nota yfirleitt 90 mín. meskingu, og hefur fundist nýtingin batna við það (nema ef ég er að gera mild eða bitter, eða aðra litla bjóra, þá meski ég í 45 mínútur), þannig að ég mæli með því að hafa meskitímann svolítið langan. Svo er auðvitað mikilvægt að vera með almennilegan hitamæli, augljóslega.

Re: Of lágt OG

Posted: 12. Oct 2015 23:39
by loner73
svona ef einhver var að velta því fyrir sér þá endaði lögnin í 3,95% við átöppun. 10dögum síðar opnaði ég eina flösku til að prufa. ég er voða feginn að hafa ekki hellt þessu niður því að þetta er mjög bragðgóður bjór. verður klárlega gerður aftur :)
Vill svo þakka ráðleggingarnar..