Page 1 of 1

Mánaðarfundur mánudaginn 7 september kl:20 Bjórgarðinum

Posted: 5. Sep 2015 11:48
by Plammi
Mánaðarfundur ágústmánaðar verður haldinn mánudaginn 7 september kl:20:00 í Bjórgarðinum Þórunnartúni 1

Dagskráin:
  • Tilkynningar og stutt spjall um hvað er á döfinni
  • Fræðsluerindi - umræður um lagabreytingar
  • Smakk og bruggspjall

Bragðgóð tilboð á barnum!


Fundargerð

Fyrsta haustlægðin kann að hafa áhrif á mætingu en mættir voru:
Æpíei
Sigurjón
Davíð
Funkalizer
Thorgnyr
ísak
Kiwifugl (porter smakk)
Pallib

Þórgrnýr reifaði lög um áfengi og hvernig þau varða heimagerð á áfengum drykkjum. Í framhaldi af því urðu umræður um hvað Fágun gæti gert til að hafa áhrif á löggjafann til að breyta lögunum. Stungið var upp á að skipa nefnd innan Fágunar um þessi mál. Thrognyr og Funkalizer buðust til að vera í henni.

Æpíei sagði frá nýafsöðnu kútapartýi á Menningarnótt sem tókst afskaplega vel þrátt fyrir helli rigningu. Það hefur ekki komið fram afgerandi stuðningur við norðanferð á Gorhátið sem kynnt var á síðasta fundi, svo óvíst með þá ferð. Önnur mál sem brunnu á hjarta gesta voru rædd yfir veigum Bjórgarðsins og smakki frá Kiwifugli.

Næsti fundur verður mánudaginn 5. október á nýjum bruggbar Bryggjan sem mun opna um það leiti. Nánar tilkynnt síðar.

Re: Mánaðarfundur mánudaginn 7 september kl:20 Bjórgarðinum

Posted: 8. Sep 2015 09:34
by æpíei
Komin fundargerð.