Page 1 of 1

Hraðbrugg

Posted: 26. Aug 2015 21:35
by Sigurjón
Nú hef ég verið beðinn um að brugga fyrir atburð sem er eftir 2 vikur. Týpískur bjór hjá mér tekur 3 vikur að verða til. Ég gerja í 2 vikur og kolsýri í viku. Ef ég ætti að gera þetta á 14 dögum var mér að detta í hug að gerja í 10 daga og kolsýra á aðeins hærri þrýsting í 4 daga til að vera með eitthvað tilbúið. Auðvitað yrði bjórinn betri eftir að hafa fengið að þroskast svolítið, en það er ekki í boði núna.
Hvað dettur ykkur í hug að gæti heppnast þokkalega á svona stuttum tíma, en vera samt drykkjuhæfur fyrir sem flesta?

Re: Hraðbrugg

Posted: 26. Aug 2015 21:41
by flokason
Cream ale
American blonde

T.d.
Hvað sem er nánast og undir 1.050 og mjog einfalda uppskrift (fáar tegundir af korni og humlum )


T.d. american blonde ur bcs
94% pale ale
6% crystal
25 ibu i 60min

Það er alveg solid

Re: Hraðbrugg

Posted: 26. Aug 2015 21:50
by æpíei
Ég hef gert smash, vel humlaðan til að vega upp stuttan þroskunartíma, á 10 dögum. Þarft bara 2 daga í kolsýru. Fyrri daginn á 30-40 psi, svo seinni daginn á 10 psi og hristir kútinn hressilega af og til.

http://fagun.is/viewtopic.php?f=8&t=3224&hilit=Smash

Re: Hraðbrugg

Posted: 26. Aug 2015 22:38
by Classic
æpíei wrote:Ég hef gert smash, vel humlaðan til að vega upp stuttan þroskunartíma, á 10 dögum. Þarft bara 2 daga í kolsýru. Fyrri daginn á 30-40 psi, svo seinni daginn á 10 psi og hristir kútinn hressilega af og til.

http://fagun.is/viewtopic.php?f=8&t=3224&hilit=Smash
Styð þessa tillögu. Þessi kom suddalega vel út í kútapartíinu í fyrra.

Re: Hraðbrugg

Posted: 27. Aug 2015 01:25
by Sigurjón
Takk fyrir hugmyndirnar.
Ég á tasvert af base og crystal korni og slatta af humlum. Ég skelli í þennan annað kvöld og læt ykkur vita hvað það verður.

Re: Hraðbrugg

Posted: 27. Aug 2015 09:59
by Eyvindur
Bitter og mild eru jafnvel enn betri kostir - lítið áfengi, þannig að þeir verða tilbúnir miklu hraðar.

Annars hef ég líka gert hoppy rauðöl á 10 dögum fyrir partý. Kom geysilega vel út.

Re: Hraðbrugg

Posted: 27. Aug 2015 15:07
by Oli
Sælir
Einn félagi okkar hér fyrir vestan gerði bitter "grain to glass" á 7 dögum og smakkaðist bara ágætlega þó hann hefði líklega verið betri eftir 2-3 vikur. :)

Re: Hraðbrugg

Posted: 27. Aug 2015 21:57
by Eyvindur

Re: Hraðbrugg

Posted: 29. Aug 2015 11:32
by Sigurjón
Ég hennti í lögn í gærkvöldi. Þetta er ekkert mjög langt frá Bee Cave þegar ég fór að spá í því.

4,3 kg Pale
0,6 kg Carahell
13 g Magnum @ 60
12 g Cascade @ 30
10 g Cascade @ 15
5 g Cascade @ 5

Safale 05

Þetta fær að gerjast í 10 daga áðir en ég set á kút.

Re: Hraðbrugg

Posted: 7. Sep 2015 13:01
by Sigurjón
Þetta fékk 9 daga í gerjun og endaði í 5.25% (uppskrift gerði ráð fyrir 4.9% en gerið var eitthvað sprækara en Beersmith hafði áætlað)
Það varð vægara humlabragð en ég átti von á en þetta bragðaðist samt alveg ágætlega. Núna er hann í kút að kolsýrast og verður svo prufaður aftur á fimmtudagskvöldið fyrir helgina.