Page 1 of 1

Keezer - STC hitastýring

Posted: 12. Aug 2015 13:27
by Hekk
Ég er að hnoða saman frystikistu til að kæla kúta, og ég hef verið að velta fyrir mér hvort það sé einhver ávinningur að skipta út orginal hitastýringu með STC-1000 eða bara gera þetta einfalt og láta stc stjórna beint rafmagninu úr veggnum.

Hefur einhver skoðun á þessu?

Re: Keezer - STC hitastýring

Posted: 12. Aug 2015 14:13
by æpíei
Ég hef bara látið hitastýringuna kveikja og slökkva á öllum ísskápnum. Passa bara að stilla hann á mestan kulda. Ég hef séð einhverja setja relayið bara á pumpuna en held þú græðir ekkert á því nema hafa ljósið alltaf í sambandi. Það kviknar hvort eð er á því næstum strax og þú opnar hurðina og hitinn í ísskápnum byrjar að rísa.

Re: Keezer - STC hitastýring

Posted: 12. Aug 2015 21:46
by fridrikgunn
Ég er einmitt í sömu pælingum - ofmat aðeins kunnáttu mína á rafmagnsfræðinni og hugsa að ef ég væri að gera þetta aftur þá myndi ég bara nota hitastýringuna til að kveikja og slökkva á öllu saman eins og æpíei segir.