Að kolsýra dry stout

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
Örvar
Gáfnagerill
Posts: 172
Joined: 20. Aug 2010 12:11
Location: Hafnarfjörður

Að kolsýra dry stout

Post by Örvar »

Ég var að setja á kút dry stout (Guinness clone) og var að velta fyrir mér hversu mikinn þrýsting ég ætti að setja á kútinn til að fá hæfilega kolsýru bara með CO2.
Ég er bara með picnic krana ennþá og hafði hugsað mér að hafa frekar stutta bjórlínu til að fá nokkuð aggressíft pour og losa þá um mestu kolsýruna (veit ekki alveg hversu vel það á að ganga).
Ég er með 2 aðra bjóra í ísskápnum og er með hann í ca 5°C.
Miðað við það ætti ég að hafa ansi lítinn þrýsting á kútnum, 1-5psi, varla til að ýta honum úr slöngunni.
Hvernig eru menn hér að gera þetta? Þeir sem hafa notað bara CO2 og venjulega krana?
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Að kolsýra dry stout

Post by helgibelgi »

Ég myndi hafa hann aðeins hærra fyrst svo að hann kolsýrist hraðar, kannski 10-15psi. Síðan bara tékka daglega á honum. Þegar þú tékkar á honum skaltu skrúfa niður þrýstinginn alveg, losa síðan um þrýsinginn á kútnum, skrúfa síðan upp þrýstinginn þangað til að hann rennur eins og þú vilt að hann renni. Þegar þú ert búinn að ná réttu magni myndi ég bara geyma hann við þann þrýsing sem þú færð úr reiknivélum (t.d. http://www.brewersfriend.com/keg-carbon ... alculator/) en ef hann dælist of hratt út þannig myndi ég bara skrúfa niður áður en ég dæli.
Örvar
Gáfnagerill
Posts: 172
Joined: 20. Aug 2010 12:11
Location: Hafnarfjörður

Re: Að kolsýra dry stout

Post by Örvar »

Oki. Ég set þá ca 10 psi á kútinn fyrstu 2 dagana og lækka svo í 4-5 psi sem ég reikna með sem serving pressure.
Held ég byrji bara með meters línu fyrst og breyti henni svo ef ég þarf, nenni ekki að vera að breyta þrýstingnum í hvert skipti sem hellt er í glas.
Post Reply