Magn af korni í (plast) suðupott
Posted: 6. Aug 2015 13:09
Flestar uppskriftir sem ég hef lagt í hingað til hafa verið með ca 4-5 kg af korni í 27 lítra, venjuleg BIAB aðferð og suðupottur úr plasti úr byrjendapakka brew.is. Fæ yfirleitt 17-18 lítra á flöskur úr því.
Nú er ég að skoða tvær, þrjár uppskriftir af stórum og sterkum bjórum fyrir veturinn og Beersmith er að gefa mér upp að nota 8-9 kg af korni. Hljómar það nokkuð alveg fráleitt fyrir bjóra með OG í kringum 1.085 og uppúr og 7,5 til 8,5 % ABV ?
Ég sé reyndar fyrir mér að ég geti lent í vandræðum með svona mikið korn í pokanum - er ekki með talíu eða þannig útbúnað til að lyfta þessu.
Nú er ég að skoða tvær, þrjár uppskriftir af stórum og sterkum bjórum fyrir veturinn og Beersmith er að gefa mér upp að nota 8-9 kg af korni. Hljómar það nokkuð alveg fráleitt fyrir bjóra með OG í kringum 1.085 og uppúr og 7,5 til 8,5 % ABV ?
Ég sé reyndar fyrir mér að ég geti lent í vandræðum með svona mikið korn í pokanum - er ekki með talíu eða þannig útbúnað til að lyfta þessu.