Magn af korni í (plast) suðupott

Á þessum þræði geta meðlimir spjallborðsins sett fram allt sem tengist gerjun. Ennig spurt spurninga og fengið aðstoð frá öðrum meðlimum.
Post Reply
fridrikgunn
Villigerill
Posts: 18
Joined: 28. Mar 2015 00:01

Magn af korni í (plast) suðupott

Post by fridrikgunn »

Flestar uppskriftir sem ég hef lagt í hingað til hafa verið með ca 4-5 kg af korni í 27 lítra, venjuleg BIAB aðferð og suðupottur úr plasti úr byrjendapakka brew.is. Fæ yfirleitt 17-18 lítra á flöskur úr því.

Nú er ég að skoða tvær, þrjár uppskriftir af stórum og sterkum bjórum fyrir veturinn og Beersmith er að gefa mér upp að nota 8-9 kg af korni. Hljómar það nokkuð alveg fráleitt fyrir bjóra með OG í kringum 1.085 og uppúr og 7,5 til 8,5 % ABV ?

Ég sé reyndar fyrir mér að ég geti lent í vandræðum með svona mikið korn í pokanum - er ekki með talíu eða þannig útbúnað til að lyfta þessu.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Magn af korni í (plast) suðupott

Post by hrafnkell »

Það er ekkert stórmál, en þú þarft að byrja með minna magn af vatni og bæta það upp með t.d. skolun eftirá. T.d. Byrja með ~20 lítra í meskingu, í lok meskingar (fyrir mashout) hafa 10 lítra af ~85°C vatni í gerjunarfötu og færa kornpokann yfir í það. Þannig nærðu að skola kornið og mashout í einu skrefi. Leyfir því að standa í 5-10mín og sameinar svo í suðufötuna. Þannig eykurðu nýtnina þína og getur sparað þér smá tíma með því að ná upp suðu á meðan mashout klárast.

Ágætt að hafa líka í huga að með stærri bjóra þá lækkar nýtnin, sem þarf að gera ráð fyrir með meira af korni.
Post Reply