Page 1 of 1

Hræódýr & einföld aðferð til að gerja lager bjór

Posted: 21. Sep 2009 19:32
by Andri
Sælar dömur, ég ákvað bara að prófa þetta eftir smá pælingar þar sem einn meðlimurinn hérna sýndi gerjunartunnu í baðkarinu sínu sem hann var ekki að nota.
Ég ákvað að mæla kalda vatnið úr krananum hjá mér og það var 8,5°C sirka. Fyllti 5 gallona (23l) glerílát (carboy) af vatni og lét ofan í gerjunartunnu. Lét svo kalt vatn renna í gerjunarfötuna og mældi hitastigið á vatninu í glercarboyinu næsta dag og það var 9°C.
Eftir þessa tilraun ákvað ég að skella í lögun og búa til lager. Brew Canada kit'n'kilo lager dót með kíló af dextrósa. Ég lét WYEAST Danish lager ger út í þetta, fannst pokinn tútna ansi lítið út en ég var með lögunina tilbúna og ákvað að skella því bara út í (gerið hafði verið týnt í pósti í þónokkurn tíma) eftir nokkra daga við 9°C þá var þetta ekkert byrjað að búbbla. Þannig að ég ákvað bara að skella gerinu sem fylgdi kittinu.. Ég bjóst náttúrulega við því að það myndi búa til ógeðslegt aukabragð en hafði ekkert annað ger í höndunum og þessar verzlanir hérna bjóða ekki beint upp á mikið úrval af geri..
Tók sample með vínþjóf í gær, bragðaðist asskoti vel. Þetta er örugglega búið að sitja þarna í 4-6 vikur, búbblar á 2 mínútu fresti og er mjög nálægt því að ná final gravity "FG". Það er rosalega tær liturinn á bjórnum þegar ég lét hann í glas.
Veit ekki hvort þessi verður tilbúinn fyrir Oktoberfestið..

(ef þið ætlið út í þetta þá væri kanski sniðugra að kaupa fötu sem er nákvæmlega eins í húsasmiðjunni... sama plastefni notað í hana líka en þeir selja ekki lok.)

Image
Vatnið að gusslast í niðurfallið
Image
Hallærislegar peysur sem ég keypti einhverntíman þegar ég var í 8. bekk í grunnskóla.
Image
Bjórinn, krausen þarna og þarna er eitthvað hné fitting sem passaði á ónýtu sturtu slönguna sem ég var að skipta út, hún fer svo ofan í holræsið.
Image
Garðslanga úr krananum fer bara ofan í fötuna.

Eina vandamálið er að útgangurinn (hné nippillinn) er bottleneck á vatnsflæðið þannig að ég get ekki haft mikið flæði en ég reddaði því með því að skella bara meira af fötum til að einangra þetta betur :drunk:

Re: Hræódýr & einföld aðferð til að gerja lager bjór

Posted: 21. Sep 2009 20:10
by sigurdur
Þetta er flott.
Hvaða hitastigi náðiru að halda á glerkútnum?
Hvað var útgangshitastigið á vatninu (frá kælingunni)?

Re: Hræódýr & einföld aðferð til að gerja lager bjór

Posted: 21. Sep 2009 21:03
by Andri
9-10°c á kútnum myndi örugglega vera í 9 ef ég gæti haldið flæðinu... það er bara rétt að dropa úr þessu í niðurfallið þannig að flæðið er ekki mikið.
Útgangshitinn er einhverjar 10°c circa, mæli þetta á morgun :)

Re: Hræódýr & einföld aðferð til að gerja lager bjór

Posted: 22. Sep 2009 19:49
by icegooner
gaman að þessu, endilega komdu með fleiri update af þessu projecti

Re: Hræódýr & einföld aðferð til að gerja lager bjór

Posted: 23. Sep 2009 18:14
by Andri
Hvað segirðu, viltu updates á því hvernig bjórinn kemur út eða ertu að biðja um nánari lýsingar á "smíðinni" sem er sú einfaldasta þannig að ég býst við því að þú vilt vita hvernig bjórinn kemur út :)
Þessari niðursuðudós (Brew canada) má líkja við örbylgjupítsu, hún verður ekki jafn góð og eldbökuð pítsa. En ég býst við því að þessi mun heppnast betur en 20°C bjórinn, og ég hef hann hérna til að bera saman við þetta.

Mæli útgangsvatnið síðar, nenni ekki að vesenast í þessu núna :)

Re: Hræódýr & einföld aðferð til að gerja lager bjór

Posted: 30. Sep 2009 13:38
by Robert
snidugt, ef eg hefdi ekki adgang ad tomum isskapi tha vaeri thetta malid.

Re: Hræódýr & einföld aðferð til að gerja lager bjór

Posted: 30. Sep 2009 15:54
by sigurdur
Robert wrote:snidugt, ef eg hefdi ekki adgang ad tomum isskapi tha vaeri thetta malid.
Þetta getur enn verið málið jafnvel þó að þú hafir aðgang að tómum ísskáp.
Ef þú vilt ekki gera neinar stórkostlegar og mögulega dýrar breytingar á ísskápnum, þá er þetta kjörin leið til að stýra hitastiginu á meðan lagerinn er að gerjast (8-12°C, eða bara kjörhitastig þess gers sem að þú notar hverju sinni), svo þegar gerjunin er búin þá er hægt að nota ísskápinn til þess að "lagera" bjórinn (0-4°C).

Svo auðvitað getur þú nýtt þér svona hitastýringu til að láta ölið þitt gerjast við 18°c, hitar bara inntaksvatnið (blandar við heitt vatn).

Svo má auðvitað ekki gleyma því að það er oft mun ódýrara að útbúa svona kælingu heldur en að kaupa ísskáp ef þig langaði nú að vera með fleiri bjóra í gangi heldur en bara einn.

Re: Hræódýr & einföld aðferð til að gerja lager bjór

Posted: 1. Oct 2009 22:42
by Korinna
Rosalega myndir hjá þér Andri! :skal: