Page 1 of 1

Kolsýring á Kút?

Posted: 5. Aug 2015 15:26
by Kiddi T
Sæl verið þið

Ég er að byrja að brasa Við bjórgerð og er búinn að leggja í fyrstu lögum :) en nú er komið að því að kolsýra bjórinn og þá vantar nýliðan upplýsingar frá ykkur lengra komnum , þannig er að ég er með 20L bjórkúta sem ég ætla að sýra í með kolsýru, spurningin er Hversu mikinn þrýsting setjið þið á kútana í upphafi? og haldiði honum þangað til bjórinn er búinn eða lækkið þið hann eftir einhvern tíma? einnig eruð þið að kolsýra þetta í einhverju vissu hitastigi eða bara við stofuhita? og hversu lengi er bjórinn að verða til frá því að hann er fyrst kolsýrður?

Kv Kiddi

Re: Kolsýring á Kút?

Posted: 5. Aug 2015 15:57
by hrafnkell
Ég skrifaði um þetta fyrir nokkru:
http://brew.is/blog/2014/02/kolsyra-bjor-a-kutum/
Hálfflýtikolsýring
Þetta er sú aðferð sem ég nota mest. Hún felst í því að kúturinn er kældur í ca. 4 gráður, og svo settur 40psi þrýstingur á kútinn. Kúturinn er látinn standa með þeim þrýsting í ~20klst og þá er bjórinn orðinn létt kolsýrður. Ég set kútinn svo á maintenance þrýsting og þá skríður bjórinn upp í rétta kolsýru á nokkrum dögum. Kosturinn við þessa aðferð er að þarna eru litlar líkur á því að fara of hátt með kolsýruna, en samt fá næga kolsýru í bjórinn til að það sé hægt að njóta hans fljótt. Svo er hægt

Re: Kolsýring á Kút?

Posted: 5. Aug 2015 21:51
by Kiddi T
Takk kærlega fyrir þetta Hrafnkell, ég er bjarga mér með þessar upplýsingar :)