Hvernig er best að forðast flöskusprengjur?

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
trickvi
Villigerill
Posts: 2
Joined: 4. Aug 2015 08:28

Hvernig er best að forðast flöskusprengjur?

Post by trickvi »

Um klukkan sex í morgun vöknuðu ég og konan mín við háan kvell og brothljóð. Í svefnvímu athuguðum við hvort eitthvað hafi brotnað inni í ísskáp eða hvort sparistellið hafi farið í klessu í jarðskjálfta. Inni í þvottahúsi fundum við svo uppruna kvellsins. Ein bjórflaskan hafði sprungið með látum.

Þetta er í fyrsta skipti sem flaska springur hjá mér en eftir þetta atvik lá ég uppi í rúmi og hugsaði. Hvað ef þetta hefði gerst á meðan einhver var inni í þvottahúsi? Hvað ef þetta gerist þegar einhver heldur á bjórflöskunni? Það er eflaust ekki mjög eftirsótt að verða fyrir glerbrotum á fljúgandi á gífurlegum hraða.

Ég mundi eftir þræði sem ég las um hvernig ætti að búa til Malt sem fól í sér að stoppa kolsýrumyndun (og áfengismyndun) með því að drepa gerið með heitu vatni. Þannig að ég tók allar flöskurnar sem ég átti eftir, varlega svo ég myndi ekki fá glerbrot í magann af annarri flöskusprengju, og setti flöskurnar í heitt vatn til þess að drepa gerið. Ég vona að það virki og heimabruggsbjórdrykkja verði aftur tiltölulega örugg íþrótt. Ég vildi jafnframt deila þessari hugmyndi minni og mæla með því að aðrir bruggarar geri þetta líka.
Snordahl
Villigerill
Posts: 35
Joined: 22. Jun 2013 23:40

Re: Hvernig er best að forðast flöskusprengjur?

Post by Snordahl »

Besta leiðin til að forðast svona atvik er að vera alveg viss um að gerjun sé búin áður en þú tappar á flöskur, nota rétt magn af sykri (gott er að styðjast við priming reiknivélar á netinu) og hræra svo létt í bjórnum svo að sykurlausnin dreifist vel um bjórinn í stað þess t.d að sitja á botninum.

Það þarf líka ekki að vera að þú hafir ofkolsýrt flöskurnar, það getur líka verið að einhverjar séu gallaðar og þar af leiðandi þola minni þrýsting með tilheyrandi afleiðingum.

Ég myndi svo fara varlega í svona æfingar með að hita flöskurnar til að drepa gerið því að þegar þú hitar bjórinn að þá þenst kolsýran út og ef einhver flaska er of kolsýrð fyrir að þá er hætta á sprengju. Ég held einnig að þú þurfir að nota tölvuert háan hita í einhvern tíma til að drepa gerið þannig að þú þarft að gera þetta í öruggu umhverfi.

Einnig er gott að halda flöskunum köldum eftir að bjórinn er orðinn kolsýrður því þá er öruggt að gerið er ekki virkt og kolsýran er í stöðugu ástandi.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Hvernig er best að forðast flöskusprengjur?

Post by hrafnkell »

Það eru nokkrar ástæður fyrir flöskusprengjum:

1. Of mikill priming sykur - t.d. priming sykur settur í miðað við rangt vatnsmagn eða einfaldlega of mikið. Nota priming reikinvél.
2. Priming sykur ekki vel blandaður - Sumar flöskur of kolsýrðar, aðrar undir kolsýrðar. Leysa sykur upp, fleyta ofan á hann og hræra létt eftirá.
3. Gerjun ekki búin þegar sett er á flöskur. T.d. ef hitastig er ójafnt í gerjun getur það tafið og menn verið of fljótir á sér að setja á flöskur. Leyfa gerjun að klárast alveg.
4. Sýking. Þetta gerist á löngum tíma, nokkrum mánuðum. Passa hreinlæti betur.
5. Gömul / Léleg flaska. Sumar flöskur eru efnisminni eða hafa lent í hnjaski. Fylgjast með því að allar flöskur séu heillegar.

Sprengjur eru sjaldgæfar - ég hef t.d. aldrei lent í slíkri. Ef ofangreind atriði eru höfð í huga þá eru þær ólíklegar. Flestar flöskur þola ótrúlega mikinn þrýsting áður en þær gefa sig. Það ætti ekki að vera nein þörf á því að sjóða allan bjór.

Hvernig er kolsýran í hinum flöskunum trickvi? Er hann of kolsýrður?
trickvi
Villigerill
Posts: 2
Joined: 4. Aug 2015 08:28

Re: Hvernig er best að forðast flöskusprengjur?

Post by trickvi »

Þetta er í 12. sinn sem ég legg í bjór og aldrei lent í flöskusprengjum áður og bara einstaka sinnum sem það hefur freytt hjá mér. Þessi lögun varð tilbúin fyrir rúmlega tveimur vikum síðan (ég tappaði á fyrir rúmlega 3 vikum þannig að þetta hefur gerst hægt og rólega). Hinir bjórarnir í þessari lögun hafa verið mjög fínir. Enginn freytt of mikið, hausinn samt góður og kolsýran framúrskarandi fín.
  1. Ég hef oftar verið með meiri priming sykur en miða eiginlega alltaf við 6.6g per líter (og dreg frá þennan aukalíter sem verður eftir þegar gerið situr í botninum).
  2. Hér geri ég aðeins öðruvísi. Ég leysi sykurinn upp í vatni og set það í botninn á fötu og fleyti svo bjórnum yfir og hræri í stöðugt (en rólega) á meðan.
  3. Ég leyfi gerjuninni að virka í sirka 2 vikur. Í þetta skiptið voru það 12 dagar. Þessi uppskrift mistókst reyndar eitthvað rosalega því OG var 1.052 og FG 1.030 (þannig að ég var vel undir löglegum áfengismörkum).
  4. Sýking væri skrítin á svona stuttum tíma en ég ofhreinsa frekar en vanhreinsa því ég er svo sýklahræddur.
  5. Flaskan var frekar ný (notuð einu sinni eða aldrei).
Helsti þrjóturinn sem mér dettur í hug er þetta FG 1.030 sem gerið hefur verið að japla á í einhvern tíma þangað til búmm. Annað sem mér dettur í hug er að þessi flaska hafi fengið eitthvað súpermagn af aukageri þegar ég fleytti yfir eða ég bara einfaldlega ekki náð að hræra nógu vel saman.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Hvernig er best að forðast flöskusprengjur?

Post by hrafnkell »

trickvi wrote:Helsti þrjóturinn sem mér dettur í hug er þetta FG 1.030 sem gerið hefur verið að japla á í einhvern tíma þangað til búmm. Annað sem mér dettur í hug er að þessi flaska hafi fengið eitthvað súpermagn af aukageri þegar ég fleytti yfir eða ég bara einfaldlega ekki náð að hræra nógu vel saman.
Germagnið hefur ekkert með þetta að segja. Það er gerjanlegur sykur sem telur. Hér hefur sennilega verið gott dass eftir af gerjanlegum sykri - hugsanlega eftir hitabreytingar í gerjun og/eða með sérstaklega fallvæn (flocculant) ger (ensk ölger t.d.). Gerið hefur þá etv fallið (flocculate) og farið í hálfgerðan dvala á einhverjum tímapunkti, en vaknað við átöppun. 22/52 er aðeins um 42% attenuation og ég hefði gefið þessu lengri tíma til að klára.

Einhverjir gerlar eiga það svo til að byrja hressilega, hægja svo verulega á sér og byrja svo aftur, t.d. Belgian Saison frá Wyeast:
https://www.wyeastlab.com/rw_yeaststrai ... .cfm?ID=60
Post Reply