Page 1 of 1

Ódýr lausn: Hlíf yfir element-tengin

Posted: 17. Jul 2015 09:25
by cresent
Hæ öll.

Hér er ódýrt take á því hvernig hægt sé að smíða hlíf yfir tengin á hitaldi.

Efni:
Venjuleg rafmagnssnúra úr tölvu
C14 Device plug.
Gamall straumbreytir, eða öllu heldur kassi utan af gömlum straumbreyti.
Optional: Gaumljós, 220V

Svona leit þetta út á suðutunninni áður en ég byrjaði:
Tengin, allsber
Tengin, allsber
image5.JPG (47.17 KiB) Viewed 7218 times
1. Ég fann gamlan ónýtan straumbreyti, og sagaði innstunguna af:
Innstungan farin af
Innstungan farin af
image6.JPG (84.67 KiB) Viewed 7218 times
2. Tæmdi innihaldið, kassinn tómur:
Kassinn tómur
Kassinn tómur
image7.JPG (93.76 KiB) Viewed 7218 times
3. Boraði gat á kassann, þar sem innstungan var áður.

4. Gerði gat á hliðinni fyrir C14 tengið, með borvél, vasahníf og smá þolinmæði, skrúfaði C14 tengið í kassann.

5. (Valkvætt) Ef maður vill hafa gaumljós, þá er 22mm gat borað i kassann og ljósið sett í.

6. Vírum bætt við:
Vírarnir komnir í 1
Vírarnir komnir í 1
FullSizeRender.jpg (64.84 KiB) Viewed 7218 times
Vírarnir komnir í 2
Vírarnir komnir í 2
FullSizeRender1.jpg (89.48 KiB) Viewed 7218 times
7. kassinn utan á suðukarinu:
Final
Final
FullSizeRender2.jpg (55.12 KiB) Viewed 7218 times

Re: Ódýr lausn: Hlíf yfir element-tengin

Posted: 17. Jul 2015 09:50
by Sindri
Þetta er helvíti sniðugt! Hefur verið á döfinni hjá mér lengi að fara að tengja allt almennilega hjá mér.