Sótthreinsun á ferskum ávöxtum?

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
einaroskarsson
Villigerill
Posts: 48
Joined: 16. Mar 2015 18:19

Sótthreinsun á ferskum ávöxtum?

Post by einaroskarsson »

Sæl verið þið!

Mig langar rosalega að prófa uppskrift með ferskum ferskjum (þær eru í fullu swingi um þessar mundir) en er hræddur við sýkingar. Hef séð að fólk er að tala um að frysta í nokkra daga, sumir leggja til að "sjóða" og á enn einum stað las ég að nota mætti SO2 sem notað er í víngerð (http://byo.com/hops/item/679-fruit-brew ... techniques, http://aman.is/Vorur/Baetiefni_fyrir_vi ... hite_50gr/). Er einhver með reynslu af þessu sem getur mælt með einni aðferð fram yfir aðra?? :)

Með fyrirfram þökk,
Einar
einaroskarsson
Villigerill
Posts: 48
Joined: 16. Mar 2015 18:19

Re: Sótthreinsun á ferskum ávöxtum?

Post by einaroskarsson »

Jæja, deili hér reynslu okkar af ferskum ávöxtum með myndabloggi (maður hatar ekki myndabloggið!!)

Ferskjur afhýddar og kjarninn fjarlægður. Fékkst ca 110 g per ferskju.
2015-07-18 15.27.43.jpg
2015-07-18 15.27.43.jpg (109.77 KiB) Viewed 9088 times
Maukað með matvinnsluvél.
2015-07-18 15.35.16.jpg
Sett í zip-lock poka og í frystinn í 48 tíma.
2015-07-18 16.04.40.jpg
2015-07-18 16.04.40.jpg (122.62 KiB) Viewed 9088 times
Fleytti svo yfir ferskjumaukið eftir 4 daga í gerjun (frumraun með secondary). Þegar það kom að dry-hop nokkrum dögum síðar þá leist mér ekkert á blikuna:
2015-07-27 20.06.30.jpg
2015-07-27 20.06.30.jpg (124.13 KiB) Viewed 9088 times
En það var haldið áfram og þegar kom að átöppun þá leit þetta þokkalega út, sterk lykt upp úr tunnunni en ekki slæm.
2015-08-04 21.40.23.jpg
2015-08-04 21.40.23.jpg (108.76 KiB) Viewed 9088 times
Fleyttum bjórnum yfir á átöppunarfötu án þess að sía, hefði verið sterkur leikur eftir á að hyggja. Fór smá gums í síðustu flöskurnar en að mestu leyti var þetta tær bjór. Eftir 10 daga var fyrsti opnaður og niðurstaðan þrælfínn Pale Ale, ferskjurnar eru greinilega til staðar en alls ekki í aðalhlutverki. Skemmtileg og vel heppnuð tilraun (að mínu mati)!
2015-08-14 22.00.11.jpg
2015-08-14 22.00.11.jpg (74.65 KiB) Viewed 9088 times
Í tilraunaskyni voru 10 L gerjaðir áfram án ferskna og er sá bjór líka að koma vel út. Skál! Uppskrift: http://beersmithrecipes.com/viewrecipe/ ... -gallon-13
Herra Kristinn
Kraftagerill
Posts: 55
Joined: 21. Apr 2015 10:08
Location: Hafnarfjörður

Re: Sótthreinsun á ferskum ávöxtum?

Post by Herra Kristinn »

Vantar alveg læk takka á spjallborðin.....

Þetta lúkkar vel og fer alveg í bókina yfir eitthvað sem verður að prófa
Post Reply