Page 1 of 1

Austurlands Villibjór

Posted: 8. Jul 2015 22:02
by thorgnyr
Hæhæ.

Fyrsti pósturinn hér, var minntur á spjallborðið eftir að stungið var upp á jólabjórsleiknum á heimabruggaraspjallinu á Facebook. Vitaskuld verð ég með þar. Að því sögðu...

Ég skrifa ykkur héðan frá Stöðvarfirði, hvert ég var plataður til að gera eitthvað skemmtilegt á hátíð sem kallast Pólar. Þetta er svona hippahátíð, allir að elda saman úr afgangsmat, smíða lítið kaffihús, tónleikar og residensíupælingar, og á morgun ætla ég að leggja í einn bjór úr einvörðungu íslensku hráefni.

Ég komst yfir íslenskt bygg, malað en ekki maltað (en eina svindlið í uppskriftinni er að ég notast því við ensím í staðinn fyrir að byggið sé maltað, og jú.. viðurkennist að ensímin eru ekki íslenskt hráefni). Síðan er ég með poka af mjaðurt og vallhumlum, en það er svona... mín útgáfa af gruit. Að lokum mun ég reyna að fá villiger úr gamla frystihúsinu hérna, en klikki það þá bjargaði ég gerinu úr síðustu lögun (sem var reyndar DubbelTrubbel'inn sem ég lagði í jólapúkkið, um það bil lítri af Vyeast 3787).

Þetta verður allt með óformlegra móti.

Mash:
Hita upp í 64°C og set kornið og ensímið í (en ensímið má ekki fara upp fyrir 65°C). Læt þetta síðan kólna hægt og rólega, þar til gumsið er komið niður fyrir 50°C (eða að lágmarki 1 klst). Er ekki alveg með á hreinu hvað þetta er mikið korn, en þetta eru 5 kg allavega.

Suða:
Ætla að smakka aðeins til vallhumalinn og mjaðurtina á morgun og ákveða magn og tíma, og skal uppfæra hér annað kvöld. En grunar að ég muni setja 2/3 snemma í og 1/3 í kannski 10 mínútum eða svo. Hugsanlega annaðhvort fyrst og hitt seinna. Eða eitthvað. Tillögur velkomnar auðvitað!

Svo mun ég bara finna þessu góðan stað til að liggja opið þar til ég held áfram hringinn. Spennan magnast. :geek:

Re: Austurlands Villibjór

Posted: 9. Jul 2015 08:09
by æpíei
Gaman að þessu. Þetta verður annað hvort æðislegt eða ógeðslegt :)

Re: Austurlands Villibjór

Posted: 9. May 2016 16:18
by thorgnyr
Það er komin niðurstaða í það mál. ;)