Page 1 of 1

Kútapartí Fágunar á menningarnótt 22. ágúst kl 14:00

Posted: 7. Jul 2015 15:54
by Plammi
Á menningarnótt mun Fágun halda sitt árlega kútapartí milli kl 14:00 og 18:00 á Klambratúni (áður Miklatún).
Félagsmenn munu bjóða upp á það sem þeir kunna best að gera auk þess sem grillaðar verða pylsur fyrir gesti og gangandi. Allir eru velkomnir og þeir sem vilja kynna vini og fjölskyldu fyrir skemmtilegu áhugamáli ættu að nýta tækifærið.

Boðið verður upp á gos fyrir yngri kynslóðina og bílstjóra. Ekki verður rukkað fyrir pylsurnar en tekið verður á mót frjálsum framlögum. Fágun skaffar drykkjar- og matarílát og kol á grillið.

Hvar: Klambratúni við leikvöllinn / grillsvæðið
Hvenær: 14:00 - 18:00 (fer eftir magni á bjór og veðri)

Þeir sem vilja koma með bjórkút í gleðina endilega kvittið hér undir svo við vitum við hverju er að búast.

Kútar:
æpíei - Greip Grísette og humlaðan amerískan hveitibjór
viddi - Saison
helgibelgi - 1stk (ekki 100%, en næst vonandi)
Ásta (hún/hann) - 1-2 kútar
Arnar -
Hrafnkell -

Re: Kútapartí Fágunar á menningarnótt 22. ágúst kl 14:00

Posted: 15. Jul 2015 12:09
by æpíei
Er fólk eitthvað að spá í þetta? Í fyrra vorum við með um 9 kúta ef ég man rétt, mikil fjölbreytini og skemmtileg stemmning. Hvet ykkur endirlega til að skella í einn kút og koma með.

Ég er búinn að vera velta þessu fyrir mér og eins og stað er nú þá geri ég ráð fyrir að koma með einn "solid" bjór, t.d. Amber Ale eða IPA variant, og svo annan tilraunakenndari, mögulega Grisette. Fylgist með.

Re: Kútapartí Fágunar á menningarnótt 22. ágúst kl 14:00

Posted: 30. Jul 2015 17:38
by viddi
Reikna með kút af saison.

Re: Kútapartí Fágunar á menningarnótt 22. ágúst kl 14:00

Posted: 1. Aug 2015 11:21
by æpíei

Re: Kútapartí Fágunar á menningarnótt 22. ágúst kl 14:00

Posted: 17. Aug 2015 11:22
by kiwifugl
Ég verð með. Geri ráð fyrir tvemur kútum; hunangs porter og pale ale. Sjáum hvernig þeir koma út.

Re: Kútapartí Fágunar á menningarnótt 22. ágúst kl 14:00

Posted: 17. Aug 2015 18:51
by hrafnkell
Afmælisdagurinn minn, en ætla að reyna að mæta. Ég á lítinn kút af ágætum IPA sem fær þá að fljóta með.

Re: Kútapartí Fágunar á menningarnótt 22. ágúst kl 14:00

Posted: 17. Aug 2015 19:16
by æpíei
Það stefnir í gott Kútapartý. Við verðum með svipað magn af bjór og í fyrra og fjölbreytnin er í fyrirrúmi. Ein nýjung þetta árið eru tónleikar í boði Skrýmslanna, sem eins og nafnið ber með sér er mjög ljúf og blíð hljómsveit, skipuð heimsfrægum tónlistarmönnum úr Hafnarfirði. Ekki missa af því!

Re: Kútapartí Fágunar á menningarnótt 22. ágúst kl 14:00

Posted: 19. Aug 2015 11:57
by halldor
Plimmó mætir með kút af IPA :)
Þekki mann á Veðurstofunni og er að vinna í að fá sól, allavega á Klambratúni.

Re: Kútapartí Fágunar á menningarnótt 22. ágúst kl 14:00

Posted: 19. Aug 2015 12:00
by æpíei
Okkur þykir leitt að tilkynna að Skrímslin komast ekki þetta sinn, en við erum búin að bóka þau næsta ár!

Re: Kútapartí Fágunar á menningarnótt 22. ágúst kl 14:00

Posted: 20. Aug 2015 10:07
by æpíei
Nú eru 8 og hálfur kútur klárir og enn er von á fleirum. Það stefnir í fína þátttöku mannfólksins líka.

Re: Kútapartí Fágunar á menningarnótt 22. ágúst kl 14:00

Posted: 24. Aug 2015 11:31
by einarornth
Takk fyrir mig, margt gott í boði. Hver var með Cider? Mér fannst hann vel heppnaður!

Re: Kútapartí Fágunar á menningarnótt 22. ágúst kl 14:00

Posted: 17. Aug 2016 16:22
by eddi849
Heyrðu svoldið seint .. en ég var með hann í fyrra og verð með annan í ár.
Kv Eyþór