Page 2 of 4

Re: Jóladagatal 2015

Posted: 7. Jul 2015 08:48
by rdavidsson
Ég er til í að vera með, 5 des. Óákveðið með stíl enn sem komið er.

Re: Jóladagatal 2015

Posted: 7. Jul 2015 10:11
by thorgnyr
Hæ!
Ég er game! Ég skal splæsa einum belgískum Dubbel í púkkið sem ég bjó til í síðasta mánuði. Ætti að verða epískur um þetta leyti. Vinnuheitið er Dubbel Trubbel.

Re: Jóladagatal 2015

Posted: 7. Jul 2015 10:15
by Gummi Kalli
Eg er með. Ekki spurning. Flott framtak. Alveg sama með dagsetninguna. Eg er með kanil kriddaðan stout.

Re: Jóladagatal 2015

Posted: 7. Jul 2015 13:08
by eddi849
Ég vil vera memm :) hugsanlega biére de garde, allveg sama um daginn. En ef að eftirspurnin verður mikil þá væri hægt að byrja dagatalið á 29.Nóv því þá er fyrsti í aðventu þá væri þetta reyndar aðventudagatal .. En var bara á að benda á þetta ef að það verður mikil eftirspurn, (þá væri ég til í 30.Nóv)

Re: Jóladagatal 2015

Posted: 7. Jul 2015 13:12
by Jóhann K.
Ég er alveg til í þetta frábæra framtak.

Er gróft að taka tvisvar þátt? Við vinirnir erum tveir og bruggum saman. Við mundum þá skila inn tveimur bjórum.

Ég geri ráð fyrir að senda inn Súkulaði Sjeikinn, sjá http://fagun.is/viewtopic.php?f=7&t=3545 , og ef við fáum að vera tvisvar þá annað hvort lager eða ipa.

Mér er svo sem sama um hvaða daga við fáum úthlutað.

Bkv.
Jói

Re: Jóladagatal 2015

Posted: 7. Jul 2015 13:55
by Funkalizer
Ég skal taka 22. des. ef hann er ekki tekinn.
Verður maður ekki að taka afmælisdaginn sinn, hah?!

Það kemur svo í ljós hvað maður bruggar

Re: Jóladagatal 2015

Posted: 7. Jul 2015 13:57
by Dabby
Sælir
ég er búinn að hugsa um þetta annað veifið síðan ég sá fyrst fjallað um þetta fyrir 2-3 árum. Frábært framtak og ég vill vera með. Veit að vísu ekkki með hvaða bjór.... Hugsanlega brettaða bjórinn minn en ég er ekki viss...


í fyrra agreiddi ég jólabjórana á þennan hátt, þ.e. bjó mér til dagatal. Það var gaman en þetta verður mikið skemmtilegra. Spái líflegum umræðum hérna á spjallinu á hverju kvöldi í des.

Re: Jóladagatal 2015

Posted: 7. Jul 2015 13:59
by BaldurKn
Ég er klárlega með í þessu!
18. des hljómar vel ef enginn á afmæli þann daginn....

Býst við að vera með Black IPA

Re: Jóladagatal 2015

Posted: 7. Jul 2015 15:16
by einaroskarsson
Ég vil vera með! Mér sýnist að 6. des sé laus, væri hann ekki bara fínn?? Óákveðið með stíl um sinn...

Re: Jóladagatal 2015

Posted: 7. Jul 2015 15:44
by gm-
Glæsilegt, 24 dagar fylltust á no-time (og JóhannK #2 er á jóladag), þetta verður mjög spennandi!

Hvað segiði um að stækka það til áramóta ef að áhuginn er meiri? .

Eru ekki allir annars með græjur til að gera amk 31 flösku lagnir?

Re: Jóladagatal 2015

Posted: 7. Jul 2015 15:51
by Kyng
Sælir, nýliði get ég verið með óákveðinn með stíl en hann verður góður

Re: Jóladagatal 2015

Posted: 7. Jul 2015 15:53
by Bjarkifb
Sælir, er óákveðinn með stíl (verður líklegast DIPA) en langar að vera með. Er það möguleiki?

Re: Jóladagatal 2015

Posted: 7. Jul 2015 16:51
by gm-
Smellti ykkur á 26. og 27., 4 pláss eftir ef við höfum þetta til gamlársdags.

Re: Jóladagatal 2015

Posted: 7. Jul 2015 19:32
by Örvar
Ég væri til í að vera með. Alveg sama hvaða dag. Bjórstíll óákveðinn

Re: Jóladagatal 2015

Posted: 7. Jul 2015 20:44
by hrafnkell
hah, þetta var nokkuð fljótlegt :)

Re: Jóladagatal 2015

Posted: 7. Jul 2015 22:00
by Sprellmundur
Til i þetta! Bjorstill oakveðinn, en mega spenntur!

Re: Jóladagatal 2015

Posted: 8. Jul 2015 09:47
by Sigurjón
Þetta vatt fljótt upp á sig! Glæsilegt að sjá hversu margir eru með.
Þá er bara að byrja að safna flöskum... :D

Re: Jóladagatal 2015

Posted: 8. Jul 2015 15:43
by gm-
Já, þetta var ansi flott. Ekki lengi að fyllast!

Endilega gerið ráð fyrir 31 flösku. Stærð skiptir svosem ekki máli, bruggari ræður því sjálfur, en ætli 330 ml verði ekki vinsælastar. Mjög mikilvægt að merka tappana með þinni dagsetningu, svo þetta fari ekki allt í rugl þegar við hittumst til að deila út dagatalinu.

Svo mæli ég með að menn setji inn uppskrift hér á spjallborðið, þar sem umræða um bjórinn getur farið fram :beer:

Re: Jóladagatal 2015

Posted: 8. Jul 2015 16:44
by rdavidsson
gm- wrote:Já, þetta var ansi flott. Ekki lengi að fyllast!

Endilega gerið ráð fyrir 31 flösku. Stærð skiptir svosem ekki máli, bruggari ræður því sjálfur, en ætli 330 ml verði ekki vinsælastar. Mjög mikilvægt að merka tappana með þinni dagsetningu, svo þetta fari ekki allt í rugl þegar við hittumst til að deila út dagatalinu.

Svo mæli ég með að menn setji inn uppskrift hér á spjallborðið, þar sem umræða um bjórinn getur farið fram :beer:
Það liggur við að það væri þægilegast að hafa þetta bara í google docs skjali (excel sheet eða álíka).. Þar gætu menn sett inn allar upplýsingar og auðvelt að finna upplýsingar um hvern og einn bjór (flipar 1-31). Búa bara til standard template sen menn fylla svo útí? ... bara hugmynd

Re: Jóladagatal 2015

Posted: 8. Jul 2015 23:49
by Sigurjón
Ég mæli líka sterklega með að fólk reyni að hanna og prenta út flöskumiða. Það er bæði skemmtilegt og gaman að sjá eins ólíka stíla í miðagerðinni eins og bjórgerðinni.

Re: Jóladagatal 2015

Posted: 10. Jul 2015 13:34
by Jökull
Er enn laust í lokin? Skal taka 30. ef ennþá laust. Skal gera amber.

hljómar allt afar spennandi

Re: Jóladagatal 2015

Posted: 10. Jul 2015 13:50
by gm-
rdavidsson wrote:
gm- wrote:Já, þetta var ansi flott. Ekki lengi að fyllast!

Endilega gerið ráð fyrir 31 flösku. Stærð skiptir svosem ekki máli, bruggari ræður því sjálfur, en ætli 330 ml verði ekki vinsælastar. Mjög mikilvægt að merka tappana með þinni dagsetningu, svo þetta fari ekki allt í rugl þegar við hittumst til að deila út dagatalinu.

Svo mæli ég með að menn setji inn uppskrift hér á spjallborðið, þar sem umræða um bjórinn getur farið fram :beer:
Það liggur við að það væri þægilegast að hafa þetta bara í google docs skjali (excel sheet eða álíka).. Þar gætu menn sett inn allar upplýsingar og auðvelt að finna upplýsingar um hvern og einn bjór (flipar 1-31). Búa bara til standard template sen menn fylla svo útí? ... bara hugmynd
Já, endilega. Smellum í google docs sheet þegar nær dregur.
Sigurjón wrote:Ég mæli líka sterklega með að fólk reyni að hanna og prenta út flöskumiða. Það er bæði skemmtilegt og gaman að sjá eins ólíka stíla í miðagerðinni eins og bjórgerðinni.
Já, það væri skemmtilegt, en ef fólk hefur ekki tíma í slíkt þá er það alveg skyljanlegt. Hvet samt flesta í að útbúa miða fyrir þetta.
Jökull wrote:Er enn laust í lokin? Skal taka 30. ef ennþá laust. Skal gera amber.

hljómar allt afar spennandi
Já, skráði þig 30.

1 pláss eftir folks!

Re: Jóladagatal 2015

Posted: 11. Jul 2015 20:07
by QTab
Ég er til í síđasta plássiđ ef þađ er rétt sem mér sýnist ađ þađ sé enn laust

Re: Jóladagatal 2015

Posted: 13. Jul 2015 23:53
by gm-
Jájá, Qtab tekur síðasta plássið. Þetta verður rosalegt, hlakka til!

Re: Jóladagatal 2015

Posted: 24. Aug 2015 15:50
by einaroskarsson
Var næstum því búinn að gleyma þessu og datt í hug að vekja þráðinn aftur, enda bara rúmir þrír mánuðir í 1. des :) Ég ætla að gera atlögu að Great Lakes Christmas Ale klón, flokkast væntanlega sem 21B. Christmas/Winter Speciality Spiced Beer.