Page 1 of 1

Mánaðarfundur Miðvikudaginn 1. Júlí 2015 kl:18:00

Posted: 27. Jun 2015 00:34
by Plammi
Heilir og sælir félagar!
Næsti fundur verður með óhefðbundnu sniði.
  • Fundurinn verður haldinn heima hjá æpíeiOddagötu 6 101 Reykjavík.
  • Gefst þá tækifæri til að skoða bruggræjurnar og annað bjórtengt hjá formanninum.
  • Fundurinn hefst um 6 leitið og er fólki bent á grípa sér eitthvað að borða áður en mætt er því veitingar á staðnum verða aðeins í fljótandi formi.
  • æpíei mun vera með IPA á kút og líklegast eitthvað spennandi á flöskum.
  • Boðið verður upp á keppnisbjórana úr síðustu keppni sem dómnefndin náði ekki að klára.
  • Að sjálfsögðu hvetjum við alla til að mæta með smakk af sínu heimabruggi.
Fundargerð:
Þokkalegasta mæting var og stemmingin í hópnum nokkuð góð.

Mættir: Plammi, æpíei, helgibelgi, Bjarki, Sigurjón

Image
Image
Image
Image
Image
Image

Re: Mánaðarfundur Miðvikudaginn 1. Júlí 2015 kl:18:00

Posted: 30. Jun 2015 10:20
by æpíei
Ég hlakka til að fá ykkur í heimsókn á morgun á þennan sérstaka mánaðarfund. Eins og fyrr eru allir velkominir, félagsmenn sem aðrir. Hugmyndin að þessum fundi er svipuð og þegar við höfum farið til Keflavíkur á haustin, að hittast heima hjá félagsmönnum, sjá hvernig aðrir fara að og skiptast á skoðunum. Þá verður heimagerður bjór í boði. Ég var að líta á bjórinn sem varð eftir í bjórgerðarkeppninni og þar er margt mjög forvitnilegt og spennandi. Þetta er því frábært tækifæri til að sjá og smakka hvað aðrir eru að gera heima hjá sér.

Það er spáð þokkalegu veðri svo við verðum með aðstöðu úti við á pallinum. Gangið því bara beint kringum húsið í stað þess að hringja bjöllunni. Mæting er kl. 18:00 og við verðum við eitthvað frameftir.

Þá verður bruggdagur hjá mér á morgun. Ég geri ráð fyrir að ganga frá rétt fyrir auglýstan tíma. Þið eruð velkomin að mæta fyrr ef þið viljið sjá bruggferlið hjá mér.

Re: Mánaðarfundur Miðvikudaginn 1. Júlí 2015 kl:18:00

Posted: 1. Jul 2015 12:51
by æpíei
Eitthvað er veðurspáin ekki að ganga eftir svo við færum okkur inn ef ástæða er til. Engin ástæða að láta íslenska sumarveðrið skemma fyrir.

Re: Mánaðarfundur Miðvikudaginn 1. Júlí 2015 kl:18:00

Posted: 1. Jul 2015 13:05
by hrafnkell
Ég ætla að reyna að mæta, ekki alveg komið á hreint hvort ég nái því.

Re: Mánaðarfundur Miðvikudaginn 1. Júlí 2015 kl:18:00

Posted: 2. Jul 2015 10:58
by Sigurjón
Þetta var skemmtilegt kvöld og mjög gaman að smakka keppnisbjórana.
Takk fyrir mig!

Re: Mánaðarfundur Miðvikudaginn 1. Júlí 2015 kl:18:00

Posted: 2. Jul 2015 13:52
by æpíei
Það var ánægjulegt að fá ykkur í heimsókn. Ég tek undir með Sigurjóni að keppnisbjórarnir voru mjög skemmtilgir. Það er misjafnt hversu marga bjóra dómnefndin þarf til að dæma. Dómnefndin þurfti alla bjórana 6 sem urðu í 3 efstu sætunum í hverjum flokki og alla vega 2 af hinum, oft fleiri. Þetta voru því bjórar sem urðu neðar en 3ja sæti í hverjum flokki. Skemmts frá að segja að þarna voru inni á milli virkilega flottir bjórar og ég fann engan sem var slæmur eða hefði ekki fyllilega átt erindi í keppnina. Það er því ljóst að gæði bjóra sem meðlimir Fágunar eru að gera er á mjög hái stigi. Það er mjög impressívt (svo ég sletti smá) og ég hlakka til að sjá hvað verður í næstu keppni!

Re: Mánaðarfundur Miðvikudaginn 1. Júlí 2015 kl:18:00

Posted: 2. Jul 2015 20:06
by Plammi
smá fundargerð komin, þið kannksi hjálpið mér að fylla upp í mætingarskránna, gleymdi að taka saman hverjir mættu

Re: Mánaðarfundur Miðvikudaginn 1. Júlí 2015 kl:18:00

Posted: 3. Jul 2015 10:18
by karlp
aiee, ansi stutt fyrirvara :( var að hlakka til að koma á mánudagur :)

Re: Mánaðarfundur Miðvikudaginn 1. Júlí 2015 kl:18:00

Posted: 3. Jul 2015 11:38
by æpíei
Þetta var óvenjuleg tímasetning, en þó var þetta tilynnt með góðum fyrirvara. Fyrst kynnt á mánaðarfundi fyrir mánuði, sent út í fréttabréfi sl mánuð og svo kynnt hér og á Facebook með 5 daga fyrirvara. Auk þess er þetta á dagatali Fágunar ;)

Það er vissara að fara minna á kútapartýið sem verður á Menningarnótt. Um að gera að henda í einn kút eða tappa a nokkrar flöskur og koma með. Við sendum út allar nánari upplýsingar fljótlega.

Re: Mánaðarfundur Miðvikudaginn 1. Júlí 2015 kl:18:00

Posted: 7. Jul 2015 11:25
by karlp
Ok, so I missed this short line in the middle of the long long news update,

"Fundurinn verður miðvikudaginn 1. júlí kl. 18 í heimahúsi vestur í bæ. Fylgist með á heimasíðu eða Facebook grúppu Fágunar fyrir nánari upplýsingar er nær dregur."

but that also doesn't have much anyway. Also, as we all should know well, facebook updates do _NOT_ go to all followers unless you're paying. (also, because I'm being grumpy, it was only 4 days notice ;)

bleh.

Re: Mánaðarfundur Miðvikudaginn 1. Júlí 2015 kl:18:00

Posted: 7. Jul 2015 13:13
by Plammi
Takk fyrir þetta karlp, þurfum greinilega að tryggja betur í framtíðinni að upplýsingar berist til allra. Við höfum ekki verið að treysta á Facebook sem upplýsingarveita, heldur aðeins sem auka-dreifingaraðili á upplýsingum. Klárlega svigrúm þar til að bæta sig.

Re: Mánaðarfundur Miðvikudaginn 1. Júlí 2015 kl:18:00

Posted: 9. Jul 2015 19:33
by æpíei
Til að missa ekki af neinum þræði á Facebook síðu Fágunar er einfalt að stilla Notifications eins og kemur fram á eftirfarandi mynd:
Notifications.jpg
Notifications.jpg (48.67 KiB) Viewed 24613 times