Page 1 of 1

Breytingar á vefsíðu

Posted: 22. Jun 2015 23:22
by æpíei
Til allra notenda vefsíðu Fágunar

Við neyðumst til að færa hýsingu á vefsíðunni. Við færsluna þá tapast því miður format og sumir eiginleikar síðunnar, tímabundið skulum við vona.

Þið þurfið að skrá ykkur inn á ný, notendanafn og aðgangsorð eru óbreytt. Viðhengi s.s. myndir komu ekki með í flutninginum. Endilega látið okkur vita ef eitthvað annað er ekki að virka hjá ykkur.

Við vonum að þið sýnið okkur skilning á þessu. Við munum reyna að laga þessa anmarka á næstunni.

Re: Breytingar á vefsíðu

Posted: 23. Jun 2015 08:41
by hrafnkell
Þetta svínvirkar :)

Mikið hraðvirkara líka.

Re: Breytingar á vefsíðu

Posted: 29. Jun 2015 10:17
by Herra Kristinn
Email eru ekki að sendast út skilst mér.

Vinnufélagi er að reyna að endurstilla lykilorðið sitt og fær ekki sendan tölvupóst.

Re: Breytingar á vefsíðu

Posted: 29. Jun 2015 10:38
by æpíei
Við skoðum það.

Vorum líka að laga að setja inn avatar myndir. Erum svo að færa viðhengin smám saman. Ef það er einhver póstur með viðhengjum sem þið viljið sjá og koma ekki fram setjið þá komment á þann þráð og við lögum það.

Re: Breytingar á vefsíðu

Posted: 29. Jun 2015 13:10
by æpíei
Prófaðu aftur að breyta aðgangsorðinu.

Re: Breytingar á vefsíðu

Posted: 29. Jun 2015 15:08
by HlynDiezel
Flaug í gegn núna, takk fyrir.

Re: Breytingar á vefsíðu

Posted: 26. Jul 2015 14:35
by æpíei
Við erum núna að vinna í að færa póstþjóunstuna. Það þýðir því miður að þið fáið ekki póst þegar svör eru sett inn á vefinn þangað til þetta er leyst, vonandi innan 24 tíma.

Re: Breytingar á vefsíðu

Posted: 27. Jul 2015 08:53
by æpíei
Póstþjónustan á að vera komin í lag.

Re: Breytingar á vefsíðu

Posted: 27. Jul 2015 09:47
by gosi
Má maður forvitnast yfir því af hverju myndirnar fylgdu ekki?

Re: Breytingar á vefsíðu

Posted: 27. Jul 2015 10:23
by æpíei
Það hefur með það að gera hvernig phpBB geymir myndirnar. Þær eru ekki geymdar í gagnagrunninum eins og þræðirnir.

Re: Breytingar á vefsíðu

Posted: 27. Jul 2015 14:09
by æpíei
Það eru enn einhver vandræði með að senda póst frá þessari síðu. Eruð þið að fá tilkynningu um að borist hafi nýtt svar?

Re: Breytingar á vefsíðu

Posted: 28. Jul 2015 11:16
by æpíei
Við höldum áfram að vinna í tölvupóstinum.

Varaðandi myndirnar þá birtast þær að hluta og skrunanlegar. Ef smellt er á þær þá ættu þær að sjást allar.

Re: Breytingar á vefsíðu

Posted: 30. Jul 2015 13:54
by æpíei
Núna eiga tölvupósts tilkynningarnar að vera komnar í lag

Re: Breytingar á vefsíðu

Posted: 30. Jul 2015 17:29
by gosi
æpíei wrote:Það hefur með það að gera hvernig phpBB geymir myndirnar. Þær eru ekki geymdar í gagnagrunninum eins og þræðirnir.
Var þá bara gagnagrunnurinn færður en ekki myndirnar? :cry:

Re: Breytingar á vefsíðu

Posted: 30. Jul 2015 17:33
by æpíei
Já, því miður gátum við ekki fært myndirnar. Fyrir því er mjög sérstök ástæða sem ég tel ekki ástæðu til að fara út í hér.