Page 1 of 1

Vantar hjálp með breyttann keg

Posted: 20. Jun 2015 16:00
by Sigurjón
Ég fékk þessa fínu notuðu kúta hjá Hrafnkeli um daginn. Ég þreif þá að utan og innan en tók ekki tengin í sundur. Núna ætla ég að fara að nota einn, en núna hef ég ekki hugmynd um hvernig ég tek tengin af kútnum því þau eru bara alveg kringlótt og ekkert fyrir skiptilykil að ná taki á.
Það eru einhverjar kúlu gróvir (sjá mynd).
Þarf ég eitthvað spes tól til að ná þessu af?
Mig langar að þrífa tengin almennilega og skipta um ohringi og þéttingar áður en ég nota kútinn.

Re: Vantar hjálp með breyttann keg

Posted: 20. Jun 2015 20:30
by Sigurjón
Mér skilst að venjuleg röratöng reddi þessu.

Re: Vantar hjálp með breyttann keg

Posted: 20. Jun 2015 21:10
by fridrikgunn
Ég notaði Wise Grip töng, gekk vel. Tengin geta verið misföst en losnuðu öll fyrir rest.

Re: Vantar hjálp með breyttann keg

Posted: 20. Jun 2015 22:50
by Sigurjón
Já, þetta kom fyrir rest. En svo voru ventlarnir alveg pikkfastir inni. Það hafðist þó með þolinmæðinni. Ég held ég hafi gleymt að fá o-hringi á diptube-ið og gasið. Er með alla hina. Oh well...

Re: Vantar hjálp með breyttann keg

Posted: 22. Jun 2015 08:13
by hrafnkell
Það klikkaði eitthvað að fá diptube o hringina með sendingunni, en ég á slatta af þeim og fæ annan slatta eftir uþb viku. Getið kíkt á mig til að fá dip tube hringi.

Re: Vantar hjálp með breyttann keg

Posted: 22. Jun 2015 19:27
by Sigurjón
Glæsilegt! Ég kíki á þig í vikunni.