Page 1 of 1
					
				Humlaræktun
				Posted: 19. Sep 2009 12:53
				by valurkris
				Eru margir hér heima sem að eru að rækta humla, ég sá að það er einn sem að er að losa sig við humla á söluþráðnum sem að hann ræktaði. 
Er sumarið nógu langt hér hjá okkur til að gera þetta með góðu móti?
			 
			
					
				Re: Humlaræktun
				Posted: 19. Sep 2009 14:41
				by Eyvindur
				Humallinn minn er kominn yfir 5 metra, og það á fyrsta ári (sem er vandamál, því bandið sem hann klifrar upp er bara 4 metrar). Hins vegar eru engir könglar á honum. Ég vona heitt að það sé vegna þess að þetta er fyrsta árið, en ekki að þetta sé karlplanta.
Sumarið er nógu langt, já. Humlar þurfa bara 3 frostlausa mánuði. Hins vegar er óvíst hvernig veðurfarið og loftslagið fer með þá. Ég held að enginn viti almennilega hvernig fer með alfasýrumyndun á íslenskum humlum. En ef maður passar sig að velja afbrigði sem þola mild sumur, kulda og rigningu, er ekkert vandamál að rækta humla hérna.
			 
			
					
				Re: Humlaræktun
				Posted: 19. Sep 2009 16:28
				by halldor
				Ég hef ekki hugmynd um hversu gamall humallinn minn er. Ég veit bara að hann kom hingað áður en ég flutti á staðinn. Plantan er um 4-5 metra há og skiptist nokkurnveginn í 6 greinar (klifrar upp 6 bönd á veggnum). 
Ég var líkast til viku of seinn að tína, þar sem hluti af uppskerunni var aðeins farinn að þorna um of og endarnir á laufunum (á könglunum) farnir að sýna brúnan lit. 
Ég veit að önnur helgin í september er aðal uppskerutíminn í Belgíu og líklega hefði það verið fullkomin tímasetning í mínu tilfelli.
Sá hluti plöntunnar sem var í mestu skjóli kom laaaaaang best út. Þar var mun meira af fallega grænum könglum og mun fleiri í heildina en annarstaðar á plöntunni.
			 
			
					
				Re: Humlaræktun
				Posted: 21. Sep 2009 19:51
				by Andri
				Er ekki bara sniðugt að skella röri í jarðveginn og láta hitaveituvatn renna um þar.
Búa svo til glært stórt tjald utan um litlu elskuna
mmmmmm