Að halda haus

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
Sigurjón
Kraftagerill
Posts: 129
Joined: 28. Feb 2015 22:32

Að halda haus

Post by Sigurjón »

Eru menn (og konur) að gera eitthvað sérstakt til þess að bjórinn haldi haus?
Vetur Konungur fær flottan haus þegar ég skenki í glasið, en hann er að mestu leiti horfinn eftir svona 5 mínútur. Ég fæ skemmtilegt lacing í glasið en ég væri alveg til í að hann héldi hausnum svolítið.
Á Kút: Bee Cave og Eiríkur Rauði
Á flösku: Vetur Konungur og English Brown (Black) Ale
Í Gerjun: Ekkert
Framundan: Enn að hugsa málið
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Að halda haus

Post by Eyvindur »

Í fyrsta lagi er þetta frekar ungur bjór, og stundum er hausinn aðeins eftirá.

Annars virkar vel að nota carapils eða smá hveitimalt til að hjálpa hausnum.

Svo er þetta náttúrulega líka spurning um að þrífa glösin rétt. Aldrei setja þau í uppþvottavél, bara handvo. Ég nota smá uppþvottalög, en passa að þvo hann rosalega vel úr. Svo læt ég glösin standa til að þorna. Ef maður vill vera gulltryggður þvær maður glösin upp úr salti frekar en sápu.

Athugaðu líka að fita drepur haus, þannig að ef þú ert með meiri fitu á vörunum en vanalega (ef þú ert að fá þér hnetur, osta, snakk etc.) fer hausinn líka hraðar.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
Post Reply