Page 1 of 1
[Gefins] Íslenskir humlar!
Posted: 19. Sep 2009 12:38
by halldor
Ég var að tína humlauppskeruna í garðinum hjá mér og fékk meira en ég kem til með að nota, enda nýbúinn að kaupa humla í Ölvisholti
Ég get ekkert sagt til með afbrigði og þaðan af síður um Alpha gildi þannig að þeir nýtast líklega best sem taste/aroma humlar. Þeir lykta mjög vel og ég er ótrúlega spenntur að nota þá. Ég er búinn að taka til 6 stk af 30 gr. pokum og ég mun skammta einn poka á mann

Fyrstur kemur fyrstur fær.
Mér þætti ekkert leiðinlegt að fá heimatilbúinn bjór/mjöð/rauðvín/hvítvín/cider/ost/jógúrt í skiptum.
Re: [Gefins] Íslenskir humlar!
Posted: 19. Sep 2009 12:43
by Idle
Til er ég!
Svo þekki ég annan sem heimtar áreiðanlega afganginn, en hann er svona "hopaholic". Andri í Kópavoginum.

Re: [Gefins] Íslenskir humlar!
Posted: 19. Sep 2009 14:44
by Eyvindur
Ég vil ólmur þiggja eitthvað. Get boðið smá úrval af bjór í staðinn.
Re: [Gefins] Íslenskir humlar!
Posted: 19. Sep 2009 16:20
by halldor
Eyvindur wrote:Ég vil ólmur þiggja eitthvað. Get boðið smá úrval af bjór í staðinn.
Ég var nú bara að meina eina flösku af bjór fyrir eina únsu af humlum
Ég væri til í smakka rauðölið ykkar Úlfars ef það er komið á flöskur
Sjáum svo hvort einhverjir fleiri bætist í hópinn. Ef það eru bara þið tveir (Eyvindur og Idle) þá getið þið svo sem skipt þessu á milli ykkar.
Vitið þið annars eitthvað hvort maður eigi að þurrka þetta eða hvernig best er að geyma (væntanlega frystikistan).
Re: [Gefins] Íslenskir humlar!
Posted: 19. Sep 2009 16:48
by Eyvindur
Já, þú verður að þurrka!!! Þetta eyðileggst eins og skot ef þú gerir það ekki.
Farðu á
http://www.freshops.com" onclick="window.open(this.href);return false; og lestu þér til, eins og vindurinn.
Re: [Gefins] Íslenskir humlar!
Posted: 19. Sep 2009 16:58
by halldor
Eyvindur wrote:Já, þú verður að þurrka!!! Þetta eyðileggst eins og skot ef þú gerir það ekki.
Æ og ó ég hef ekki tíma fyrir svoleiðis vesen
Jæja þá býst ég nú við að magnið sem ég hef til úthlutunar verði eitthvað minna í grömmum talið

Re: [Gefins] Íslenskir humlar!
Posted: 21. Sep 2009 22:00
by Andri
Ég væri til í humla, gef þér eitthvað af lagernum sem ég er að gera í staðinn
Re: [Gefins] Íslenskir humlar!
Posted: 16. Oct 2009 02:28
by dax
Ég væri meira en til í afleggjara af rótum þessarar ágætu jurtar sem þú ert að rækta. Hvaða tegund er þetta?
Re: [Gefins] Íslenskir humlar!
Posted: 16. Oct 2009 19:57
by Andri
Er eitthvað að frétta af þessu?