Page 1 of 1

Suðutunnan frá brew.is einangruð

Posted: 25. May 2015 22:07
by Sigurjón
Ég hellti í glas Vetur Konungi og föndraði einangrun á suðu/meskitunnuna sem ég fékk frá brew.is
Efnið kostaði mjög lítið og það var ekki mikil fyrirhöfn að sníða þetta að tunnunni. Það sést ekki á myndinni, en botninn er líka einangraður.
Svo er þetta fest með frönskum rennilás svo það verði ekki of mikið mál að þrífa tunnuna á eftir.
Tunnan er með fölskum botni og þegar ég meski nota ég hitastýringuna sem Hrafnkell er að selja. Með þessu er ég að vonast til að ná mjög stöðugu hitastigi við meskingu.
Þetta verður sennilega prufað seinna í vikunni.

Re: Suðutunnan frá brew.is einangruð

Posted: 27. May 2015 17:27
by einaroskarsson
Vel gert! Er þetta reflectix efnið frá ÞÞorgríms? http://www.thco.is/einangrunarefni/reflectix/" onclick="window.open(this.href);return false;

Re: Suðutunnan frá brew.is einangruð

Posted: 28. May 2015 09:23
by Sigurjón
Mikið rétt! Hræódýrt og virkar vel.
Ég var að brugga í gær og notaðist þá við þetta í fyrsta skipti. Þetta hélt hitanum mjög vel og ég var ánægður með útkomuna. Svo var jakkanum bara rennt af og tunnan þrifin eins og venjulega.

Re: Suðutunnan frá brew.is einangruð

Posted: 18. Aug 2015 10:53
by Pippsta
Hver fær maður franskan rennilás?

Re: Suðutunnan frá brew.is einangruð

Posted: 18. Aug 2015 11:17
by einaroskarsson
Pippsta wrote:Hver fær maður franskan rennilás?
T.d. hjá Þ Þorgríms, fékk smá bút gefins með þegar ég keypti efnið... annars er þetta metravara hjá Poulsen í Skeifunni, en kostar skildinginn!

Re: Suðutunnan frá brew.is einangruð

Posted: 18. Aug 2015 12:45
by Herra Kristinn
Rúmfatalagerinn, 200kall meterinn eða svo en mér finnst þetta ekki góð aðferð þar sem að hann er frekar stífur og ég lenti í því að rífa einangrunina þegar ég ætlaði að losa.

Nota bara málarateip í dag, ekki fjölnota en mun þægilegra að mínu mati.

Re: Suðutunnan frá brew.is einangruð

Posted: 31. Aug 2015 15:00
by Jökull
Ég græjaði svipaða lausn, átti einangrunarklæðningu (svona undir parket, með álfilmu á annarri hliðinni) og sneið það utanum tunnuna, sáralítið sem hitinn fellur. Notaði duct-tape (franskur fæst líka í byko á lítilli rúllu). Hafði áður sniðið einangrunardýnu sem virkaði ekki nógu vel á suðutunnunni en virkar fínt til að tempra hitasveiflur í bílskúrnum mínum á gerjunartunnuna.