BJORKJALLARINN.IS - Grainfather

Hér geta fagaðilar auglýst allt er viðkemur gerjun sér að endurgjaldslausu. Skilyrði er að þetta sé tengt áhugamáli okkar allra.
Post Reply
vinkjallarinn
Villigerill
Posts: 34
Joined: 6. Aug 2009 18:43

BJORKJALLARINN.IS - Grainfather

Post by vinkjallarinn »

Sæl öll sömul,
Erum að fá hin frábæru tæki, Grainfather(http://www.grainfather.co.nz/) og ætla ég að gefa góðan afslátt ef pantað er og greitt fyrirfram. Vandamálið er hinsvegar að, þessi tæki eru svo vinsæl að fyrirtækið hefur ekki undan að framleiða, ég hef beðið í um 7-8 mánuði eftir sýningar eintaki en ekki fengið, en núna hef ég fengið loforð um að fá 4 stk í júní (veit ekki nákvæmlega hvenær) og ætla ég að bjóða tækin á góðum afslætti eins og áður sagði, ef pantað og greitt er fyrirfram. Ég sendi tölvupóst þegar þetta skýrist.
Hér er svo kynninga myndband fyrir þessi stórskemmtilegu tæki https://www.youtube.com/watch?v=sO68EQS39zw

Þökkum fyrir :)

Kv. Bernhard

http://www.bjorkjallarinn.is

vinkjallarinn@vinkjallarinn.is
Last edited by vinkjallarinn on 29. Jan 2016 09:49, edited 2 times in total.
Bjór- og Vínkjallarinn, Suðurhrauni 2, Garðabæ. Sími 5644299
http://bjorkjallarinn.is
http://vinkjallarinn.is
Bjoggi
Kraftagerill
Posts: 87
Joined: 17. Mar 2014 19:37

Re: Grainfather

Post by Bjoggi »

Einhver hugmynd um verð?
Í gerjun: Sílalækur - CaraAmber Ale, Oktober-Marzen
Á krana: Sam Adams Clone, Citra BIPA,
Á flöskum: Ekkert
vinkjallarinn
Villigerill
Posts: 34
Joined: 6. Aug 2009 18:43

Re: Grainfather

Post by vinkjallarinn »

Grainfather; Postby Bjoggi » 17 May 2015 22:44
Einhver hugmynd um verð?

Sæll. Bjoggi
Já okkur sýnist verðin verða eitthvað milli 185.000.- til 190.000.-
En við höfum hugsað okkur að bjóða þessi tækin núna á 160.000.- með kælispiral.
Vona bara flutningurinn eyðileggi ekki þessa áætlun.
Vitum ekki alveg hversu mörg tæki við getum fengið, þau hreinlega eru rifin út,
Næsta sendin kemur um miðjan júni til Englands.
það þyðir að Grainfather tækin verða komin til okkar um mánaðarmót júní - júli.
4 stk fáum við örugglega (vona ég)

Kv. Bjórkjallarinn.is sjá https://www.facebook.com/bjorkjallarinn" onclick="window.open(this.href);return false;

Sjá Kynning https://www.youtube.com/watch?v=pqlYSDyD07o" onclick="window.open(this.href);return false;
Bjór- og Vínkjallarinn, Suðurhrauni 2, Garðabæ. Sími 5644299
http://bjorkjallarinn.is
http://vinkjallarinn.is
vinkjallarinn
Villigerill
Posts: 34
Joined: 6. Aug 2009 18:43

Re: Grainfather

Post by vinkjallarinn »

Vegna þess hversu vinsælt Grainfather-inn er, þá höfum við ákveðið að bæta við 2 tækjum, það er því enn möguleiki að eignast þetta stór fína tæki á frábæru tilboði, eða aðeins, 160 þús í forpöntun!

http://bjorkjallarinn.is/vara/grainfath ... eki-33-lt/" onclick="window.open(this.href);return false;

Tækin eru svo væntanleg í kringum 20 júní.
Bjór- og Vínkjallarinn, Suðurhrauni 2, Garðabæ. Sími 5644299
http://bjorkjallarinn.is
http://vinkjallarinn.is
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Grainfather

Post by æpíei »

Það væri mjög gaman að heyra sögur frá þeim sem hafa keypt sér þessa græju.
User avatar
Hjalti
Yfirgerill
Posts: 671
Joined: 5. May 2009 13:45
Location: Grafarvogur
Contact:

Re: Grainfather

Post by Hjalti »

Sælir,

Ég verslaði Grainfather hjá Bjórkjallaranum á dögunum.

Ég var búinn að skoða vel og vandlega aðrar vörur eins og Braumeister og þessháttar en það sem hafði yfirhöndina var að grianfather er með meira en 30L pláss og er á heildina litið einfaldari græjja. Einnig er dælan sem fylgir grainfather. Allger snilld. Nýtnin sem ég hef verið að sjá hefur verið alveg upp í 90% sem er í raun alveg fáránlega hátt.

Ég er búinn að skella í 2 bjóra.

Fyrsti bjórinn var Zombie Dust clone sem er þessi hefðbundni, lenti sennilega í öllum byrjendaerfiðleikum sem hægt er að lenda í en á heildina litið var þetta mjög flott bruggun. Fyrsta sem þarf að pæla í er að þú ættir alltaf að setja humlana þína í poka. Ef þú gerir þetta ekki þá mun dælan stíflast og það er mjög leiðinlegt. Náði hinsvegar að klára með því að kreista slöngur og þessháttar. Bjórinn endaði í rúmlega 70% nýtni sem fyrir mig er frábært í fyrstu lögun.

Annar bjórinn var Yeti Clone sem er mjög stór stout (já, ég hef ekki ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur). Uppskriftin var 9 kg sem ég var með í höndunum. Upplýsingarnar um Grainfather segja að þetta sé tilbúið í að ráða við akkúrat 9 kg af korni. Það stenst í raun ekki. Eftir 7,5 kg var ég alveg búinn að stútfylla tækið. Mæli ekki með að gera mikið stærri uppskriftir en það. OG var 1090 og ég fékk 20L úr lögninni. Frábær nýting með öðrum orðum.

Þrifin á græjjuni eru mjög einföld, tekur ca. 30 mín að tæma allt og þrífa allt eins og nýtt.

Stóra uppskriftin tók 4,5 klukkutíma frá því að ég byrjaði að hita vatnið í það að ég var búinn að þrífa. Þá voru 90 mínútna mesking í því.

Ég mæli eindregið með þessari græjju, hún er alveg frábær ef maður er ekki að leita að því að búa þetta allt til sjálfur.

Þjónustan hjá Bjórkjallaranum hefur líka verið til fyrirmyndar og ég get hiklaust mælt með þeim.
Jörvi Brauhaus

Að gerjast: Ekkert :(
Að aldrast: Jörvi Jólabjór, ESB - Engin Sérstakur Bjór, Fuck you up IPA, Jörvi Irish Red Ale, Jörvi Real Ale og EdWorts Apfelwein
Að planast: Fyrsti all grain bjórinn.
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Grainfather

Post by æpíei »

Gaman að heyra þetta. Ég er sjálfur með Braumeister og kannast við sum af þessum vandamálum. Þegar þú gerir stóran bjór er kannski ráð að breyta uppskriftinni úr 9kg í 7-8kg og þá færi magn vökva niður um 2-4 lítra á móti til að halda sama OG. Í BM er það þó þannig að þú verður alltaf að vera með lágmarks magn af vökva, svo það setur dálítið skorður með að búa til mjög stóra bjóra. Þá má bara sjóða lengur eða bæta upp með DME.

BM hefur klárlega sjálfvirknina í meskingu framyfir Grainfather. En mér sýnist GF vera það opinn að ég trúi ekki öðru en einhverjir muni koma með stýringar, t.d. byggða á Raspberri Pi, til að gera það al-sjálfvirkt.

Til hamingju með hana og leyfðu okkur að fylgjast með framvindunni.
User avatar
Hjalti
Yfirgerill
Posts: 671
Joined: 5. May 2009 13:45
Location: Grafarvogur
Contact:

Re: Grainfather

Post by Hjalti »

Búinn að skoða þennan einmitt :)

https://www.facebook.com/Alva.Brewing

Þessi stýring ætti að virka með hvaða kerfi sem er.
Jörvi Brauhaus

Að gerjast: Ekkert :(
Að aldrast: Jörvi Jólabjór, ESB - Engin Sérstakur Bjór, Fuck you up IPA, Jörvi Irish Red Ale, Jörvi Real Ale og EdWorts Apfelwein
Að planast: Fyrsti all grain bjórinn.
vinkjallarinn
Villigerill
Posts: 34
Joined: 6. Aug 2009 18:43

Re: Grainfather

Post by vinkjallarinn »

Sæl öll sömul,

Við viljum byrja á að þakka kærlega fyrir frábærar móttökur, nú eru öll tækin uppseld, næsta sending kemur 20 okt í það fyrsta, annars 27 Okt. Það koma 6 tæki í næstu sendingu og er því ekki seinna vænna en að byrja að panta.

Okkur langar að nota tækifærið og benda á nýju síðuna okkar http://bjorkjallarinn.is og fyrir þá sem vilja segja sitt álit á þessu frábæra tæki, endilega kíkið við á sölusíðu okkar fyrir Grainfather og segið okkur ykkar álit http://bjorkjallarinn.is/vara/grainfath ... eki-30-lt/

Kveðja,
Vínkjallarinn
Bjór- og Vínkjallarinn, Suðurhrauni 2, Garðabæ. Sími 5644299
http://bjorkjallarinn.is
http://vinkjallarinn.is
vinkjallarinn
Villigerill
Posts: 34
Joined: 6. Aug 2009 18:43

Re: Grainfather

Post by vinkjallarinn »

Jæja, þá er komið að því! Ný sendinga af Grainfather tækjum var að koma í hús, nú er ekki eftir neinu að bíða! :)
Bjór- og Vínkjallarinn, Suðurhrauni 2, Garðabæ. Sími 5644299
http://bjorkjallarinn.is
http://vinkjallarinn.is
vinkjallarinn
Villigerill
Posts: 34
Joined: 6. Aug 2009 18:43

Re: Grainfather

Post by vinkjallarinn »

Okkur langar að benda á að Grainfatherinn er á tilboði hjá okkur núna, eða 160 þús :)

Fyrir þá sem eru áhugasamir, þá er hægt að skoða tilboðið nánar hér; http://bjorkjallarinn.is/vara/grainfath ... eki-30-lt/
Bjór- og Vínkjallarinn, Suðurhrauni 2, Garðabæ. Sími 5644299
http://bjorkjallarinn.is
http://vinkjallarinn.is
vinkjallarinn
Villigerill
Posts: 34
Joined: 6. Aug 2009 18:43

Re: Grainfather

Post by vinkjallarinn »

Smá uppfærsla! Við ætlum nú að bjóða Grainfatherinn á ótrúlegu verði, eða 125 þús.- (ekki 130 þús eins og áður), kostaði áður, 160 þús.! Verður varla betra! Endilega kíkið við og grípið eina af betri græjum heimabrugg heimsins! http://bjorkjallarinn.is/vara/grainfath ... aeki-30-lt
Bjór- og Vínkjallarinn, Suðurhrauni 2, Garðabæ. Sími 5644299
http://bjorkjallarinn.is
http://vinkjallarinn.is
Post Reply