Dómar úr keppninni

Á þessum þræði geta meðlimir spjallborðsins sett fram allt sem tengist gerjun. Ennig spurt spurninga og fengið aðstoð frá öðrum meðlimum.
Post Reply
pallih
Villigerill
Posts: 2
Joined: 6. May 2015 17:54

Dómar úr keppninni

Post by pallih »

Sælir, kæru gerlar.

Ég var að velta fyrir mér hvernig ég nálgast dómana um bjórinn sem ég sendi inn í keppnina þarna um daginn. Ég hef ekki fengið að sjá neitt, hvorki á e-maili né hér á síðunni, (hér gæti mögulega verið almennt lélegri tölvukunnáttu minni um að kenna), en það væri fróðlegt að sjá dómana, þar sem ég er frekar nýr í þessum bransa. Ég byrjaði í Desember síðastliðnum og kolféll alveg fyrir þessu. Heimagert öl er snilld! Bestu kveðjur, Páll.
kari
Kraftagerill
Posts: 61
Joined: 21. Nov 2010 18:25

Re: Dómar úr keppninni

Post by kari »

Ertu búinn að tékka á ep á fágun?

Skv. þessu áttu allir að fá ep með niðurstöðunum.

Ég amk fékk linka á mína dóma í ep frá bjorninn hérna á fágun.
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Dómar úr keppninni

Post by æpíei »

Sendu okkur póst á fagun hjá fagun.is og ég sendi þér þetta í tölvupósti
pallih
Villigerill
Posts: 2
Joined: 6. May 2015 17:54

Re: Dómar úr keppninni

Post by pallih »

Hvað er ep?
User avatar
gosi
Gáfnagerill
Posts: 254
Joined: 9. Oct 2009 20:32

Re: Dómar úr keppninni

Post by gosi »

einkapóstur = private message

Búnaðurinn: 33L stálpottur, 3500W, kælispírall, humlakönguló, BIAB poki, Stýribox og 12v dæla.

Bruggað áður: 2xBeeCave, 2xBrúðkaupsöl, 2xCentennial Blonde, Hvítur Sloppur, DrSmurto's Golden Ale, 2xVienna Simcoe SMASH, 20L StarterKölsch,Neals Kölsch
Í gerjun:
Á flöskum:
Á kút:
Post Reply