Page 1 of 1

Portari með hlynsírópi

Posted: 18. Sep 2009 18:28
by Idle
Hér er hugmynd að portara sem mig langar til að reyna. Ég á ekkert ristað bygg, svo ég treysti alfarið á BP. Allar athugasemdir eru vel þegnar. :)

18,93 lítrar.

3,40 kg. Pale Malt
0,40 kg. Caraaroma
0,15 kg. Black (Patent) Malt
10,00 gr. Fuggles [4,50 %] (60 mæin)
15,00 gr. Goldings, East Kent [5,00 %] (60 mín)
13,30 gr. Goldings, East Kent [5,00 %] (30 mín)
1,00 tsk. Irish Moss
0,25 kg. Hlynsíróp (eftir suðu)
Cooper Ale ger (e. t. v. Nottingham?)

OG est: 1.049
FG est: 1.012
Color est: 26
IBU: 22,1
ABV est: 4,89%

Re: Portari með hlynsírópi

Posted: 19. Sep 2009 14:43
by Eyvindur
Vanalega er súkkulaðimalt aðaluppistaðan í dökka korninu í porter. Ristað bygg er sjaldan notað, enda er það meira einkennandi fyrir stout. Black patent er hins vegar oft notað í töluverðum mæli.

Þetta verður eflaust mjög gott hjá þér. Trúlega ekki dæmigerður porter, en stílar eru bara viðmið. Þetta lítur mjög vel út.

Re: Portari með hlynsírópi

Posted: 10. Oct 2009 20:02
by Idle
Þessi fer á flöskur eftir fáein andartak. Ég notaði Notthingham gerið. OG var 1.051, FG 1.012 - nokkuð sáttur með það.

Re: Portari með hlynsírópi

Posted: 30. Oct 2009 12:12
by kristfin
smakkaði þennan í gær.

góð kaffilykt af honum, ekki mikið súkkulaði. vantar soldið uppá fyllinguna finnst mér en ágætist eftirbragð, ekki mikið áfengisbragð. vel drekkanlegur.